Markmiðið að kynna íslenska tónlist fyrir útlendingum Gunnar Leó Pálsson skrifar 8. október 2015 09:30 Bjarni Lárus Hall bregður sér í skemmtilegt dulargervi í þáttunum 3rd Degree en þar minnir hann helst á einkaspæjara, sem reynir að leysa hinar ýmsu ráðgátur tengdar listamönnunum. Vísir/Pjetur Þessi vettvangur er aðallega hugsaður til þess að kynna íslenska tónlist fyrir útlendingum,“ segir Bjarni Lárus Hall, betur þekktur sem Baddi í Jeff Who? Hann, ásamt þeim Jóni Atla Guðjónssyni og Skúla Helga Sigurgíslasyni, stendur á bak við nýjan vettvang sem ber nafnið Music Reach og hefur það að markmiði að kynna íslenska tónlist. Music Reach er í formi sjónvarpsstöðvar sem er aðallega hugsuð fyrir útlendinga sem vilja fræðast um og uppgötva íslenska tónlist. Hagsmunir íslenskra tónlistarmanna eru þó hafðir að leiðarljósi þar sem tekjur stöðvarinnar skiptast að megninu til niður á listamennina. „Stöðin er bæði á OZ-inu og á netinu og er áskriftarstöð og tekjur stöðvarinnar skiptast að mestu leyti milli listamannanna,“ segir Baddi. Hann segir stöðina ekki vera með neina sérstaka fyrirmynd. „Við erum í rauninni ekki með neina sérstaka fyrirmynd en við viljum fanga íslensku tónlistarsenuna. Spáðu í því ef það hefði verið til svona vettvangur í leit eitís í Seattle þegar grunge-tónlistin var að koma upp, til að fanga tónlistarsenuna. Þess vegna viljum við fanga íslensku senuna sem er svo áhugaverð.“ Spurður út í hvort það sé ekki kostnaðarsamt að fara út í það að opna slíka stöð segir Baddi helsta kostnaðinn vera vinnuna á bak við hana. „Jú og nei, jú af því að við höfum lagt mikla vinnu í að taka upp tónleika á sem bestan hátt, lagt mikla vinnu og tækjabúnað í þetta, og nei af því að á OZ-platforminu getur hver sem er búið til sína eigin stöð vopnaður einum iPhone ef honum sýnist, það kostar ekkert að opna stöðina.“ Á stöðinni eru Baddi og félagar með þátt sem nefnist 3rd Degree, þar sem íslenskir listamenn eru spurðir spjörunum úr. Þátturinn er unninn í samstarfi við Icelandair. „Þetta er svona „ask me anything“ þáttur og draumurinn er að hafa þáttinn í beinni útsendingu en það verður þó ekki fyrr en í seríu tvö,“ segir Baddi, sem er jafnframt umsjónarmaður þáttarins. Áhorfendur geta þar spurt listamennina að því sem þeir vilja vita. „Við látum fólk senda inn spurningar sem ég les svo fyrir listamanninn.“ Nú þegar hafa tveir íslenskir listamenn komið fram í þættinum, þau Salka Sól Eyfeld úr hljómsveitinni AmabAdamA og Haukur Heiðar Hauksson úr Diktu. „Þátturinn með Sölku er eini þátturinn sem er alveg tilbúinn en þátturinn með Hauki er að verða tilbúinn. Næstir á dagskrá hjá okkur eru Pink Street Boys.“ Fyrir utan stanslausa tónlist og 3rd Degree verða á stöðinni plötukynningar. „Við ætlum að fá íslenska tónlistarmenn til þess að fjalla um sínar uppáhaldsplötur.“ Gert er ráð fyrir að Music Reach verði komin á fullt í kringum Iceland Airwaves-hátíðina í byrjun nóvember. „Það eru spennandi hlutir fram undan í samstarfi með Iceland Airwaves sem koma enn frekar í ljós á næstu dögum,“ segir Baddi. Tónlist Mest lesið Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Fleiri fréttir Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Sjá meira
Þessi vettvangur er aðallega hugsaður til þess að kynna íslenska tónlist fyrir útlendingum,“ segir Bjarni Lárus Hall, betur þekktur sem Baddi í Jeff Who? Hann, ásamt þeim Jóni Atla Guðjónssyni og Skúla Helga Sigurgíslasyni, stendur á bak við nýjan vettvang sem ber nafnið Music Reach og hefur það að markmiði að kynna íslenska tónlist. Music Reach er í formi sjónvarpsstöðvar sem er aðallega hugsuð fyrir útlendinga sem vilja fræðast um og uppgötva íslenska tónlist. Hagsmunir íslenskra tónlistarmanna eru þó hafðir að leiðarljósi þar sem tekjur stöðvarinnar skiptast að megninu til niður á listamennina. „Stöðin er bæði á OZ-inu og á netinu og er áskriftarstöð og tekjur stöðvarinnar skiptast að mestu leyti milli listamannanna,“ segir Baddi. Hann segir stöðina ekki vera með neina sérstaka fyrirmynd. „Við erum í rauninni ekki með neina sérstaka fyrirmynd en við viljum fanga íslensku tónlistarsenuna. Spáðu í því ef það hefði verið til svona vettvangur í leit eitís í Seattle þegar grunge-tónlistin var að koma upp, til að fanga tónlistarsenuna. Þess vegna viljum við fanga íslensku senuna sem er svo áhugaverð.“ Spurður út í hvort það sé ekki kostnaðarsamt að fara út í það að opna slíka stöð segir Baddi helsta kostnaðinn vera vinnuna á bak við hana. „Jú og nei, jú af því að við höfum lagt mikla vinnu í að taka upp tónleika á sem bestan hátt, lagt mikla vinnu og tækjabúnað í þetta, og nei af því að á OZ-platforminu getur hver sem er búið til sína eigin stöð vopnaður einum iPhone ef honum sýnist, það kostar ekkert að opna stöðina.“ Á stöðinni eru Baddi og félagar með þátt sem nefnist 3rd Degree, þar sem íslenskir listamenn eru spurðir spjörunum úr. Þátturinn er unninn í samstarfi við Icelandair. „Þetta er svona „ask me anything“ þáttur og draumurinn er að hafa þáttinn í beinni útsendingu en það verður þó ekki fyrr en í seríu tvö,“ segir Baddi, sem er jafnframt umsjónarmaður þáttarins. Áhorfendur geta þar spurt listamennina að því sem þeir vilja vita. „Við látum fólk senda inn spurningar sem ég les svo fyrir listamanninn.“ Nú þegar hafa tveir íslenskir listamenn komið fram í þættinum, þau Salka Sól Eyfeld úr hljómsveitinni AmabAdamA og Haukur Heiðar Hauksson úr Diktu. „Þátturinn með Sölku er eini þátturinn sem er alveg tilbúinn en þátturinn með Hauki er að verða tilbúinn. Næstir á dagskrá hjá okkur eru Pink Street Boys.“ Fyrir utan stanslausa tónlist og 3rd Degree verða á stöðinni plötukynningar. „Við ætlum að fá íslenska tónlistarmenn til þess að fjalla um sínar uppáhaldsplötur.“ Gert er ráð fyrir að Music Reach verði komin á fullt í kringum Iceland Airwaves-hátíðina í byrjun nóvember. „Það eru spennandi hlutir fram undan í samstarfi með Iceland Airwaves sem koma enn frekar í ljós á næstu dögum,“ segir Baddi.
Tónlist Mest lesið Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Fleiri fréttir Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Sjá meira