Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Stjarnan 2-1 | Stjarnan tók 4. sætið Ingvi Þór Sæmundsson á Vodafone-vellinum skrifar 3. október 2015 15:45 Jeppe Hansen og Orri Sigurður Ómarsson. vísir/andri marinó Stjarnan náði 4. sætinu í Pepsi-deild karla með 2-1 sigri á Val í lokaumferðinni í dag. Þetta var fyrsti leikurinn á gervigraslögðum Vodafone-velli þeirra Valsmanna. Þetta var fjórði sigur Stjörnunnar í röð en Garðbæingar unnu síðustu fjóra leiki sína með markatölunni 13-1. Tímabilið í heild sinni er vonbrigði fyrir Stjörnumenn en þeir sýndu lit á lokasprettinum og þetta góða gengi þeirra í síðustu leikjum gerir liðinu eflaust auðveldara að fara inn í undirbúningstímabilið. Þótt 4. sætið sé ekki mikið afrek fyrir lið sem er að reyna að verja Íslandsmeistaratitil hefur Stjarnan aðeins tvisvar sinnum endað ofar í efstu deild í sögu félagsins en í ár. Valur endaði hins vegar í 5. sæti þriðja árið í röð. Valsmenn geta þó vel við unað en þeir urðu sem kunnugt er bikarmeistarar og taka þ.a.l. þátt í Evrópukeppni á næsta ári. Fyrri hálfleikur í dag byrjaði mjög fjörlega og það virtist aðeins tímaspursmál hvenær fyrsta markið kæmi. Patrick Pedersen, sem var í harðri baráttu við Blikann Jonathan Glenn um gullskóinn, átti skot naumlega yfir úr aukaspyrnu eftir tveggja mínútna leik en svo tóku gestirnir yfir og voru mjög hættulegir. Brynjar Gauti Guðjónsson átti skot eftir hornspyrnu Pablos Punyed sem var bjargað á línu, Arnar Már Björgvinsson skallaði yfir úr góðu færi og átti svo skot í slá. Hinum megin átti svo Haukur Páll Sigurðsson skalla beint á Gunnar Nielsen eftir aukaspyrnu Kristins Freys Sigurðssonar. Allt þetta gerðist á fyrstu 15 mínútur leiksins. Næsta hálftímann gerðist sama og ekki neitt og staðan því markalaus í hálfleik. Sami doðinn var yfir leikmönnum framan af seinni hálfleik eða allt þar til Punyed fékk að líta rauða spjaldið á 61. mínútu. Brottreksturinn hleypti nýju lífi í Stjörnumenn og aðeins fjórum mínútum síðar kom Jeppe Hansen gestunum yfir með sínu áttunda deildarmarki í sumar. Daninn fékk þá sendingu frá Heiðari Ægissyni inn á teiginn, sneri Gunnar Gunnarsson af sér og skoraði með vinstri fæti framhjá Ingvari Þór Kale. Garðbæingar voru ekki hættir og Arnar Már Björgvinsson tvöfaldaði forystu þeirra á 67. mínútu, aðeins tveimur mínútum eftir fyrsta markið. Aftur sóttu Stjörnumenn upp hægra megin, Þórhallur Kári Knútsson setti boltann á nærstöngina þar sem Arnar kom aðvífandi og stýrði boltanum í netið. En Valsmenn voru ekki dauðir úr öllum æðum og á 71. mínútu minnkaði Emil Atlason muninn með góðu skoti vinstra megin í teignum. Heimamönnum tókst ekki að fylgja þessu marki eftir og gekk erfiðlega að skapa sér færi gegn sterkri vörn Stjörnunnar. Fleiri urðu mörkin ekki og Stjarnan fagnaði 2-1 sigri og 4. sætinu.Ólafur: Komust aldrei í gang Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var vitaskuld ekki sáttur með tapið fyrir Stjörnunni í dag en hann sagði sína menn aldrei hafa komist almennilega í takt við leikinn. "Við komumst aldrei í neinn gír. Það var nánast ekkert að gerast í þessum leik en svo missa þeir mann út af og gera tvö mörk í kjölfarið sem á ekki að gerast. Við reyndum að setja pressu á þá en það gekk ekki nógu vel," sagði Ólafur. Emil Atlason minnkaði muninn í 2-1 á 71. mínútu en Valsmenn náðu ekki að fylgja því eftir og voru ekki líklegir að gera jöfnunarmark. "Við komust ekki upp vængina, ekki í nógu góð færi og gerðum nánast ekkert," sagði Ólafur. Leikurinn í dag var sá fyrsti á gervigraslögðum Vodafone-velli. Ólafur segir allar aðstæður til fyrirmyndar og að nýja grasið sé gott. "Völlurinn og grasið er frábært og þetta eru toppaðstæður," sagði Ólafur. En hvernig lítur hann á tímabilið sem nú er á enda? "Ég held að við getum verið mjög sáttir með þetta tímabil. Við vinnum bikarinn og komust í Evrópukeppni sem var markmiðið hjá okkur. Þetta var mjög ásættanlegt," sagði Ólafur sem viðurkenndi