Veisla í anda Snorra 3. október 2015 09:15 Jónas Árnason bjó í Reykholti og hafði mikið gildi fyrir staðinn. Því þykir mér vænt um þessa mynd,“ segir Bergur. Mynd Guðlaugur Óskarsson Metnaðarfull dagskrá hefst í Snorrastofu í Reykholti klukkan 15 í dag. Bergur Þorgeirsson forstöðumaður á von á mörgum gestum. „Yfirleitt er góð aðsókn hjá okkur. Við erum með yfir 40 viðburði á hverju ári, námskeið, fyrirlestra, bókasafnskvöld og margt fleira,“ lýsir hann og segir starfsemina hafa gengið vel í þau 20 ár frá því stofnskrá Snorrastofu var undirrituð á dánardægri Snorra Sturlusonar, 23. september árið 1995. Bergur er menntaður á sviði forníslenskra fræða og var sá fyrsti sem ráðinn var að Snorrastofu eftir að hún var gerð að rannsóknarstofnun. Nú eru þar átta starfsmenn allt árið, þeir sinna rannsóknum auk þess að byggja upp sýningar, sinna móttöku gesta og umhverfinu á svæðinu. Meðal þess sem fagnað verður í dag er að hollvinafélagið Snorres venner í Noregi var stofnað 23. september síðastliðinn. Það hefur að markmiði að styðja við bakið á ýmsum samvinnuverkefnum Íslands og Noregs, einkum þeim sem tengjast Snorrastofu. „Samtökin hafa verið í undirbúningi lengi, meðal annars hjá vinum okkar í Noregi sem hjálpuðu okkur að fjármagna byggingu stofunnar. Það var ákveðinn hópur í Bergen, undir stjórn Arne Holm konsúls. Nú er kominn nýr konsúll, Kim Lindgjærd sem hefur haft forgöngu um stofnun vinasamtakanna,“ lýsir Bergur og getur þess að Vigdís Finnbogadóttir sé verndari Snorres venner. Í afmælisdagskránni mun Ólafur Pálmason mag. art. fjalla um Jón Helgason á Rauðsgili og fara með nokkur ljóða hans, Snorri Hjálmarsson söngvari og Ingibjörg Þorsteinsdóttir píanóleikari flytja sönglög og ný heimasíða Snorrastofu verður opnuð. Dagskráin hefst í Reykholtskirkju og veitingar verða í sýningar- og safnaðarsalnum. Ef veður leyfir bjóða heimamenn til sögugöngu um staðinn. Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Metnaðarfull dagskrá hefst í Snorrastofu í Reykholti klukkan 15 í dag. Bergur Þorgeirsson forstöðumaður á von á mörgum gestum. „Yfirleitt er góð aðsókn hjá okkur. Við erum með yfir 40 viðburði á hverju ári, námskeið, fyrirlestra, bókasafnskvöld og margt fleira,“ lýsir hann og segir starfsemina hafa gengið vel í þau 20 ár frá því stofnskrá Snorrastofu var undirrituð á dánardægri Snorra Sturlusonar, 23. september árið 1995. Bergur er menntaður á sviði forníslenskra fræða og var sá fyrsti sem ráðinn var að Snorrastofu eftir að hún var gerð að rannsóknarstofnun. Nú eru þar átta starfsmenn allt árið, þeir sinna rannsóknum auk þess að byggja upp sýningar, sinna móttöku gesta og umhverfinu á svæðinu. Meðal þess sem fagnað verður í dag er að hollvinafélagið Snorres venner í Noregi var stofnað 23. september síðastliðinn. Það hefur að markmiði að styðja við bakið á ýmsum samvinnuverkefnum Íslands og Noregs, einkum þeim sem tengjast Snorrastofu. „Samtökin hafa verið í undirbúningi lengi, meðal annars hjá vinum okkar í Noregi sem hjálpuðu okkur að fjármagna byggingu stofunnar. Það var ákveðinn hópur í Bergen, undir stjórn Arne Holm konsúls. Nú er kominn nýr konsúll, Kim Lindgjærd sem hefur haft forgöngu um stofnun vinasamtakanna,“ lýsir Bergur og getur þess að Vigdís Finnbogadóttir sé verndari Snorres venner. Í afmælisdagskránni mun Ólafur Pálmason mag. art. fjalla um Jón Helgason á Rauðsgili og fara með nokkur ljóða hans, Snorri Hjálmarsson söngvari og Ingibjörg Þorsteinsdóttir píanóleikari flytja sönglög og ný heimasíða Snorrastofu verður opnuð. Dagskráin hefst í Reykholtskirkju og veitingar verða í sýningar- og safnaðarsalnum. Ef veður leyfir bjóða heimamenn til sögugöngu um staðinn.
Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira