Jöklabreytingar ógna brú á hringveginum Kristján Már Unnarsson skrifar 6. október 2015 22:15 Bændur í Álftaveri óttast að brúna yfir Skálm á Mýrdalssandi geti tekið af. Áin hefur margfaldast eftir að kvíslar úr öðrum ám tóku að renna í hana. Áin Skálm við Álftaver hefur þar til í sumar þótt tiltölulega meinlítil bergvatnsá. En núna er hún gjörbreytt, búin að tvö- til þrefaldast að stærð og orðin leirbrúnt jökulfljót. Skálm hefur í vatnavöxtum síðustu daga náð uppundir brúarbitana.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Skýringanna er þó hvorki að leita til Skaftárhlaups né vatnavaxta síðustu daga heldur til breytinga við rætur Mýrdalsjökuls. Kvíslar undan jöklinum sem áður runnu í Múlakvísl og Leirá renna nú um farveg Skálmar. Bændum í Álftaveri lýst ekki á blikuna. „Hún brýtur óhemjulega mikið land, bæði hérna ofan vegar og eins er hún að hlaða undir sig hérna neðan vegar líka sem veldur því að það hækkar á þeim varnargörðum sem þó eru fyrir og verja byggðina,“ segir Jóhannes Gissurarson, bóndi á Herjólfsstöðum, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Breytingar við austurjaðar Mýrdalsjökuls valda því að kvíslar úr Múlakvísl og Leirá renna nú í Skálm.Grafík/Tótla. Mestar áhyggjur eru þó af sjálfri Skálmarbrú, sem er á hringveginum, en það er eina samgönguleiðin um héraðið. „Það óneitanlega veldur áhyggjum ef brúna tekur af,“ segir Jóhannes. Raunar má þegar sjá dæmi um skemmdir því við eystri brúarsporðinn hefur áin rofið úr fyllingu í vatnavöxtum síðustu daga. Áin Skálm hefur breyst úr meinlítilli bergvatnsá í stærðar jökulfljót.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Múlakvísl er raunar fræg fyrir það að ryðja af sér brúm, síðast fyrir fjórum árum. En er hægt að grípa til varna? „Varðandi Múlakvíslina er í sjálfu sér ekkert að gera. Við ráðum því ekkert hvaðan hún kemur undan jökli,“ svarar Jóhannes. Hann telur annað gilda um Leirá. Henni megi verjast, segir hann, og hvetur til aðgerða. „Maður verður að vona að það verði brugðist við því áður en illa fer. Það hlýtur jú að vera hægara að byggja varnargarða heldur en byggja nýja brú.“ Hlaup í Skaftá Almannavarnir Tengdar fréttir Lega Skaftár talsvert breytt eftir hlaupið Á sumum stöðum hafa sjö til átta metrar af jarðvegi horfið með vatnsflaumnum. 5. október 2015 20:11 Óljóst hvort bændur fái tjón vegna Skaftárhlaups bætt Bóndi á svæðinu furðar sig á því að lög um viðlagatryggingu eigi ekki við um jökulhlaup. 5. október 2015 11:23 Möguleiki að brúin fari í hlaupinu Óttast er að brúin yfir Eldvatn við Ása geti farið í hlaupinu í Skaftá. Henni var lokað um miðjan dag í gær vegna hættu sem skapaðist. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að verulega hafi dregið úr rennsli árinnar. Það sé þó enn mikið og því hætta á að undurstöður brúarinnar gefi sig. 4. október 2015 10:03 Hlaupið séð úr lofti - Myndir Skaftárhlaupið sem nú er í rénum er það langstærsta sem mælingar ná til frá 1955. 4. október 2015 11:49 Rennslið í Skaftá eins og í litlu hlaupi vegna mikillar úrkomu Brúin yfir Eldvatn skammt frá Ytri-Ásum stendur enn en Skaftá hefur grafið mikið undan undirstöðum hennar um helgina og landið sigið vegna hlaupsins í ánni. 5. október 2015 12:28 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Bændur í Álftaveri óttast að brúna yfir Skálm á Mýrdalssandi geti tekið af. Áin hefur margfaldast eftir að kvíslar úr öðrum ám tóku að renna í hana. Áin Skálm við Álftaver hefur þar til í sumar þótt tiltölulega meinlítil bergvatnsá. En núna er hún gjörbreytt, búin að tvö- til þrefaldast að stærð og orðin leirbrúnt jökulfljót. Skálm hefur í vatnavöxtum síðustu daga náð uppundir brúarbitana.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Skýringanna er þó hvorki að leita til Skaftárhlaups né vatnavaxta síðustu daga heldur til breytinga við rætur Mýrdalsjökuls. Kvíslar undan jöklinum sem áður runnu í Múlakvísl og Leirá renna nú um farveg Skálmar. Bændum í Álftaveri lýst ekki á blikuna. „Hún brýtur óhemjulega mikið land, bæði hérna ofan vegar og eins er hún að hlaða undir sig hérna neðan vegar líka sem veldur því að það hækkar á þeim varnargörðum sem þó eru fyrir og verja byggðina,“ segir Jóhannes Gissurarson, bóndi á Herjólfsstöðum, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Breytingar við austurjaðar Mýrdalsjökuls valda því að kvíslar úr Múlakvísl og Leirá renna nú í Skálm.Grafík/Tótla. Mestar áhyggjur eru þó af sjálfri Skálmarbrú, sem er á hringveginum, en það er eina samgönguleiðin um héraðið. „Það óneitanlega veldur áhyggjum ef brúna tekur af,“ segir Jóhannes. Raunar má þegar sjá dæmi um skemmdir því við eystri brúarsporðinn hefur áin rofið úr fyllingu í vatnavöxtum síðustu daga. Áin Skálm hefur breyst úr meinlítilli bergvatnsá í stærðar jökulfljót.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Múlakvísl er raunar fræg fyrir það að ryðja af sér brúm, síðast fyrir fjórum árum. En er hægt að grípa til varna? „Varðandi Múlakvíslina er í sjálfu sér ekkert að gera. Við ráðum því ekkert hvaðan hún kemur undan jökli,“ svarar Jóhannes. Hann telur annað gilda um Leirá. Henni megi verjast, segir hann, og hvetur til aðgerða. „Maður verður að vona að það verði brugðist við því áður en illa fer. Það hlýtur jú að vera hægara að byggja varnargarða heldur en byggja nýja brú.“
Hlaup í Skaftá Almannavarnir Tengdar fréttir Lega Skaftár talsvert breytt eftir hlaupið Á sumum stöðum hafa sjö til átta metrar af jarðvegi horfið með vatnsflaumnum. 5. október 2015 20:11 Óljóst hvort bændur fái tjón vegna Skaftárhlaups bætt Bóndi á svæðinu furðar sig á því að lög um viðlagatryggingu eigi ekki við um jökulhlaup. 5. október 2015 11:23 Möguleiki að brúin fari í hlaupinu Óttast er að brúin yfir Eldvatn við Ása geti farið í hlaupinu í Skaftá. Henni var lokað um miðjan dag í gær vegna hættu sem skapaðist. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að verulega hafi dregið úr rennsli árinnar. Það sé þó enn mikið og því hætta á að undurstöður brúarinnar gefi sig. 4. október 2015 10:03 Hlaupið séð úr lofti - Myndir Skaftárhlaupið sem nú er í rénum er það langstærsta sem mælingar ná til frá 1955. 4. október 2015 11:49 Rennslið í Skaftá eins og í litlu hlaupi vegna mikillar úrkomu Brúin yfir Eldvatn skammt frá Ytri-Ásum stendur enn en Skaftá hefur grafið mikið undan undirstöðum hennar um helgina og landið sigið vegna hlaupsins í ánni. 5. október 2015 12:28 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Lega Skaftár talsvert breytt eftir hlaupið Á sumum stöðum hafa sjö til átta metrar af jarðvegi horfið með vatnsflaumnum. 5. október 2015 20:11
Óljóst hvort bændur fái tjón vegna Skaftárhlaups bætt Bóndi á svæðinu furðar sig á því að lög um viðlagatryggingu eigi ekki við um jökulhlaup. 5. október 2015 11:23
Möguleiki að brúin fari í hlaupinu Óttast er að brúin yfir Eldvatn við Ása geti farið í hlaupinu í Skaftá. Henni var lokað um miðjan dag í gær vegna hættu sem skapaðist. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að verulega hafi dregið úr rennsli árinnar. Það sé þó enn mikið og því hætta á að undurstöður brúarinnar gefi sig. 4. október 2015 10:03
Hlaupið séð úr lofti - Myndir Skaftárhlaupið sem nú er í rénum er það langstærsta sem mælingar ná til frá 1955. 4. október 2015 11:49
Rennslið í Skaftá eins og í litlu hlaupi vegna mikillar úrkomu Brúin yfir Eldvatn skammt frá Ytri-Ásum stendur enn en Skaftá hefur grafið mikið undan undirstöðum hennar um helgina og landið sigið vegna hlaupsins í ánni. 5. október 2015 12:28