Starfsfólk Volkswagen finnur fyrir samdrætti Finnur Thorlacius skrifar 1. október 2015 15:48 Í einni af verksmiðjum Volkswagen. Það eru næstum helmingi fleiri sem vinna fyrir risafyrirtækið Volkswagen en búa hérlendis, eða 600.000 manns. Það eiga því margir mikið undir að fyrirtækið þurfi ekki að segja upp fólki, minnka vinnu eða lækka laun. Eðlilega eru viðbrögð Volkswagen á þá lund að fara nú varlega er kemur að fjárútlátum og fyrir því er starfsfólk Volkswagen strax farið að finna. Í einni stærstu vélaverksmiðju Volkswagen í Salzgitter í Þýskalandi, þar sem framleiddar eru 1,58 milljónir véla á ári, hefur einni vinnuvakt á viku verið felld niður og það mun líklega gerast víðar. Þá hefur Volkswagen sett á ráðningarbann í þeirri deild fyrirtækisins sem sér um bílalán. Lausráðnu fólki hefur verið sagt að það megi ekki vænta framtíðarráðningar. Hætt er við því að Volkswagen muni einnig spara sér mikið í auglýsingum á næstunni, enda væri það ef til vill ekki árangursríkt að auglýsa mikið nú rétt eftir uppgötvun svindlsins. Sama mun væntanlega eiga við kostunarmál, bónusa og arðgreiðslur á næstunni. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent
Það eru næstum helmingi fleiri sem vinna fyrir risafyrirtækið Volkswagen en búa hérlendis, eða 600.000 manns. Það eiga því margir mikið undir að fyrirtækið þurfi ekki að segja upp fólki, minnka vinnu eða lækka laun. Eðlilega eru viðbrögð Volkswagen á þá lund að fara nú varlega er kemur að fjárútlátum og fyrir því er starfsfólk Volkswagen strax farið að finna. Í einni stærstu vélaverksmiðju Volkswagen í Salzgitter í Þýskalandi, þar sem framleiddar eru 1,58 milljónir véla á ári, hefur einni vinnuvakt á viku verið felld niður og það mun líklega gerast víðar. Þá hefur Volkswagen sett á ráðningarbann í þeirri deild fyrirtækisins sem sér um bílalán. Lausráðnu fólki hefur verið sagt að það megi ekki vænta framtíðarráðningar. Hætt er við því að Volkswagen muni einnig spara sér mikið í auglýsingum á næstunni, enda væri það ef til vill ekki árangursríkt að auglýsa mikið nú rétt eftir uppgötvun svindlsins. Sama mun væntanlega eiga við kostunarmál, bónusa og arðgreiðslur á næstunni.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent