Slæmar fréttir ef hlaup af þessari stærð verða venjan Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Jóhann Óli Eiðsson skrifa 2. október 2015 12:35 „Það eru ekki góðar fréttir ef ketillinn ætlar að taka upp á því að hlaupa sjaldnar og af meiri krafti í hvert skipti,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði. Í sextíu ár, eða frá 1955, hefur komið hlaup í Skaftá úr Eystri-Skaftárkatli, á eins til þriggja ára fresti. Venjulega er rennslið í ánni á bilinu 50-100 rúmmetrar á sekúndu en nú er það komið yfir 2200 metra rúmmetra á sekúndu. Síðasta hlaup var hins vegar árið 2010 eða fyrir fimm árum. Magnús Tumi hefur enga skýringu á hvernig standi á því.„Það hafa verið gerðar miklar mælingar þarna og fylgst með sigi ketilsins en þær skýra ekki hvers vegna hlaupið er svona miklu kröftugra en áður eða hví það kemur svona hratt niður. Hefur ketillinn víkkað eða breikkað? Það er eitthvað sem við verðum að skoða,“ segir Magnús Tumi. Flóðtoppurinn við Sveinstind hefur gengið niður en hlaupið hefur ekki enn náð hámarki sínu í byggð. Gert er ráð fyrir því að það gerist síðar í dag. Grannt er fylgst með samgöngumannvirkjum á svæðinu en einhverjir jarðeigendur á svæðinu hafa fylgst með ræktarlandi sínu og girðingum hverfa undir vatn með tilheyrandi skemmdum. Þessi hluti Suðurlandsins, frá Mýrdalssandi og austur á Skeiðarársand, er sá hluti landsins þar sem landbreytingar eru hvað hraðastar. Mörg af stærstu hraunum landsins hafa runnið á svæðinu og má þar nefna Eldgjárgosið frá árinu 934 og Skaftáreldahraunið á árunum 1783-84. Ekki hamfarahlaup samanborið við hlaup úr öðrum ám „Það sem gerist þegar það gýs er að hraunin fylla farveg árinnar og hún þarf að renna á nýjum stað. Það fylgir mikill aur og sandur með hlaupunum þannig að smám saman fyllir hún í hraunið og breytir því í sand,“ segir Magnús Tumi. Hann segir einnig að það sé síðan mannanna að ákveða að hve miklu leyti við viljum reyna að sporna við þróuninni með byggingu ýmissa mannvirkja á borð við varnargarða. Náttúran sé alltaf að vinna á landinu og þetta sé í raun eilífðarverkefni. Núverandi form á hlaupunum hófst, líkt og áður segir, árið 1955 en áður höfðu þau viðkomu í Langasjó. Langisjór virkaði því sem hálfgerður dempari á hlaupin og kom í veg fyrir að þau færu fram með jafnmiklum krafti og nú. Það breyttist hins vegar í kjölfar hops Vantajökuls. „Þetta er ekki hamfarahlaup ef við berum það saman við Skeiðarárhlaup til dæmis. Þetta teldist lítið Skeiðarárhlaup, að ég tali nú ekki um Kötluhlaup. Munurinn hér er hins vegar sá að þau hlaup eru fyrir löngu búin að útbúa sinn farveg,“ segir Magnús Tumi. „En þetta getur hins vegar verið vandamál þrátt fyrir það ef hlaupin halda áfram að vera svona snörp og stór.“ Hlaup í Skaftá 2015 Tengdar fréttir Verður stærsta Skaftárhlaup sem sögur fara af Aldei hefur mælst eins hröð rennslisaukning í Skaftárhlaupi og í gær. Allt stefnir í stærsta flóð frá því sambærilegar mælingar hófust. Hættustigi lýst yfir. Mælir FutureVolc-verkefnisins safnar ómetanlegum upplýsingum enn og aftur. 2. október 2015 09:00 Ýtarleg umfjöllun Stöðvar 2: Stefnir í stærsta Skaftárhlaup frá upphafi mælinga Kristján Már Unnarsson fylgdist með ógnarkrafti Skaftárhlaupsins og tók stöðuna á bændum í nágrenni Skaftár. 1. október 2015 21:15 Vatnamælingamenn flúðu úr skála við Sveinstind Gistu í tjaldi sem þeir slógu upp fjær ánni. 2. október 2015 08:08 Kálakrar farnir undir vatn og gróið land rofnar Ógnarstórt Skaftárhlaup hefur ekki enn náð hámarki sínu í byggð en hefur þegar valdið miklu tjóni. 2. október 2015 10:51 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
„Það eru ekki góðar fréttir ef ketillinn ætlar að taka upp á því að hlaupa sjaldnar og af meiri krafti í hvert skipti,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði. Í sextíu ár, eða frá 1955, hefur komið hlaup í Skaftá úr Eystri-Skaftárkatli, á eins til þriggja ára fresti. Venjulega er rennslið í ánni á bilinu 50-100 rúmmetrar á sekúndu en nú er það komið yfir 2200 metra rúmmetra á sekúndu. Síðasta hlaup var hins vegar árið 2010 eða fyrir fimm árum. Magnús Tumi hefur enga skýringu á hvernig standi á því.„Það hafa verið gerðar miklar mælingar þarna og fylgst með sigi ketilsins en þær skýra ekki hvers vegna hlaupið er svona miklu kröftugra en áður eða hví það kemur svona hratt niður. Hefur ketillinn víkkað eða breikkað? Það er eitthvað sem við verðum að skoða,“ segir Magnús Tumi. Flóðtoppurinn við Sveinstind hefur gengið niður en hlaupið hefur ekki enn náð hámarki sínu í byggð. Gert er ráð fyrir því að það gerist síðar í dag. Grannt er fylgst með samgöngumannvirkjum á svæðinu en einhverjir jarðeigendur á svæðinu hafa fylgst með ræktarlandi sínu og girðingum hverfa undir vatn með tilheyrandi skemmdum. Þessi hluti Suðurlandsins, frá Mýrdalssandi og austur á Skeiðarársand, er sá hluti landsins þar sem landbreytingar eru hvað hraðastar. Mörg af stærstu hraunum landsins hafa runnið á svæðinu og má þar nefna Eldgjárgosið frá árinu 934 og Skaftáreldahraunið á árunum 1783-84. Ekki hamfarahlaup samanborið við hlaup úr öðrum ám „Það sem gerist þegar það gýs er að hraunin fylla farveg árinnar og hún þarf að renna á nýjum stað. Það fylgir mikill aur og sandur með hlaupunum þannig að smám saman fyllir hún í hraunið og breytir því í sand,“ segir Magnús Tumi. Hann segir einnig að það sé síðan mannanna að ákveða að hve miklu leyti við viljum reyna að sporna við þróuninni með byggingu ýmissa mannvirkja á borð við varnargarða. Náttúran sé alltaf að vinna á landinu og þetta sé í raun eilífðarverkefni. Núverandi form á hlaupunum hófst, líkt og áður segir, árið 1955 en áður höfðu þau viðkomu í Langasjó. Langisjór virkaði því sem hálfgerður dempari á hlaupin og kom í veg fyrir að þau færu fram með jafnmiklum krafti og nú. Það breyttist hins vegar í kjölfar hops Vantajökuls. „Þetta er ekki hamfarahlaup ef við berum það saman við Skeiðarárhlaup til dæmis. Þetta teldist lítið Skeiðarárhlaup, að ég tali nú ekki um Kötluhlaup. Munurinn hér er hins vegar sá að þau hlaup eru fyrir löngu búin að útbúa sinn farveg,“ segir Magnús Tumi. „En þetta getur hins vegar verið vandamál þrátt fyrir það ef hlaupin halda áfram að vera svona snörp og stór.“
Hlaup í Skaftá 2015 Tengdar fréttir Verður stærsta Skaftárhlaup sem sögur fara af Aldei hefur mælst eins hröð rennslisaukning í Skaftárhlaupi og í gær. Allt stefnir í stærsta flóð frá því sambærilegar mælingar hófust. Hættustigi lýst yfir. Mælir FutureVolc-verkefnisins safnar ómetanlegum upplýsingum enn og aftur. 2. október 2015 09:00 Ýtarleg umfjöllun Stöðvar 2: Stefnir í stærsta Skaftárhlaup frá upphafi mælinga Kristján Már Unnarsson fylgdist með ógnarkrafti Skaftárhlaupsins og tók stöðuna á bændum í nágrenni Skaftár. 1. október 2015 21:15 Vatnamælingamenn flúðu úr skála við Sveinstind Gistu í tjaldi sem þeir slógu upp fjær ánni. 2. október 2015 08:08 Kálakrar farnir undir vatn og gróið land rofnar Ógnarstórt Skaftárhlaup hefur ekki enn náð hámarki sínu í byggð en hefur þegar valdið miklu tjóni. 2. október 2015 10:51 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Verður stærsta Skaftárhlaup sem sögur fara af Aldei hefur mælst eins hröð rennslisaukning í Skaftárhlaupi og í gær. Allt stefnir í stærsta flóð frá því sambærilegar mælingar hófust. Hættustigi lýst yfir. Mælir FutureVolc-verkefnisins safnar ómetanlegum upplýsingum enn og aftur. 2. október 2015 09:00
Ýtarleg umfjöllun Stöðvar 2: Stefnir í stærsta Skaftárhlaup frá upphafi mælinga Kristján Már Unnarsson fylgdist með ógnarkrafti Skaftárhlaupsins og tók stöðuna á bændum í nágrenni Skaftár. 1. október 2015 21:15
Vatnamælingamenn flúðu úr skála við Sveinstind Gistu í tjaldi sem þeir slógu upp fjær ánni. 2. október 2015 08:08
Kálakrar farnir undir vatn og gróið land rofnar Ógnarstórt Skaftárhlaup hefur ekki enn náð hámarki sínu í byggð en hefur þegar valdið miklu tjóni. 2. október 2015 10:51