Erlent

Fyrrverandi forseti allsherjarþings SÞ sakaður um spillingu

Atli Ísleifsson skrifar
John Ashe er sakaður um að hafa þegið mútugreiðslur frá kínverskum fasteignamógúl.
John Ashe er sakaður um að hafa þegið mútugreiðslur frá kínverskum fasteignamógúl. Vísir/EPA
Saksóknarar í Bandaríkjunum hafa ákært fyrrverandi forseta allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna vegna spillingar.

John Ashe gegndi stöðu forseta þingsins á árunum 2013 til 2014, en hann var þar áður sendiherra Antígva og Barbúda gagnvart Sameinuðu þjóðunum.

Ashe er sakaður um að hafa frá september 2013 til september 2014 þegið rúmlega 1,3 milljónir Bandaríkjadala í mútur frá Ng Lap Seng, kínverskum fasteignamógúl frá Macau.

Í frétt New York Times segir að Ashe hafi meðal annars þegið mútugreiðslur frá Ng og nýtt stöðu sína sem forseti allsherjarþingsins til að tryggja Ng ýmis verkefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×