Samkenndarhnappurinn Bergur Ebbi skrifar 3. október 2015 07:00 Facebook mun brátt kynna tækninýjung. Eftir að hafa um árabil fengið ábendingar um að læk-hnappurinn sé í sumum tilfellum óviðeigandi ætlar Facebook að bregðast við með viðbótarhnappi. Miðað við athugasemdir sem stofnandi og forstjóri Facebook, Mark Zuckerberg, hefur látið frá sér er hugsunin á bak við hnappinn sú að með honum geti notendur lýst yfir að þeir meðtaki því sem deilt var og séu eftir atvikum leiðir yfir því. Blaðamenn hafa notað heitið „samkenndarhnappurinn“ (empathy button) um þessa viðbót en óvíst er hvaða nafn hnappurinn mun fá. Læk-hnappurinn hefur þegar breytt miklu - líklega meiru en við þorum að viðurkenna. Þessi mælanlegi stuðull sem nú er hengdur utan á skoðanadeilingu hefur að sjálfsögðu áhrif á skoðanamyndun. En læk-hnappurinn er veikur. Það er hægt að afskrifa hann á grundvelli yfirborðsmennsku eða með þeirri einföldu röksemdarfærslu að það er ómögulegt að vita á hvaða forsendum sérhver einstaklingur lækar hluti. Samkenndarhnappurinn verður að sjálfsögðu sömu takmörkunum háður en áhrifin, rétt eins og með læk-hnappinn, felast í krafti fjöldans og samanburðarins sem hægt er að gera. Að því sögðu held ég að nýjungin sé töluverð. Það er eitt að magna upp vinsældir (það hefur verið gert marg oft) en það er annað þegar dýpri og áhrifameiri tilfinningar eins og samkennd fá þvílíka fjölföldun. Það mun hjálpa mörgum og fleyta málefnum langt því samkennd fjöldans er það áhrifamesta sem til er. En að fá samkennd fjöldans upp á móti sér er annað og meira en að vera óvinsæll. Það er ígildi þess að teljast ei lengur mennskur. Þess óska ég engum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun
Facebook mun brátt kynna tækninýjung. Eftir að hafa um árabil fengið ábendingar um að læk-hnappurinn sé í sumum tilfellum óviðeigandi ætlar Facebook að bregðast við með viðbótarhnappi. Miðað við athugasemdir sem stofnandi og forstjóri Facebook, Mark Zuckerberg, hefur látið frá sér er hugsunin á bak við hnappinn sú að með honum geti notendur lýst yfir að þeir meðtaki því sem deilt var og séu eftir atvikum leiðir yfir því. Blaðamenn hafa notað heitið „samkenndarhnappurinn“ (empathy button) um þessa viðbót en óvíst er hvaða nafn hnappurinn mun fá. Læk-hnappurinn hefur þegar breytt miklu - líklega meiru en við þorum að viðurkenna. Þessi mælanlegi stuðull sem nú er hengdur utan á skoðanadeilingu hefur að sjálfsögðu áhrif á skoðanamyndun. En læk-hnappurinn er veikur. Það er hægt að afskrifa hann á grundvelli yfirborðsmennsku eða með þeirri einföldu röksemdarfærslu að það er ómögulegt að vita á hvaða forsendum sérhver einstaklingur lækar hluti. Samkenndarhnappurinn verður að sjálfsögðu sömu takmörkunum háður en áhrifin, rétt eins og með læk-hnappinn, felast í krafti fjöldans og samanburðarins sem hægt er að gera. Að því sögðu held ég að nýjungin sé töluverð. Það er eitt að magna upp vinsældir (það hefur verið gert marg oft) en það er annað þegar dýpri og áhrifameiri tilfinningar eins og samkennd fá þvílíka fjölföldun. Það mun hjálpa mörgum og fleyta málefnum langt því samkennd fjöldans er það áhrifamesta sem til er. En að fá samkennd fjöldans upp á móti sér er annað og meira en að vera óvinsæll. Það er ígildi þess að teljast ei lengur mennskur. Þess óska ég engum.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun