Bjarni: Indriði er KR-ingur og við viljum hafa KR-inga í liðinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. október 2015 16:31 „Ég er mjög sáttur,“ sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, við Vísi í KR-heimilinu um liðsstyrkinn sem vesturbæjarliðið fékk í dag. Indriði Sigurðsson er kominn heim eftir 16 ára atvinnumennsku, en hann skrifaði undir tveggja ára samning við uppeldisfélagið.Sjá einnig:Bjarni: Gary Martin er ekki að fara neitt „Indriði á nóg eftir þó hann sé að koma heim úr atvinnumennskunni. Hann er fullur af metnaði fyrir félagið og fyrir sjálfan sig,“ sagði Bjarni. „Fyrir utan völlinn er hann leiðtogi og mikill karakter. Svo er hann náttúrlega KR-ingur. Það er mikill fengur fyrir félagið að fá Indriða í félagið á þessum tímapunkti á hans ferli.“Indriði kominn í KR-búninginn.vísir/vilhelmGerir aðra betri Indriði hefur spilað með Viking í Stavanger undanfarin sjö ár og verið fyrirliði liðsins frá 2011. Hann segist sjálfur að síðustu þrjú ár hafa verið hans bestu í atvinnumennskunni. „Hann er búinn að vera mjög góður og hefði getað verið áfram úti. Við fögnum því að hann ákvað að koma heim. Það skín ekki alltaf í gegn hversu góður Indriði er, en hann gerir leikmenn í kringum sig betri,“ sagði Bjarni.Sjá einnig:Indriði: Næ leikjafjölda pabba eftir svona ellefu ár „Þetta er hæfileiki sem ekki margir hafa en Indriði hefur það,“ sagði Bjarni, en Indriði kemur líka með mikla reynslu inn í klefann og ætti að gera KR-liðinu mikið utan vallar. „Við lítum fyrst og fremst á Indriða sem leikmann en hitt skiptir miklu máli. Hann er karakter, hefur leiðtogahæfileika og er ákveðið stál. Svona menn eru ekki á hverju strái og svo viljum við líka hafa KR-inga í liðinu. Þetta er allt saman mjög jákvætt.“Jacob Schoop má líta í kringum sig.vísir/stefánBergsveinn talið sig fá að spila meira hjá FH Er frekari frétta að vænta af leikmannamálum KR? „Við erum að reyna að vinna í leikmannamálunum innanbúðar fyrst áður en við förum að líta í kringum okkur. Við vorum mjög ánægðir með hópinn okkar í sumar. Hann var ekki of stór en gæðin mikil,“ sagði Bjarni. „Það eru spurningamerki samt. Jacob má skoða önnur lið í janúar til dæmis þannig við vitum ekki alveg hvernig veturinn fer.“ KR spilaði á Rasmus Christiansen og Skúla Jóni Friðgeirssyni sem miðvarðapari í sumar. Þarf annar þeirra að fara nú þegar Indriði er kominn? „Við erum að fá mjög sterkan miðvörð inn. Sem þjálfari vill maður hafa hópinn sem breiðastan og sterkastan til að takast á við það sem gerist yfir sumartímann. Það fer samt ekki alltaf saman hvað þjálfarinn vill og hvað stjórnin treystir sér að gera fyrir félagið. Það er eitthvað sem við skoðum í framhaldi af þessu,“ sagði Bjarni. Bergsveinn Ólafsson var leikmaður sem KR reyndi að fá, en hann valdi að fara til FH og samdi við Íslandsmeistarana í gær. Var sárt að missa af honum? „Nei, við ræddum við hann eins og við höfum gert við aðra leikmenn áður. Hann ákvað að fara í FH og taldi væntanlega líklegra að hann fengi að spila þar en hér. Við óskum honum bara til hamingju með það sem hann er að gera,“ sagði Bjarni Guðjónsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Sjá meira
„Ég er mjög sáttur,“ sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, við Vísi í KR-heimilinu um liðsstyrkinn sem vesturbæjarliðið fékk í dag. Indriði Sigurðsson er kominn heim eftir 16 ára atvinnumennsku, en hann skrifaði undir tveggja ára samning við uppeldisfélagið.Sjá einnig:Bjarni: Gary Martin er ekki að fara neitt „Indriði á nóg eftir þó hann sé að koma heim úr atvinnumennskunni. Hann er fullur af metnaði fyrir félagið og fyrir sjálfan sig,“ sagði Bjarni. „Fyrir utan völlinn er hann leiðtogi og mikill karakter. Svo er hann náttúrlega KR-ingur. Það er mikill fengur fyrir félagið að fá Indriða í félagið á þessum tímapunkti á hans ferli.“Indriði kominn í KR-búninginn.vísir/vilhelmGerir aðra betri Indriði hefur spilað með Viking í Stavanger undanfarin sjö ár og verið fyrirliði liðsins frá 2011. Hann segist sjálfur að síðustu þrjú ár hafa verið hans bestu í atvinnumennskunni. „Hann er búinn að vera mjög góður og hefði getað verið áfram úti. Við fögnum því að hann ákvað að koma heim. Það skín ekki alltaf í gegn hversu góður Indriði er, en hann gerir leikmenn í kringum sig betri,“ sagði Bjarni.Sjá einnig:Indriði: Næ leikjafjölda pabba eftir svona ellefu ár „Þetta er hæfileiki sem ekki margir hafa en Indriði hefur það,“ sagði Bjarni, en Indriði kemur líka með mikla reynslu inn í klefann og ætti að gera KR-liðinu mikið utan vallar. „Við lítum fyrst og fremst á Indriða sem leikmann en hitt skiptir miklu máli. Hann er karakter, hefur leiðtogahæfileika og er ákveðið stál. Svona menn eru ekki á hverju strái og svo viljum við líka hafa KR-inga í liðinu. Þetta er allt saman mjög jákvætt.“Jacob Schoop má líta í kringum sig.vísir/stefánBergsveinn talið sig fá að spila meira hjá FH Er frekari frétta að vænta af leikmannamálum KR? „Við erum að reyna að vinna í leikmannamálunum innanbúðar fyrst áður en við förum að líta í kringum okkur. Við vorum mjög ánægðir með hópinn okkar í sumar. Hann var ekki of stór en gæðin mikil,“ sagði Bjarni. „Það eru spurningamerki samt. Jacob má skoða önnur lið í janúar til dæmis þannig við vitum ekki alveg hvernig veturinn fer.“ KR spilaði á Rasmus Christiansen og Skúla Jóni Friðgeirssyni sem miðvarðapari í sumar. Þarf annar þeirra að fara nú þegar Indriði er kominn? „Við erum að fá mjög sterkan miðvörð inn. Sem þjálfari vill maður hafa hópinn sem breiðastan og sterkastan til að takast á við það sem gerist yfir sumartímann. Það fer samt ekki alltaf saman hvað þjálfarinn vill og hvað stjórnin treystir sér að gera fyrir félagið. Það er eitthvað sem við skoðum í framhaldi af þessu,“ sagði Bjarni. Bergsveinn Ólafsson var leikmaður sem KR reyndi að fá, en hann valdi að fara til FH og samdi við Íslandsmeistarana í gær. Var sárt að missa af honum? „Nei, við ræddum við hann eins og við höfum gert við aðra leikmenn áður. Hann ákvað að fara í FH og taldi væntanlega líklegra að hann fengi að spila þar en hér. Við óskum honum bara til hamingju með það sem hann er að gera,“ sagði Bjarni Guðjónsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti