„Við vorum að keyra eftir því sem virtist venjulegur vegur. Það virtist ekkert vera að en svo þegar við komum við að vatni. Við töldum þetta vera vað og ætluðum að keyra yfir það,“ sagði einn ferðalanganna í spjalli við Kristján Má Unnarsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
„Það varð verra og verra og við festumst.“
Bretarnir þrír hringdu í lögreglu til að fá ráðleggingar og úr varð að þyrlan, sem var skammt frá, náði í þau. Þau segjast ekki hafa gert sér grein fyrir hættunni. Ekki fyrr en þau flugu í þyrlunni yfir svæðið og sáu vatnsmagnið.
Viðtal Kristjáns Más við Bretana má sjá í spilaranum hér að neðan.