Langt hlé gæti þýtt að hlaupið verði stórt Svavar Hávarðsson skrifar 30. september 2015 07:00 Hlaup úr eystri katlinum eru stærri og koma sjaldnar en hlaup úr þeim vestari. Síðast hljóp úr katlinum í júní 2010. Skaftárhlaup er hafið og er búist við að flóðavatnið nái undan jökli seint á morgun eða á fimmtudag. Sagan kennir að búast megi við stóru flóði. Aldrei hefur áður liðið svo langur tími á milli flóða úr Eystri-Skaftárkatli. Snorri Zóphóníasson, hjá Veðurstofu Íslands, segir að íshellan yfir katlinum í vestanverðum Vatnajökli hafi tekið að síga hratt um miðnætti aðfaranótt sunnudags. Þó svo að Skaftá sé enn eins og hún á að sér, geti ekkert skýrt fallið í jöklinum annað en hlaup úr eystri katlinum. Hlaup úr honum var síðast í júní 2010, en þau eru alltaf mun stærri en þegar hleypur úr þeim vestari. Snorri bendir á að fram til þessa hafi aldrei liðið lengri tími en 36 mánuðir á milli hlaupa úr eystri katlinum. Það þarf þó ekki að þýða að hlaupið verði óvenju stórt, heldur bendi frekar til þess að jarðhitavirkni undir jöklinum sé minni en löngum fyrr og vatnssöfnunin hafi því tekið lengri tíma en þekkt er til þessa. Íshellan hefur heldur ekki risið afgerandi mikið meira en fyrir fyrri hlaup. „Við höfum undrast að vatnið skyldi ekki koma, satt að segja. En við höfum engin gögn um það að hlaupið verði stórt, en hins vegar hefur langt hlé til þessa þýtt stórt hlaup,“ segir Snorri sem bætir við að það sé hugsanlegt að meira vatn sé í katlinum en áður – ef hann er t.d. orðinn víðari en þekkt var áður. Þegar hlaupaannáll er skoðaður má sjá að síðan 1955 hafa komið 25 hlaup úr Eystri-Skaftárkatli – langflest hafa þau verið töluvert yfir þúsund rúmmetrum á sekúndu í hámarksrennsli. Veður Hlaup í Skaftá Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
Skaftárhlaup er hafið og er búist við að flóðavatnið nái undan jökli seint á morgun eða á fimmtudag. Sagan kennir að búast megi við stóru flóði. Aldrei hefur áður liðið svo langur tími á milli flóða úr Eystri-Skaftárkatli. Snorri Zóphóníasson, hjá Veðurstofu Íslands, segir að íshellan yfir katlinum í vestanverðum Vatnajökli hafi tekið að síga hratt um miðnætti aðfaranótt sunnudags. Þó svo að Skaftá sé enn eins og hún á að sér, geti ekkert skýrt fallið í jöklinum annað en hlaup úr eystri katlinum. Hlaup úr honum var síðast í júní 2010, en þau eru alltaf mun stærri en þegar hleypur úr þeim vestari. Snorri bendir á að fram til þessa hafi aldrei liðið lengri tími en 36 mánuðir á milli hlaupa úr eystri katlinum. Það þarf þó ekki að þýða að hlaupið verði óvenju stórt, heldur bendi frekar til þess að jarðhitavirkni undir jöklinum sé minni en löngum fyrr og vatnssöfnunin hafi því tekið lengri tíma en þekkt er til þessa. Íshellan hefur heldur ekki risið afgerandi mikið meira en fyrir fyrri hlaup. „Við höfum undrast að vatnið skyldi ekki koma, satt að segja. En við höfum engin gögn um það að hlaupið verði stórt, en hins vegar hefur langt hlé til þessa þýtt stórt hlaup,“ segir Snorri sem bætir við að það sé hugsanlegt að meira vatn sé í katlinum en áður – ef hann er t.d. orðinn víðari en þekkt var áður. Þegar hlaupaannáll er skoðaður má sjá að síðan 1955 hafa komið 25 hlaup úr Eystri-Skaftárkatli – langflest hafa þau verið töluvert yfir þúsund rúmmetrum á sekúndu í hámarksrennsli.
Veður Hlaup í Skaftá Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira