Menning

Haust í hádeginu Akureyri

Magnús Guðmundsson skrifar
Frá opnun sýningarinnar haust í Listasafni Akureyrar.
Frá opnun sýningarinnar haust í Listasafni Akureyrar.
Haustsýningar voru lengi fastur liður í sýningarhaldi bæði hér á landi og erlendis og lifa víða góðu lífi enn. Á Haustsýningu Listasafnsins á Akureyri er nú tekin upp sú góða hefð að sýna hvað listamenn á svæðinu eru að fást við.

Sýningin endurspeglar þá fjölbreyttu flóru myndlistar sem unnið er að á Norðurlandi. Efnistök, hugmyndir og aðferðir eru ólík og hér gefur að líta teikningar, málverk, skúlptúra, myndbandsverk, bókverk, ljósmyndaverk og textílverk svo eitthvað sé nefnt.

Á sýningunni fáum við innsýn í það sem 30 myndlistarmenn hafa unnið að síðustu misserin. Sumt kemur vonandi á óvart en annað kannast einhverjir, sem eru duglegir að fara á sýningar, betur við. Allir eiga listamennirnir það sameiginlegt að tengjast Norðurlandi á einn eða annan hátt. En er það fleira sem sameinar þessa listamenn? Eða er eitthvað eitt sem hægt er að sjá sem rauðan þráð í gegnum öll verkin? Hvað einkennir norðlenska myndlist?

Í dag kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á leiðsögn um samsýninguna Haust í Listasafninu á Akureyri, en þar sýna 30 norðlenskir listamenn. Hlynur Hallsson safnstjóri og Björg Eiríksdóttir listakona munu taka á móti gestum og fræða þá um sýninguna og einstök verk. Aðgangur er ókeypis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×