Handtekinn með teikningu af kjarnorkusprengju Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2015 11:00 Rannsókn AP fréttaveitunnar leiddi í ljós fjögur tilvik á fimm árum þar sem meðlimir glæpasamtaka í Moldóvu voru gómaðir af lögreglumönnum og meðlimum alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, við það að reyna að selja geislavirk efni. Glæpasamtök sem starfa innan landamæra fyrrverandi Sovétríkjanna reka svartan markað fyrir geislavirk efni. Þau efni væri hægt að nota til að framleiða frumstæðar kjarnorkusprengjur. Vitað er til þess að samtökin hafi reynt að selja efnin til öfgasamtaka í Mið-Austurlöndum. Þar með talin eru samtökin sem kallast Íslamskt ríki.Rannsókn AP fréttaveitunnar leiddi í ljós fjögur tilvik á fimm árum þar sem meðlimir glæpasamtaka í Moldóvu voru gómaðir af lögreglumönnum og meðlimum alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, við það að reyna að selja geislavirk efni. Forsvarsmenn glæpasamtakanna hafa þó komist undan aðgerðum lögreglu. Þeir sem voru handteknir komust þó undan fangelsisvist og einhverjir þeirra hafa tekið iðjuna upp aftur. „Við getum búist við fleiri svona málum. Svo lengi sem smyglarar telja sig geta grætt verulega án þess að vera gómaðir, munu þeir halda áfram,“ segir Constantin Malic, sem kom að rannsókn allra málanna fjögurra.Meðal þess sem AP fréttaveitan fylgdist með var handtaka manns, nú í febrúar, sem reyndi að selja leynilögreglumanni efnið Sesíum 135. Hann er sagður hafa boðið gífurlegt magn efnisins til sölu, sem hægt væri að nota til að gera hluta borgar geislavirkan. Hins vegar kom í ljós við greiningu efnisins að hann hafði fegrað sannleikann og að það væri ekki nægilega geislavirkt til að nota í svokallaða „dirty bomb“. Alvarlegasta málið kom upp vorið 2011. Þá komust lögreglumenn á snoðir um að samtök sem stýrt var af Alexandr Agheenco, voru að reyna að selja úran 235. Lögreglan í Moldóvu telur að Agheenco, sem var kallaður Ofurstinn, hafi starfað fyrir FSB, leyniþjónustu Rússlands, sem áður hét KGB. Uppljóstrari lögreglunnar náði því á upptöku þegar sendiboði Ofurstans sagði það mikilvægt að úran „færi til arabanna“. Því þeir myndu beita því gegn Bandaríkjunum. Lögreglan handtók sendiboða Ofurstans sem var með teikningar að frumstæðri kjarnorkusprengju á sér, eftir að hann lét þá hafa sýni af úran. Ofurstinn komst hins vegar undan og ekki er vitað hvort hann hafi aðgang að meira úrani. Moldóva Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Sjá meira
Glæpasamtök sem starfa innan landamæra fyrrverandi Sovétríkjanna reka svartan markað fyrir geislavirk efni. Þau efni væri hægt að nota til að framleiða frumstæðar kjarnorkusprengjur. Vitað er til þess að samtökin hafi reynt að selja efnin til öfgasamtaka í Mið-Austurlöndum. Þar með talin eru samtökin sem kallast Íslamskt ríki.Rannsókn AP fréttaveitunnar leiddi í ljós fjögur tilvik á fimm árum þar sem meðlimir glæpasamtaka í Moldóvu voru gómaðir af lögreglumönnum og meðlimum alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, við það að reyna að selja geislavirk efni. Forsvarsmenn glæpasamtakanna hafa þó komist undan aðgerðum lögreglu. Þeir sem voru handteknir komust þó undan fangelsisvist og einhverjir þeirra hafa tekið iðjuna upp aftur. „Við getum búist við fleiri svona málum. Svo lengi sem smyglarar telja sig geta grætt verulega án þess að vera gómaðir, munu þeir halda áfram,“ segir Constantin Malic, sem kom að rannsókn allra málanna fjögurra.Meðal þess sem AP fréttaveitan fylgdist með var handtaka manns, nú í febrúar, sem reyndi að selja leynilögreglumanni efnið Sesíum 135. Hann er sagður hafa boðið gífurlegt magn efnisins til sölu, sem hægt væri að nota til að gera hluta borgar geislavirkan. Hins vegar kom í ljós við greiningu efnisins að hann hafði fegrað sannleikann og að það væri ekki nægilega geislavirkt til að nota í svokallaða „dirty bomb“. Alvarlegasta málið kom upp vorið 2011. Þá komust lögreglumenn á snoðir um að samtök sem stýrt var af Alexandr Agheenco, voru að reyna að selja úran 235. Lögreglan í Moldóvu telur að Agheenco, sem var kallaður Ofurstinn, hafi starfað fyrir FSB, leyniþjónustu Rússlands, sem áður hét KGB. Uppljóstrari lögreglunnar náði því á upptöku þegar sendiboði Ofurstans sagði það mikilvægt að úran „færi til arabanna“. Því þeir myndu beita því gegn Bandaríkjunum. Lögreglan handtók sendiboða Ofurstans sem var með teikningar að frumstæðri kjarnorkusprengju á sér, eftir að hann lét þá hafa sýni af úran. Ofurstinn komst hins vegar undan og ekki er vitað hvort hann hafi aðgang að meira úrani.
Moldóva Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Sjá meira