Vatnamælingamenn flúðu úr skála við Sveinstind Kristján Már Unnarsson skrifar 2. október 2015 08:08 Vegurinn að bænum Skaftárdal síðdegis í gær. Þar er ófært. VÍSIR/Friðrik Þór Halldórsson Vatnamælingamenn Veðurstofu Íslands, sem héldu til við Sveinstind, yfirgáfu skálann í gærkvöldi þar sem hlaupvatnið úr Skaftá var komið upp að dyrum skálans. Ákváðu þeir í staðinn að slá upp tjaldi fjær ánni, þar sem þeir gistu í nótt. Er þetta til marks um þann mikla ham sem hlaupinn er í Skaftá. Á sama tíma virtist sem bilun væri komin upp í mælitækjum Veðurstofunnar við Sveinstind og var því óvissa um þróun hlaupsins og hvað væri að gerast í Skaftá á hálendinu. Í byggð hefur ofsi hlaupsins snaraukist frá því í gærkvöldi. Þannig var farvegur Eldvatns, kvíslar Skaftár við Ása, orðinn bakkafullur í morgun, og í gljúfrinu neðan brúarinnar, þar sem bein fréttaútsending Stöðvar 2 var í gærkvöldi, slettist áin nú upp á bakkann. Lögreglumennirnir Sveinn Rúnarsson og Víðir Reynisson fóru í gærkvöldi í eftirlitsferð áleiðis í Hólaskjól ofan Skaftártungu og sáu að þar flæddi hlaupvatn yfir veginn. Enn fremur könnuðu þeir veginn að bæjunum Búlandi og Hvammi og þar var vatnið að byrja að leka inn á veginn skammt frá Hvammi. Áður hafði vegurinn að bænum Skaftárdal rofnað og orðið ófær. Hlaup í Skaftá 2015 Veður Tengdar fréttir Verður stærsta Skaftárhlaup sem sögur fara af Aldei hefur mælst eins hröð rennslisaukning í Skaftárhlaupi og í gær. Allt stefnir í stærsta flóð frá því sambærilegar mælingar hófust. Hættustigi lýst yfir. Mælir FutureVolc-verkefnisins safnar ómetanlegum upplýsingum enn og aftur. 2. október 2015 09:00 Farið að hægja verulega á rennsli úr eystri Skaftárkatli Miðað við stærð hlaupsins er ekki útilokað að hlaupvatn flæði upp á þjóðveginn vestan við Kirkjubæjarklaustur. 2. október 2015 07:01 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
Vatnamælingamenn Veðurstofu Íslands, sem héldu til við Sveinstind, yfirgáfu skálann í gærkvöldi þar sem hlaupvatnið úr Skaftá var komið upp að dyrum skálans. Ákváðu þeir í staðinn að slá upp tjaldi fjær ánni, þar sem þeir gistu í nótt. Er þetta til marks um þann mikla ham sem hlaupinn er í Skaftá. Á sama tíma virtist sem bilun væri komin upp í mælitækjum Veðurstofunnar við Sveinstind og var því óvissa um þróun hlaupsins og hvað væri að gerast í Skaftá á hálendinu. Í byggð hefur ofsi hlaupsins snaraukist frá því í gærkvöldi. Þannig var farvegur Eldvatns, kvíslar Skaftár við Ása, orðinn bakkafullur í morgun, og í gljúfrinu neðan brúarinnar, þar sem bein fréttaútsending Stöðvar 2 var í gærkvöldi, slettist áin nú upp á bakkann. Lögreglumennirnir Sveinn Rúnarsson og Víðir Reynisson fóru í gærkvöldi í eftirlitsferð áleiðis í Hólaskjól ofan Skaftártungu og sáu að þar flæddi hlaupvatn yfir veginn. Enn fremur könnuðu þeir veginn að bæjunum Búlandi og Hvammi og þar var vatnið að byrja að leka inn á veginn skammt frá Hvammi. Áður hafði vegurinn að bænum Skaftárdal rofnað og orðið ófær.
Hlaup í Skaftá 2015 Veður Tengdar fréttir Verður stærsta Skaftárhlaup sem sögur fara af Aldei hefur mælst eins hröð rennslisaukning í Skaftárhlaupi og í gær. Allt stefnir í stærsta flóð frá því sambærilegar mælingar hófust. Hættustigi lýst yfir. Mælir FutureVolc-verkefnisins safnar ómetanlegum upplýsingum enn og aftur. 2. október 2015 09:00 Farið að hægja verulega á rennsli úr eystri Skaftárkatli Miðað við stærð hlaupsins er ekki útilokað að hlaupvatn flæði upp á þjóðveginn vestan við Kirkjubæjarklaustur. 2. október 2015 07:01 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
Verður stærsta Skaftárhlaup sem sögur fara af Aldei hefur mælst eins hröð rennslisaukning í Skaftárhlaupi og í gær. Allt stefnir í stærsta flóð frá því sambærilegar mælingar hófust. Hættustigi lýst yfir. Mælir FutureVolc-verkefnisins safnar ómetanlegum upplýsingum enn og aftur. 2. október 2015 09:00
Farið að hægja verulega á rennsli úr eystri Skaftárkatli Miðað við stærð hlaupsins er ekki útilokað að hlaupvatn flæði upp á þjóðveginn vestan við Kirkjubæjarklaustur. 2. október 2015 07:01