Innlent

Farið að hægja verulega á rennsli úr eystri Skaftárkatli

Gissur Sigurðsson skrifar
Miðað við stærð hlaupsins er ekki útilokað að hlaupvatn flæði upp á þjóðveginn vestan við Kirkjubæjarklaustur.
Miðað við stærð hlaupsins er ekki útilokað að hlaupvatn flæði upp á þjóðveginn vestan við Kirkjubæjarklaustur. Vísir
Skaftárhlaupið fer enn vaxandi í byggð en ekki liggur fyrir hvort að það hafi valdið vandræðum eða tjóni í nótt.

Vísbendingar eru um að að farið sé að hægja verulega á rennsli úr eystri Skaftárkatli í Vatnajökli, en um miðjan dag í gær hafði íshellan yfir honum sigið um 66 metra. Þá þegar var farið að hægja á siginu.

Sjá einnig: Stefnir í stærsta Skaftárhlaup frá upphafi mælinga

Miðað við stærð hlaupsins er ekki útilokað að hlaupvatn flæði upp á þjóðveginn vestan við Kirkjubæjarklaustur, en það yrði þá vart fyrr en í kvöld eða á morgun.

Sérfræðingar Veðurstofunnar í vatnavá fóru í flug klukkan hálf sjö í morgun til að kanna atburðarásina úr lofti, og eru þeir væntanlegir til baka fyrir hádegi.

Kristján Már Unnarsson tók púlsinn á vísindamönnum, lögreglumönnum og bændum á svæðinu í gær. 


Tengdar fréttir

Verður stærsta Skaftárhlaup sem sögur fara af

Aldei hefur mælst eins hröð rennslisaukning í Skaftárhlaupi og í gær. Allt stefnir í stærsta flóð frá því sambærilegar mælingar hófust. Hættustigi lýst yfir. Mælir FutureVolc-verkefnisins safnar ómetanlegum upplýsingum enn og aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×