„Tækifæri fyrir Sigmund Davíð og Bjarna til að eignast fallegan erfðagrip“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. október 2015 21:15 Myndirnar eru í góðri stærð og ættu að geta prýtt hvaða heimili sem er. Gilbert Sigurðsson Ýrr Baldursdóttir, tattoo- og airbrush meistari, hefur málað tvær myndir af oddvitum ríkisstjórnarinnar, þeim Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra. Ætlunin er að selja myndirnar og safna peningum til styrktar Barnaspítala Hringsins.Sigmundur Davíð nýtur sín vel á striga.Ýrr BaldursdóttirÞeir félagar fá forkaupsrétt af málverkunum og segir Ýrr að það sé nú bara sanngjarnt enda séu myndirnar af þeim. Aðspurð að því hvað hafi orðið til þess að Sigmundur Davíð og Bjarni hafi orðið fyrir valinu segir Ýrr að hún hafi viljað veita þeim tækifæri á að gera góðverk. „Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá að láta gott af sér leiða. Þeir fá þá kannski plús í kladdann ffá þjóðinni enda eru þeir ekki í öfundsverðri stöðu. Svo er þetta auðvitað tækifæri fyrir Sigmund Davíð og Bjarna að eignast fallegan erfðagrip.“ Markmiðið er að safna peningum fyrir Barnaspítala Hringsins og langveik börn en helmingur söluandvirðis hverrar myndar mun renna til spítalans. Ýrr ætlar sér að mála fleiri myndir og segir ekki ólíklegt að öll ríkisstjórnin verði máluð áður en yfir lýkur.Það gerir Bjarni líka.Ýrr BaldursdóttirÆtlar að verða í bandi við Bjarna og Sigmund „Við ætlum að að safna einni milljón króna fyrir Barnaspítalann og langveik börn þannig að við ætlum að mála fleiri myndir. Kannski tökum við bara alla ríkisstjórnina? Það er full þörf á því að safna fyrir spítalann og það væri nú ekki leiðinlegt fyrir okkur og þá að geta komið með eina milljón fyrir tækjakaup og annað slíkt.“ Ýrr segir að hún muni setja sig í samband við Sigmund Davíð og Bjarna til þess að bjóða þeim myndirnar til sölu en hafni þeir því fari myndirnar í almenna sölu þar sem hver sem er geti keypt þær. Nú er stóra spurningin hvort að þeir muni láta verða af slíkri fjárfestingu en ekki er langt síðan Bjarni og Sigmundur Davíð sátu fyrir sem Spock og Kafteinn Kirk á ljósmynd til styrktar Bleiku slaufunni en sú mynd var seld fyrir 900.000 krónur. Tengdar fréttir Býður 650 þúsund í myndina af Bjarna og Sigmundi Búið er að bjóða 650 þúsund krónur í mynd þar sem þeir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sitja fyrir. 10. október 2013 10:36 Vill borga 900 þúsund krónur fyrir myndina af Bjarna Ben og Sigmundi - Fjórar milljónir safnast í heildina "Þetta er hæsta boðið á uppboðinu en næst á eftir þessu kom landsliðstreyjan sem fór á 650 þúsund,“ segir Sandra Sif Morthens, markaðsstjóri Krabbameinsfélags Íslands. "Í heildina söfnuðust yfir fjórar milljónir í uppboðunum.“ 13. október 2013 12:48 Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Gurrý selur slotið Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Fleiri fréttir Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Sjá meira
Ýrr Baldursdóttir, tattoo- og airbrush meistari, hefur málað tvær myndir af oddvitum ríkisstjórnarinnar, þeim Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra. Ætlunin er að selja myndirnar og safna peningum til styrktar Barnaspítala Hringsins.Sigmundur Davíð nýtur sín vel á striga.Ýrr BaldursdóttirÞeir félagar fá forkaupsrétt af málverkunum og segir Ýrr að það sé nú bara sanngjarnt enda séu myndirnar af þeim. Aðspurð að því hvað hafi orðið til þess að Sigmundur Davíð og Bjarni hafi orðið fyrir valinu segir Ýrr að hún hafi viljað veita þeim tækifæri á að gera góðverk. „Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá að láta gott af sér leiða. Þeir fá þá kannski plús í kladdann ffá þjóðinni enda eru þeir ekki í öfundsverðri stöðu. Svo er þetta auðvitað tækifæri fyrir Sigmund Davíð og Bjarna að eignast fallegan erfðagrip.“ Markmiðið er að safna peningum fyrir Barnaspítala Hringsins og langveik börn en helmingur söluandvirðis hverrar myndar mun renna til spítalans. Ýrr ætlar sér að mála fleiri myndir og segir ekki ólíklegt að öll ríkisstjórnin verði máluð áður en yfir lýkur.Það gerir Bjarni líka.Ýrr BaldursdóttirÆtlar að verða í bandi við Bjarna og Sigmund „Við ætlum að að safna einni milljón króna fyrir Barnaspítalann og langveik börn þannig að við ætlum að mála fleiri myndir. Kannski tökum við bara alla ríkisstjórnina? Það er full þörf á því að safna fyrir spítalann og það væri nú ekki leiðinlegt fyrir okkur og þá að geta komið með eina milljón fyrir tækjakaup og annað slíkt.“ Ýrr segir að hún muni setja sig í samband við Sigmund Davíð og Bjarna til þess að bjóða þeim myndirnar til sölu en hafni þeir því fari myndirnar í almenna sölu þar sem hver sem er geti keypt þær. Nú er stóra spurningin hvort að þeir muni láta verða af slíkri fjárfestingu en ekki er langt síðan Bjarni og Sigmundur Davíð sátu fyrir sem Spock og Kafteinn Kirk á ljósmynd til styrktar Bleiku slaufunni en sú mynd var seld fyrir 900.000 krónur.
Tengdar fréttir Býður 650 þúsund í myndina af Bjarna og Sigmundi Búið er að bjóða 650 þúsund krónur í mynd þar sem þeir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sitja fyrir. 10. október 2013 10:36 Vill borga 900 þúsund krónur fyrir myndina af Bjarna Ben og Sigmundi - Fjórar milljónir safnast í heildina "Þetta er hæsta boðið á uppboðinu en næst á eftir þessu kom landsliðstreyjan sem fór á 650 þúsund,“ segir Sandra Sif Morthens, markaðsstjóri Krabbameinsfélags Íslands. "Í heildina söfnuðust yfir fjórar milljónir í uppboðunum.“ 13. október 2013 12:48 Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Gurrý selur slotið Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Fleiri fréttir Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Sjá meira
Býður 650 þúsund í myndina af Bjarna og Sigmundi Búið er að bjóða 650 þúsund krónur í mynd þar sem þeir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sitja fyrir. 10. október 2013 10:36
Vill borga 900 þúsund krónur fyrir myndina af Bjarna Ben og Sigmundi - Fjórar milljónir safnast í heildina "Þetta er hæsta boðið á uppboðinu en næst á eftir þessu kom landsliðstreyjan sem fór á 650 þúsund,“ segir Sandra Sif Morthens, markaðsstjóri Krabbameinsfélags Íslands. "Í heildina söfnuðust yfir fjórar milljónir í uppboðunum.“ 13. október 2013 12:48