Flóttafólki vísað aftur til Ítalíu þó aðstæður þar séu óviðunandi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. október 2015 20:31 Flóttamaður fær sér matarbita í flóttamannabúðum skammt frá Róm. vísir/epa Hæstiréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að tveimur hælisleitendum skuli vísað úr landi. Verða þeir sendir aftur til Ítalíu, þaðan sem þeir komu, á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar. „Ég er náttúrulega hvorki sáttur með niðurstöðuna né röksemd Hæstaréttar fyrir henni,“ segir Ragnar Aðalsteinsson en hann flutti málin fyrir hönd fólksins. Hann sagði að málin væru að hluta til tæknilegs eðlis en einnig hefði hann byggt á breyttum aðstæðum á Ítalíu.Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaðurHæstiréttur skautaði fram hjá röksemdunum Tæknilegi þáttur málsins snýr að því hvort stjórnvöld hafi gætt að svokölluðum sex mánaða fresti er ákvörðun var tekin um að endursenda fólkið. Almenna reglan er sú að ef ekki er ákveðið að fresta réttaráhrifunum þá renni fresturinn út og ekki sé hægt að senda fólkið aftur til þess lands sem það kom frá. Á Íslandi eru engin klár lagaákvæði þessa efnis en þó er að finna ákvæði í stjórnsýslulögum sem segja að ef sótt er um slíka frestun beri stjórnvöldum að svara því eins fljótt og unnt er. „Hæstiréttur tekur hins vegar þá afstöðu að það að sækja um slíka frestun jafngildi því að fá frestinn þó að slíka heimild sé hvergi að sjá í lögunum. Dómurinn sniðgekk það að svara þessu álitaefni en afleiðingarnar af því eru að þeir sem sækja um slíka frestun, og fá ekkert svar, geta búist við því að vera sóttir hvern morgun og sendir til baka,“ segir Ragnar. Annar maðurinn sem vísað var úr landi í dag er Ganverji en hinn er samkynhneigður Nígeríumaður. Verði sá síðari sendur aftur til heimalandsins getur hann búist við því að vera refsað fyrir kynhneigð sína en refsingar geta verið fangelsisvist eða í versta falli dauðarefsing. Toshiki Toma, prestur innflytjenda á Íslandi, birti fyrr á þessu ári grein þar sem hann hvetur stjórnvöld til að senda mennina ekki úr landi á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar.Stjórnvöld ákveði að vísa mönnunum ekki á brott „Hin ástæðan er auðvitað sú að Hæstiréttur byggir niðurstöðu sína á því að fólkið fái réttláta málsmeðferð á Ítalíu en aðstæður þar hafa einfaldlega snarbreyst á síðustu vikum,“ segir Ragnar. „Evrópusambandið ákvað fyrir skemmstu að fjarlæga hátt í hundraðþúsund flóttamenn frá Ítalíu vegna þess að aðstæður þar eru einfaldlega óviðunandi. Hæstiréttur byggir hins vegar á sínum gögnum en þau eru frá því í janúar.“ Mennirnir tveir geta búist við því að vera sendir úr landi hvenær sem er á næstu dögum. Annar þeirra hefur náð að festa rætur hér, að sögn Ragnars, og er í starfi hér á landi. „Það virðist engin áhrif hafa á dómstólinn.“ „Mér finnst að stjórnvöld ættu að taka þá prinsipp afstöðu að senda mennina ekki úr landi aftur til Ítalíu enda er ljóst að aðstæður þar eru óboðlegar. Það er það eina rétta í stöðunni,“ segir Ragnar að lokum. Flóttamenn Tengdar fréttir Kerfi sem étur manneskjur á flótta Dyflinnarreglugerðin byggist ekki á mannréttindum. Hún byggist á pólitík og hentugleika Evrópuríkjanna. 27. apríl 2015 12:12 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að tveimur hælisleitendum skuli vísað úr landi. Verða þeir sendir aftur til Ítalíu, þaðan sem þeir komu, á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar. „Ég er náttúrulega hvorki sáttur með niðurstöðuna né röksemd Hæstaréttar fyrir henni,“ segir Ragnar Aðalsteinsson en hann flutti málin fyrir hönd fólksins. Hann sagði að málin væru að hluta til tæknilegs eðlis en einnig hefði hann byggt á breyttum aðstæðum á Ítalíu.Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaðurHæstiréttur skautaði fram hjá röksemdunum Tæknilegi þáttur málsins snýr að því hvort stjórnvöld hafi gætt að svokölluðum sex mánaða fresti er ákvörðun var tekin um að endursenda fólkið. Almenna reglan er sú að ef ekki er ákveðið að fresta réttaráhrifunum þá renni fresturinn út og ekki sé hægt að senda fólkið aftur til þess lands sem það kom frá. Á Íslandi eru engin klár lagaákvæði þessa efnis en þó er að finna ákvæði í stjórnsýslulögum sem segja að ef sótt er um slíka frestun beri stjórnvöldum að svara því eins fljótt og unnt er. „Hæstiréttur tekur hins vegar þá afstöðu að það að sækja um slíka frestun jafngildi því að fá frestinn þó að slíka heimild sé hvergi að sjá í lögunum. Dómurinn sniðgekk það að svara þessu álitaefni en afleiðingarnar af því eru að þeir sem sækja um slíka frestun, og fá ekkert svar, geta búist við því að vera sóttir hvern morgun og sendir til baka,“ segir Ragnar. Annar maðurinn sem vísað var úr landi í dag er Ganverji en hinn er samkynhneigður Nígeríumaður. Verði sá síðari sendur aftur til heimalandsins getur hann búist við því að vera refsað fyrir kynhneigð sína en refsingar geta verið fangelsisvist eða í versta falli dauðarefsing. Toshiki Toma, prestur innflytjenda á Íslandi, birti fyrr á þessu ári grein þar sem hann hvetur stjórnvöld til að senda mennina ekki úr landi á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar.Stjórnvöld ákveði að vísa mönnunum ekki á brott „Hin ástæðan er auðvitað sú að Hæstiréttur byggir niðurstöðu sína á því að fólkið fái réttláta málsmeðferð á Ítalíu en aðstæður þar hafa einfaldlega snarbreyst á síðustu vikum,“ segir Ragnar. „Evrópusambandið ákvað fyrir skemmstu að fjarlæga hátt í hundraðþúsund flóttamenn frá Ítalíu vegna þess að aðstæður þar eru einfaldlega óviðunandi. Hæstiréttur byggir hins vegar á sínum gögnum en þau eru frá því í janúar.“ Mennirnir tveir geta búist við því að vera sendir úr landi hvenær sem er á næstu dögum. Annar þeirra hefur náð að festa rætur hér, að sögn Ragnars, og er í starfi hér á landi. „Það virðist engin áhrif hafa á dómstólinn.“ „Mér finnst að stjórnvöld ættu að taka þá prinsipp afstöðu að senda mennina ekki úr landi aftur til Ítalíu enda er ljóst að aðstæður þar eru óboðlegar. Það er það eina rétta í stöðunni,“ segir Ragnar að lokum.
Flóttamenn Tengdar fréttir Kerfi sem étur manneskjur á flótta Dyflinnarreglugerðin byggist ekki á mannréttindum. Hún byggist á pólitík og hentugleika Evrópuríkjanna. 27. apríl 2015 12:12 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Sjá meira
Kerfi sem étur manneskjur á flótta Dyflinnarreglugerðin byggist ekki á mannréttindum. Hún byggist á pólitík og hentugleika Evrópuríkjanna. 27. apríl 2015 12:12