að hann hefði viljað enda ofar en í 5. sæti í Pepsi-deildinni. "Já, eftir að við tryggðum okkur sæti í bikarúrslitaleiknum datt botninn svolítið úr þessu og við vorum í basli. En samt vorum við klaufar í mörgum leikjum," sagði Ólafur að lokum en hann kvaðst ekki eiga von á miklum breytingum hjá Val fyrir næsta tímabil enda flestir leikmenn liðsins með samning.Rúnar Páll: Fáum ekkert fyrir þetta á næsta ári Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum kátur með fjórða sigurinn í röð þegar hans menn lögðu Val, 2-1, á Vodafone-vellinum í dag. "Það er gott að klára tímabilið á þessum nótum og hrikalega gaman. Við spiluðum ágætlega í þessum fjórum leikjum, fengum fá mörk á okkur og skoruðum helling þannig að það var jákvætt," sagði Rúnar sem játti því að það væri pínu svekkjandi að hafa ekki farið fyrr í gang, upp á það að ná Evrópusæti. "Þegar þú lendir allt í einu í 4. sæti eftir þessa fínu leiki núna sérðu hvað er stutt upp í Evrópusætið. Auðvitað er það svekkjandi." Leikurinn í dag byrjaði fjörlega en datt svo niður í langan tíma áður en Pablo Punyed fékk að líta rauða spjaldið. Eftir það komu svo þrjú mörk á sex mínútna kafla. "Mér fannst leikmenn aðeins vera að basla við grasið, boltinn flýtur rosalega mikið á því," sagði Rúnar en þetta var fyrsti leikurinn á gervigrasinu á Vodafone-vellinum. "Síðan hrökkvum við í gang og skorum tvö góð mörk eftir að Pablo var sendur út af sem var mjög jákvætt. Heilt yfir var ég ánægður með leikinn," sagði Rúnar en sá hann hvað gerðist þegar El Salvadorinn fékk að líta rauða spjaldið? "Nei, ég skil þetta ekki. Hann var sakaður um að hafa stigið á hann (Hauk Pál Sigurðsson). Ég sá þetta ekki nógu vel." Rúnar var þvínæst spurður hvort þessi góði endasprettur gerði Stjörnumönnum ekki auðveldara að fara inn í veturinn og undirbúningstímabilið. "Jújú, sjálfsagt. En við fáum ekkert fyrir þetta á næsta ári. Þetta tímabil er bara búið og næsta tekur við eftir nokkra mánuði," sagði Rúnar sem verður áfram þjálfari Stjörnunnar á næsta tímabili. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
Stjarnan náði 4. sætinu í Pepsi-deild karla með 2-1 sigri á Val í lokaumferðinni í dag. Þetta var fyrsti leikurinn á gervigraslögðum Vodafone-velli þeirra Valsmanna. Þetta var fjórði sigur Stjörnunnar í röð en Garðbæingar unnu síðustu fjóra leiki sína með markatölunni 13-1. Tímabilið í heild sinni er vonbrigði fyrir Stjörnumenn en þeir sýndu lit á lokasprettinum og þetta góða gengi þeirra í síðustu leikjum gerir liðinu eflaust auðveldara að fara inn í undirbúningstímabilið. Þótt 4. sætið sé ekki mikið afrek fyrir lið sem er að reyna að verja Íslandsmeistaratitil hefur Stjarnan aðeins tvisvar sinnum endað ofar í efstu deild í sögu félagsins en í ár. Valur endaði hins vegar í 5. sæti þriðja árið í röð. Valsmenn geta þó vel við unað en þeir urðu sem kunnugt er bikarmeistarar og taka þ.a.l. þátt í Evrópukeppni á næsta ári. Fyrri hálfleikur í dag byrjaði mjög fjörlega og það virtist aðeins tímaspursmál hvenær fyrsta markið kæmi. Patrick Pedersen, sem var í harðri baráttu við Blikann Jonathan Glenn um gullskóinn, átti skot naumlega yfir úr aukaspyrnu eftir tveggja mínútna leik en svo tóku gestirnir yfir og voru mjög hættulegir. Brynjar Gauti Guðjónsson átti skot eftir hornspyrnu Pablos Punyed sem var bjargað á línu, Arnar Már Björgvinsson skallaði yfir úr góðu færi og átti svo skot í slá. Hinum megin átti svo Haukur Páll Sigurðsson skalla beint á Gunnar Nielsen eftir aukaspyrnu Kristins Freys Sigurðssonar. Allt þetta gerðist á fyrstu 15 mínútur leiksins. Næsta hálftímann gerðist sama og ekki neitt og staðan því markalaus í hálfleik. Sami doðinn var yfir leikmönnum framan af seinni hálfleik eða allt þar til Punyed fékk að líta rauða spjaldið á 61. mínútu. Brottreksturinn hleypti nýju lífi í Stjörnumenn og aðeins fjórum mínútum síðar kom Jeppe Hansen gestunum yfir með sínu áttunda deildarmarki í sumar. Daninn fékk þá sendingu frá Heiðari Ægissyni inn á teiginn, sneri Gunnar Gunnarsson af sér og skoraði með vinstri fæti framhjá Ingvari Þór Kale. Garðbæingar voru ekki hættir og Arnar Már Björgvinsson tvöfaldaði forystu þeirra á 67. mínútu, aðeins tveimur mínútum eftir fyrsta markið. Aftur sóttu Stjörnumenn upp hægra megin, Þórhallur Kári Knútsson setti boltann á nærstöngina þar sem Arnar kom aðvífandi og stýrði boltanum í netið. En Valsmenn voru ekki dauðir úr öllum æðum og á 71. mínútu minnkaði Emil Atlason muninn með góðu skoti vinstra megin í teignum. Heimamönnum tókst ekki að fylgja þessu marki eftir og gekk erfiðlega að skapa sér færi gegn sterkri vörn Stjörnunnar. Fleiri urðu mörkin ekki og Stjarnan fagnaði 2-1 sigri og 4. sætinu.Ólafur: Komust aldrei í gang Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var vitaskuld ekki sáttur með tapið fyrir Stjörnunni í dag en hann sagði sína menn aldrei hafa komist almennilega í takt við leikinn. "Við komumst aldrei í neinn gír. Það var nánast ekkert að gerast í þessum leik en svo missa þeir mann út af og gera tvö mörk í kjölfarið sem á ekki að gerast. Við reyndum að setja pressu á þá en það gekk ekki nógu vel," sagði Ólafur. Emil Atlason minnkaði muninn í 2-1 á 71. mínútu en Valsmenn náðu ekki að fylgja því eftir og voru ekki líklegir að gera jöfnunarmark. "Við komust ekki upp vængina, ekki í nógu góð færi og gerðum nánast ekkert," sagði Ólafur. Leikurinn í dag var sá fyrsti á gervigraslögðum Vodafone-velli. Ólafur segir allar aðstæður til fyrirmyndar og að nýja grasið sé gott. "Völlurinn og grasið er frábært og þetta eru toppaðstæður," sagði Ólafur. En hvernig lítur hann á tímabilið sem nú er á enda? "Ég held að við getum verið mjög sáttir með þetta tímabil. Við vinnum bikarinn og komust í Evrópukeppni sem var markmiðið hjá okkur. Þetta var mjög ásættanlegt," sagði Ólafur sem viðurkenndi að hann hefði viljað enda ofar en í 5. sæti í Pepsi-deildinni. "Já, eftir að við tryggðum okkur sæti í bikarúrslitaleiknum datt botninn svolítið úr þessu og við vorum í basli. En samt vorum við klaufar í mörgum leikjum," sagði Ólafur að lokum en hann kvaðst ekki eiga von á miklum breytingum hjá Val fyrir næsta tímabil enda flestir leikmenn liðsins með samning.Rúnar Páll: Fáum ekkert fyrir þetta á næsta ári Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum kátur með fjórða sigurinn í röð þegar hans menn lögðu Val, 2-1, á Vodafone-vellinum í dag. "Það er gott að klára tímabilið á þessum nótum og hrikalega gaman. Við spiluðum ágætlega í þessum fjórum leikjum, fengum fá mörk á okkur og skoruðum helling þannig að það var jákvætt," sagði Rúnar sem játti því að það væri pínu svekkjandi að hafa ekki farið fyrr í gang, upp á það að ná Evrópusæti. "Þegar þú lendir allt í einu í 4. sæti eftir þessa fínu leiki núna sérðu hvað er stutt upp í Evrópusætið. Auðvitað er það svekkjandi." Leikurinn í dag byrjaði fjörlega en datt svo niður í langan tíma áður en Pablo Punyed fékk að líta rauða spjaldið. Eftir það komu svo þrjú mörk á sex mínútna kafla. "Mér fannst leikmenn aðeins vera að basla við grasið, boltinn flýtur rosalega mikið á því," sagði Rúnar en þetta var fyrsti leikurinn á gervigrasinu á Vodafone-vellinum. "Síðan hrökkvum við í gang og skorum tvö góð mörk eftir að Pablo var sendur út af sem var mjög jákvætt. Heilt yfir var ég ánægður með leikinn," sagði Rúnar en sá hann hvað gerðist þegar El Salvadorinn fékk að líta rauða spjaldið? "Nei, ég skil þetta ekki. Hann var sakaður um að hafa stigið á hann (Hauk Pál Sigurðsson). Ég sá þetta ekki nógu vel." Rúnar var þvínæst spurður hvort þessi góði endasprettur gerði Stjörnumönnum ekki auðveldara að fara inn í veturinn og undirbúningstímabilið. "Jújú, sjálfsagt. En við fáum ekkert fyrir þetta á næsta ári. Þetta tímabil er bara búið og næsta tekur við eftir nokkra mánuði," sagði Rúnar sem verður áfram þjálfari Stjörnunnar á næsta tímabili.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira