Jörundur Áki Sveinsson er hættur sem þjálfari Fylkis. Þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net í kvöld.
Jörundur tók við Fylki fyrir tímabilið en Árbæingar enduðu í 6. sæti Pepsi-deildar kvenna í sumar og komst í undanúrslit Borgunarbikarsins þar sem liðið tapaði fyrir Stjörnunni.
Þar á undan stýrði Jörundur karlaliði BÍ/Bolungarvíkur í 1. deild og var nálægt því að koma liðinu upp í Pepsi-deildina 2013.
Hann hefur einnig stýrt kvennaliðum Breiðabliks og Stjörnunnar og þá var hann þjálfari kvennalandsliðsins um tíma.
Jörundur hættur hjá Fylki
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
