Skoða vörugjöld vegna Volkswagen Sæunn Gísladóttir skrifar 2. október 2015 07:00 Vél mælir útblástur frá díselvél í Volkswagen bíl. vísir/EPA Óvíst er hvort íslenska ríkið komi til með að endurinnheimta vörugjöld af Volkswagen bílum vegna dísilsvindlsins hér á landi, en í ljós hefur komið að 3.647 bílar hérlendis eru með EA189 díselvélina sem svindlið snýst um. Samkvæmt upplýsingum frá Tollstjóra ber að greiða í ríkissjóð vörugjald af skráningarskyldum ökutækjum, jafnt nýjum sem notuðum. Gjaldskyldan nær til ökutækja sem flutt eru til landsins eða framleidd hér á landi, unnið er að eða sett eru saman hér á landi. Vörugjaldið er breytilegt eftir skráðri losun koltvísýrings ökutækisins frá 0-65%. Tollstjóra er heimilt að endurákvarða gjöld allt að sex ár aftur í tímann. EF útblástur bifreiða hefur verið ranglega skráður þá má innheimta vanreiknuð gjöld. „Það er verið að skoða hvað hægt sé að gera, hvort þetta fari milli gjaldflokka hjá okkur og annað,“ segir Hörður Davíð Harðarson yfirtollstjóri. Spurður hvort það að um sé að ræða sótlosun en ekki koltvísýringslosun hafi áhrif á hvað gert verði segir Hörður að það gæti spilað inn í. „Við höfum ekki enn þá fengið almennilegar upplýsingar um það út á hvað þetta gekk. En ef þetta hefur ekki áhrif á koltvísýringslosun hér, þá hefur þetta væntanlega ekki áhrif á gjöld hér. Þá er þetta bara skaðabótaskylda Volkswagen gagnvart bílaeigendum,“ segir Hörður. Umhverfisstofnun hefur ekki heimildir til að sekta Volkswagen vegna þessa máls og hið sama gildir um Samgöngustofu. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira
Óvíst er hvort íslenska ríkið komi til með að endurinnheimta vörugjöld af Volkswagen bílum vegna dísilsvindlsins hér á landi, en í ljós hefur komið að 3.647 bílar hérlendis eru með EA189 díselvélina sem svindlið snýst um. Samkvæmt upplýsingum frá Tollstjóra ber að greiða í ríkissjóð vörugjald af skráningarskyldum ökutækjum, jafnt nýjum sem notuðum. Gjaldskyldan nær til ökutækja sem flutt eru til landsins eða framleidd hér á landi, unnið er að eða sett eru saman hér á landi. Vörugjaldið er breytilegt eftir skráðri losun koltvísýrings ökutækisins frá 0-65%. Tollstjóra er heimilt að endurákvarða gjöld allt að sex ár aftur í tímann. EF útblástur bifreiða hefur verið ranglega skráður þá má innheimta vanreiknuð gjöld. „Það er verið að skoða hvað hægt sé að gera, hvort þetta fari milli gjaldflokka hjá okkur og annað,“ segir Hörður Davíð Harðarson yfirtollstjóri. Spurður hvort það að um sé að ræða sótlosun en ekki koltvísýringslosun hafi áhrif á hvað gert verði segir Hörður að það gæti spilað inn í. „Við höfum ekki enn þá fengið almennilegar upplýsingar um það út á hvað þetta gekk. En ef þetta hefur ekki áhrif á koltvísýringslosun hér, þá hefur þetta væntanlega ekki áhrif á gjöld hér. Þá er þetta bara skaðabótaskylda Volkswagen gagnvart bílaeigendum,“ segir Hörður. Umhverfisstofnun hefur ekki heimildir til að sekta Volkswagen vegna þessa máls og hið sama gildir um Samgöngustofu.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira