Fyrirlestur Ingólfs: Ég er með geðsjúkdóm | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. október 2015 20:55 Ingólfur þótti gríðarlega efnilegur leikmaður á sínum tíma. skjáskot Ingólfur Sigurðsson, leikmaður Víkings Ólafsvíkur, var meðal fyrirlesara á málþingi um andlega líðan íþróttamanna sem var haldið í Háskólanum í Reykjavík í síðasta mánuði. Þar ræddi Ingólfur um baráttu sína við geðsjúkdóma en hann steig fram og greindi upphaflega frá henni í viðtali í Morgunblaðinu vorið 2014. Síðan þá hafa aðrir íþróttamenn fylgt fordæmi Ingólfs og vitundarvakningin um andleg veikindi íþróttamanna hefur aukist til mikilla muna.Sjá einnig: Kvíði og þunglyndi algengari hjá knattspyrnumönnum en almenningi Í fyrirlestrinum ræðir Ingólfur um upphaf veikindanna en þá var hann 14 ára og nýbúinn að semja við hollenska liðið Heerenveen.Gerði lítið annað en að sofa „Þegar geðlæknirinn sagði þetta við mig á sínum tíma átti ég bágt með að trúa þessu,“ segir Ingólfur í upphafi fyrirlestrarins. „Hvernig gat ég, svona flottur gaur, íþróttastrákur, verið með geðsjúkdóm?“ Ingólfur segist að fundið fyrir mikilli breytingu á sér, hann hafi verið þreyttari og orkuminni á æfingum. „Ég verð rosalega hræddur við þessa breytingu og ég veit innst inni að það er eitthvað að mér,“ segir Ingólfur sem ræðir um þær breytingar sem urðu á hans líðan og hegðan. „Ég hætti að fara út úr húsi og get ekki staðið uppréttur heima hjá mér án þess að halda mér í eitthvað, því ég er fastur á því að jafnvægisskynið mitt sé í lamasessi og ég geti ekki staðið uppréttur. Ég hef enga matarlyst og verður allt í einu óglatt. „Það sem ég geri allan daginn er liggja uppi í rúmi og þótt ég liggi þar er heimurinn allur að snúast í kringum mig. Ég sé óskýrt og fæ óraunveruleikatilfinningu sem er viðbjóðsleg tilfinnig. Ég er það illa haldinn að ég vil gera lítið annað en að sofa. Ég sef sennilega meira en ég vaki,“ segir Ingólfur um þennan erfiða tíma.Sagði þjálfaranum að éta skít Ingólfur ræðir einnig um viðbrögðin sem hann fékk frá þjálfurum Heerenveen. „Þjálfarinn minn kemur í heimsókn ásamt yfirþjálfara félagsins og þeir ræða við mig og foreldra mína. Og þar segja þeir, eftir u.þ.b. hálft ár af þessu ástandi, að það sé samdóma álit allra hjá félaginu að ég sé ekki með rétt hugarfar,“ segir Ingólfur um viðbrögð Hollendinganna sem fóru ekki vel í hann. „Ég verð gjörsamlega trylltur og segi þeim að éta skít,“ segir Ingólfur en skömmu eftir þessa uppákomu fékk hann niðurstöðu frá læknum í Hollandi sem fundu ekkert að honum. Hann fór í kjölfarið aftur heim til Íslands. Eftir heimkomuna fór Ingólfur á BUGL, Barna- og unglingageðdeild Landsspítalans, þar sem hann fékk loks greiningu - að hann væri með kvíðaröskun.Fyrirlestur Ingólfs í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Málþing um andlega líðan íþróttamanna - Ingólfur Sigurðsson from ISI on Vimeo. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
Ingólfur Sigurðsson, leikmaður Víkings Ólafsvíkur, var meðal fyrirlesara á málþingi um andlega líðan íþróttamanna sem var haldið í Háskólanum í Reykjavík í síðasta mánuði. Þar ræddi Ingólfur um baráttu sína við geðsjúkdóma en hann steig fram og greindi upphaflega frá henni í viðtali í Morgunblaðinu vorið 2014. Síðan þá hafa aðrir íþróttamenn fylgt fordæmi Ingólfs og vitundarvakningin um andleg veikindi íþróttamanna hefur aukist til mikilla muna.Sjá einnig: Kvíði og þunglyndi algengari hjá knattspyrnumönnum en almenningi Í fyrirlestrinum ræðir Ingólfur um upphaf veikindanna en þá var hann 14 ára og nýbúinn að semja við hollenska liðið Heerenveen.Gerði lítið annað en að sofa „Þegar geðlæknirinn sagði þetta við mig á sínum tíma átti ég bágt með að trúa þessu,“ segir Ingólfur í upphafi fyrirlestrarins. „Hvernig gat ég, svona flottur gaur, íþróttastrákur, verið með geðsjúkdóm?“ Ingólfur segist að fundið fyrir mikilli breytingu á sér, hann hafi verið þreyttari og orkuminni á æfingum. „Ég verð rosalega hræddur við þessa breytingu og ég veit innst inni að það er eitthvað að mér,“ segir Ingólfur sem ræðir um þær breytingar sem urðu á hans líðan og hegðan. „Ég hætti að fara út úr húsi og get ekki staðið uppréttur heima hjá mér án þess að halda mér í eitthvað, því ég er fastur á því að jafnvægisskynið mitt sé í lamasessi og ég geti ekki staðið uppréttur. Ég hef enga matarlyst og verður allt í einu óglatt. „Það sem ég geri allan daginn er liggja uppi í rúmi og þótt ég liggi þar er heimurinn allur að snúast í kringum mig. Ég sé óskýrt og fæ óraunveruleikatilfinningu sem er viðbjóðsleg tilfinnig. Ég er það illa haldinn að ég vil gera lítið annað en að sofa. Ég sef sennilega meira en ég vaki,“ segir Ingólfur um þennan erfiða tíma.Sagði þjálfaranum að éta skít Ingólfur ræðir einnig um viðbrögðin sem hann fékk frá þjálfurum Heerenveen. „Þjálfarinn minn kemur í heimsókn ásamt yfirþjálfara félagsins og þeir ræða við mig og foreldra mína. Og þar segja þeir, eftir u.þ.b. hálft ár af þessu ástandi, að það sé samdóma álit allra hjá félaginu að ég sé ekki með rétt hugarfar,“ segir Ingólfur um viðbrögð Hollendinganna sem fóru ekki vel í hann. „Ég verð gjörsamlega trylltur og segi þeim að éta skít,“ segir Ingólfur en skömmu eftir þessa uppákomu fékk hann niðurstöðu frá læknum í Hollandi sem fundu ekkert að honum. Hann fór í kjölfarið aftur heim til Íslands. Eftir heimkomuna fór Ingólfur á BUGL, Barna- og unglingageðdeild Landsspítalans, þar sem hann fékk loks greiningu - að hann væri með kvíðaröskun.Fyrirlestur Ingólfs í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Málþing um andlega líðan íþróttamanna - Ingólfur Sigurðsson from ISI on Vimeo.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira