Sækjum bestu ráð Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 10. október 2015 08:00 Það liggur fyrir hver bráðavandinn er í ferðaþjónustunni – innviðirnir eru lasburða. Það vantar bílastæði, göngustíga og salerni. Greinin hefur þegar slitið barnsskónum. Hún skilar þegar þeim gjöldum sem þarf til að ráðast í brýnar framkvæmdir nú þegar. En viðbrögð við bráðavandanum hrökkva skammt. Hér þarf að marka stefnu, horfa áratugi fram í tímann. Ekki er sjálfgefið að við eigum að sækjast eftir sem flestum ferðamönnum. Við þurfum færasta fagfólk til að hjálpa okkur að finna út hvað við viljum – og hvað er raunhæft. Það er verkefni fyrir viðurkennda alþjóðlega ráðgjafa. Til að finna þá þarf að leita lengra en í félagatalið í Valhöll. Víða má sækja fyrirmyndir. Galapagoseyjar í Kyrrahafi eru paradís náttúruunnenda. Heimafólk kann að umgangast viðkvæma náttúruna og krefst þess sama af gestkomandi. Færri komast að en vilja. Þar sem landið er viðkvæmast eru fjöldatakmarkanir. Enginn stígur niður fæti nema í fylgd þrautþjálfaðra leiðsögumanna – eftir námskeið um landið og lífríkið. Höfðað er til gesta, sem bera virðingu fyrir náttúrunni. Annað land, sem líta mætti til, er Namibía. Það er strjálbýlla en Ísland en ekki síður harðbýlt að sumu leyti. Veðurfar er öfgakennt, kæfandi hitar og gífurlegt úrhelli á regntímanum. Þar blómstrar mjög ábatasamur ferðamannaiðnaður, sem byggist á virðingu fyrir landinu og dýralífinu. Úti á berangri eyðimerkur hafa verið reist gistihús, sem falla vel að hrjóstrugu umhverfinu. Þau eru fjölbreytt, flest með afrísku yfirbragði en nútímaþægindum. Hér mætti með líku lagi hugsa sér útgáfu af torfbæjum, sem verða eins og hólar og hæðir í landslaginu – eða eitthvað allt annað, sem kunnáttufólki kann að detta í hug. Raflínur og hraðbrautir mega ekki sjást. Samtala landsmanna og ferðamanna á Íslandi er þrír og hálfur einstaklingur á ferkílómetra um háannatímann. Danir eru 132 á ferkílómetra – búa fjörutíu sinnum þéttar en við. Ýkjulítið má segja að Ísland sé land án fólks, meira að segja þegar mest gengur á. Þess vegna eru innviðirnir rýrir. Á því má ráða bót með góðu skipulagi. Við eigum ekki að hika við að leita bestu ráða sem völ er á, hvar sem þau er að finna. Í marga áratugi eyddum við fúlgum fjár í að auglýsa paradís fyrir orkufrekan iðnað. Hér störfuðu markaðsskrifstofur og stóriðjunefndir, sem fóru um lönd og álfur til að laða að stóriðjufyrirtæki. Þau fengu afslætti og gylliboð. Oftast sneru sölumennirnir þó heim með öngulinn í rassinum. Nú er öldin önnur. Ferðamennirnir eru æstir í að koma hingað og fátt bendir til að lát sé á. Þá ríður á að vanda sig. Fréttir vikunnar um nýja ríkisstofnun, Stjórnstöð ferðamála, með handvöldum forstjóra, lofa ekki góðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Skoðun Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun
Það liggur fyrir hver bráðavandinn er í ferðaþjónustunni – innviðirnir eru lasburða. Það vantar bílastæði, göngustíga og salerni. Greinin hefur þegar slitið barnsskónum. Hún skilar þegar þeim gjöldum sem þarf til að ráðast í brýnar framkvæmdir nú þegar. En viðbrögð við bráðavandanum hrökkva skammt. Hér þarf að marka stefnu, horfa áratugi fram í tímann. Ekki er sjálfgefið að við eigum að sækjast eftir sem flestum ferðamönnum. Við þurfum færasta fagfólk til að hjálpa okkur að finna út hvað við viljum – og hvað er raunhæft. Það er verkefni fyrir viðurkennda alþjóðlega ráðgjafa. Til að finna þá þarf að leita lengra en í félagatalið í Valhöll. Víða má sækja fyrirmyndir. Galapagoseyjar í Kyrrahafi eru paradís náttúruunnenda. Heimafólk kann að umgangast viðkvæma náttúruna og krefst þess sama af gestkomandi. Færri komast að en vilja. Þar sem landið er viðkvæmast eru fjöldatakmarkanir. Enginn stígur niður fæti nema í fylgd þrautþjálfaðra leiðsögumanna – eftir námskeið um landið og lífríkið. Höfðað er til gesta, sem bera virðingu fyrir náttúrunni. Annað land, sem líta mætti til, er Namibía. Það er strjálbýlla en Ísland en ekki síður harðbýlt að sumu leyti. Veðurfar er öfgakennt, kæfandi hitar og gífurlegt úrhelli á regntímanum. Þar blómstrar mjög ábatasamur ferðamannaiðnaður, sem byggist á virðingu fyrir landinu og dýralífinu. Úti á berangri eyðimerkur hafa verið reist gistihús, sem falla vel að hrjóstrugu umhverfinu. Þau eru fjölbreytt, flest með afrísku yfirbragði en nútímaþægindum. Hér mætti með líku lagi hugsa sér útgáfu af torfbæjum, sem verða eins og hólar og hæðir í landslaginu – eða eitthvað allt annað, sem kunnáttufólki kann að detta í hug. Raflínur og hraðbrautir mega ekki sjást. Samtala landsmanna og ferðamanna á Íslandi er þrír og hálfur einstaklingur á ferkílómetra um háannatímann. Danir eru 132 á ferkílómetra – búa fjörutíu sinnum þéttar en við. Ýkjulítið má segja að Ísland sé land án fólks, meira að segja þegar mest gengur á. Þess vegna eru innviðirnir rýrir. Á því má ráða bót með góðu skipulagi. Við eigum ekki að hika við að leita bestu ráða sem völ er á, hvar sem þau er að finna. Í marga áratugi eyddum við fúlgum fjár í að auglýsa paradís fyrir orkufrekan iðnað. Hér störfuðu markaðsskrifstofur og stóriðjunefndir, sem fóru um lönd og álfur til að laða að stóriðjufyrirtæki. Þau fengu afslætti og gylliboð. Oftast sneru sölumennirnir þó heim með öngulinn í rassinum. Nú er öldin önnur. Ferðamennirnir eru æstir í að koma hingað og fátt bendir til að lát sé á. Þá ríður á að vanda sig. Fréttir vikunnar um nýja ríkisstofnun, Stjórnstöð ferðamála, með handvöldum forstjóra, lofa ekki góðu.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun