Í leit að hinu góða í heiminum Magnús Guðmundsson skrifar 1. október 2015 12:30 Rafael Bianciotto og Bergur Þór Ingólfsson í faðmlögum á litla sviði Borgarleikhússins. Visir/Anton Brink Gríski heimspekingurinn Sókrates er af mörgum álitinn einn merkasti hugsuður allra tíma og frumkvöðull á sviði heimspekinnar. Sókrates skrifaði þó aldrei stafkrók heldur er vitneskja okkar einkum byggð á verkum lærisveins hans, heimspekingsins Platóns, en rit hans eru byggð upp sem samræður á milli Sókratesar og annarra manna. Sókrates leitaði að þekkingu með samræðu við samborgara sína í Aþenu og sú leit hefur nú leitt til þess að trúðarnir í Borgarleikhúsinu hafa afráðið að slást með í för, ríflega tvö þúsund árum síðar. Kristjana Stefánsdóttir og Bergur Þór Ingólfsson eru höfundar trúðaóperunnar Sókrates en Kristjana semur jafnframt tónlist og Bergur Þór heldur um leikstjórnartaumana ásamt Rafael Bianciotto og þeir hafa sterkar skoðanir á eðli og mikilvægi trúða í heiminum. Rafael Bianciotto er fæddur í Argentínu og uppalinn víða um Suður-Ameríku.„Ég hef alltaf elskað að ferðast og hef líka ástríðu fyrir tungumálum. Það hefur eitthvað að gera með öll þessi ferðalög í æsku. En til Íslands kom ég fyrst árið 1994 sem aðstoðarleikstjóri hjá Mario Gonzalez. Hann hafði kennt bæði Bergi og Halldóru Geirharðsdóttur og fleirum þegar þau voru í leiklistarnámi. Við settum upp sýningu sem hét Trúðar og það var í þeirri sýningu sem trúðarnir Barbara og Úlfar fæddust. Og trúðar deyja aldrei enda segja þeir sannleikann. Sannleikurinn lifir og hann er líka eins og trúðar, stundum dálítið ógnvekjandi. Trúðarnir eru nefnilega ógn við egóið, ekki við okkur sem í raun fögnum sannleikanum, en egóið verður stundum soldið lítið í návist trúðsins.“ Rafael bendir á að Sókrates fór einmitt þá leið í sinni vegferð að spyrja í sífellu spurninga og vera í eilífri leit að sannleikanum. „Sem börn spyrjum við spurninga í sífellu og leitum sannleikans af brennandi forvitni. En einhvers staðar á leiðinni töpum við þessum eiginleika að einhverju leyti enda fáum við ekki alltaf svörin sem við viljum fá. Góður heimspekingur spyr án þess að óttast og Sókrates gerði það og fórnaði lífinu fyrir þessa leit. Þetta er ekki sannleikur þess sem veit svarið og telur sig búa yfir hinum eina rétta sannleika, þess sem sprengir sig og aðra í loft upp fyrir sinn sannleika, þvert á móti er þetta leitin að svörum. Andstæða öfganna. Trúðarnir og Sókrates eiga það á vissan hátt sameiginlegt að leitast við að greina og afbyggja samfélagið með stöðugum flaumi spurninga. En Rafael segir að það sem hafi laðað hann að trúðunum upprunalega hafi fyrst og fremst snúist um að afbyggja sjálfan sig. „Þegar ég hitti Mario Gonzalez og kynntist því sem hann var að gera með þessari einföldu grímu sem er aðeins hvítur hringur með tveimur götum fyrir augun, þetta er kallað neutral mask. Þessi gríma fjarlægir egóið og ég heillaðist strax af þessu. Gríman veitti mér frelsi frá egóinu til þess að skoða sjálfan mig og skilja mig betur.“ Bergur tekur undir þessar eigindir sem er að finna í trúðum. „Þetta snýst um heiðarleika. Þetta er tækni sem kallast essentialismi og hún dregur fram heiðarleika og fókus. Trúðurinn segir alltaf satt. Þess vegna vilja trúðarnir takast á við Sókrates. Ástæðurnar eru þær sömu og þegar trúðarnir tókust á við Dauðasyndirnar og Jesú litla. Þetta er spurning um heiðarleika. Sókrates er uppspretta vestrænnar siðfræði og við erum einfaldlega í leit að hinu góða í heiminum, það er þar sem trúðarnir vilja svamla. En trúðarnir bera líka ábyrgð í samfélaginu og þjóna ótvírætt mikilvægum tilgangi.Visir/Anton BrinkÁ sama tíma erum við að fagna mistökunum, bjóða okkur sjálf velkomin í kjánaskapinn og leggja okkur fram um að sýna hversu viðkvæm og brothætt við erum. Það er dásamlega fyndið að sjá hversu mistæk og brothætt við erum.“ Rafael bætir við að þetta snúist ekki um að geta sagt það sem manni sýnist. „Heldur að það er ég sem geri grín að mér. Mér ber líka að sýna þá ábyrgð að vera heiðarlegur og reyna aldrei að svindla.“ Bergur segir að við þurfum að halda áfram að spyrja hvert annað spurninga. „Halda áfram að pota í hvert annað í kímni og af lífsgleði eins og trúðarnir gera – að leita og undrast. Hæfileikinn til þess að undrast er barnslegur og við verðum að halda í þann hæfileika því þaðan sprettur viskan eins og þar stendur. En í sýningunni reynum við líka að eiga í samræðum við Sókrates í gegnum allar þessar aldir fyrir tilstilli hugsuða í gegnum aldirnar og allt á níutíu mínútum,“ segir Bergur og skellihlær en Rafael bendir á að sýningin sé líka um siðferði samtímans. „Á hvaða vegferð erum við og hvert stefnum við. Það er svo margt í samtímanum sem er erfitt að skilja. Grimmdin og mannvonskan.“ Bergur tekur undir það en bendir á að sýningin er ekki sögusýning heldur lifandi leikhús í leit að svörum. „Við erum að reyna að kreista safa úr skoðunum okkar og hugmyndum um heiminn.“ Gríman Leikhús Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Gríski heimspekingurinn Sókrates er af mörgum álitinn einn merkasti hugsuður allra tíma og frumkvöðull á sviði heimspekinnar. Sókrates skrifaði þó aldrei stafkrók heldur er vitneskja okkar einkum byggð á verkum lærisveins hans, heimspekingsins Platóns, en rit hans eru byggð upp sem samræður á milli Sókratesar og annarra manna. Sókrates leitaði að þekkingu með samræðu við samborgara sína í Aþenu og sú leit hefur nú leitt til þess að trúðarnir í Borgarleikhúsinu hafa afráðið að slást með í för, ríflega tvö þúsund árum síðar. Kristjana Stefánsdóttir og Bergur Þór Ingólfsson eru höfundar trúðaóperunnar Sókrates en Kristjana semur jafnframt tónlist og Bergur Þór heldur um leikstjórnartaumana ásamt Rafael Bianciotto og þeir hafa sterkar skoðanir á eðli og mikilvægi trúða í heiminum. Rafael Bianciotto er fæddur í Argentínu og uppalinn víða um Suður-Ameríku.„Ég hef alltaf elskað að ferðast og hef líka ástríðu fyrir tungumálum. Það hefur eitthvað að gera með öll þessi ferðalög í æsku. En til Íslands kom ég fyrst árið 1994 sem aðstoðarleikstjóri hjá Mario Gonzalez. Hann hafði kennt bæði Bergi og Halldóru Geirharðsdóttur og fleirum þegar þau voru í leiklistarnámi. Við settum upp sýningu sem hét Trúðar og það var í þeirri sýningu sem trúðarnir Barbara og Úlfar fæddust. Og trúðar deyja aldrei enda segja þeir sannleikann. Sannleikurinn lifir og hann er líka eins og trúðar, stundum dálítið ógnvekjandi. Trúðarnir eru nefnilega ógn við egóið, ekki við okkur sem í raun fögnum sannleikanum, en egóið verður stundum soldið lítið í návist trúðsins.“ Rafael bendir á að Sókrates fór einmitt þá leið í sinni vegferð að spyrja í sífellu spurninga og vera í eilífri leit að sannleikanum. „Sem börn spyrjum við spurninga í sífellu og leitum sannleikans af brennandi forvitni. En einhvers staðar á leiðinni töpum við þessum eiginleika að einhverju leyti enda fáum við ekki alltaf svörin sem við viljum fá. Góður heimspekingur spyr án þess að óttast og Sókrates gerði það og fórnaði lífinu fyrir þessa leit. Þetta er ekki sannleikur þess sem veit svarið og telur sig búa yfir hinum eina rétta sannleika, þess sem sprengir sig og aðra í loft upp fyrir sinn sannleika, þvert á móti er þetta leitin að svörum. Andstæða öfganna. Trúðarnir og Sókrates eiga það á vissan hátt sameiginlegt að leitast við að greina og afbyggja samfélagið með stöðugum flaumi spurninga. En Rafael segir að það sem hafi laðað hann að trúðunum upprunalega hafi fyrst og fremst snúist um að afbyggja sjálfan sig. „Þegar ég hitti Mario Gonzalez og kynntist því sem hann var að gera með þessari einföldu grímu sem er aðeins hvítur hringur með tveimur götum fyrir augun, þetta er kallað neutral mask. Þessi gríma fjarlægir egóið og ég heillaðist strax af þessu. Gríman veitti mér frelsi frá egóinu til þess að skoða sjálfan mig og skilja mig betur.“ Bergur tekur undir þessar eigindir sem er að finna í trúðum. „Þetta snýst um heiðarleika. Þetta er tækni sem kallast essentialismi og hún dregur fram heiðarleika og fókus. Trúðurinn segir alltaf satt. Þess vegna vilja trúðarnir takast á við Sókrates. Ástæðurnar eru þær sömu og þegar trúðarnir tókust á við Dauðasyndirnar og Jesú litla. Þetta er spurning um heiðarleika. Sókrates er uppspretta vestrænnar siðfræði og við erum einfaldlega í leit að hinu góða í heiminum, það er þar sem trúðarnir vilja svamla. En trúðarnir bera líka ábyrgð í samfélaginu og þjóna ótvírætt mikilvægum tilgangi.Visir/Anton BrinkÁ sama tíma erum við að fagna mistökunum, bjóða okkur sjálf velkomin í kjánaskapinn og leggja okkur fram um að sýna hversu viðkvæm og brothætt við erum. Það er dásamlega fyndið að sjá hversu mistæk og brothætt við erum.“ Rafael bætir við að þetta snúist ekki um að geta sagt það sem manni sýnist. „Heldur að það er ég sem geri grín að mér. Mér ber líka að sýna þá ábyrgð að vera heiðarlegur og reyna aldrei að svindla.“ Bergur segir að við þurfum að halda áfram að spyrja hvert annað spurninga. „Halda áfram að pota í hvert annað í kímni og af lífsgleði eins og trúðarnir gera – að leita og undrast. Hæfileikinn til þess að undrast er barnslegur og við verðum að halda í þann hæfileika því þaðan sprettur viskan eins og þar stendur. En í sýningunni reynum við líka að eiga í samræðum við Sókrates í gegnum allar þessar aldir fyrir tilstilli hugsuða í gegnum aldirnar og allt á níutíu mínútum,“ segir Bergur og skellihlær en Rafael bendir á að sýningin sé líka um siðferði samtímans. „Á hvaða vegferð erum við og hvert stefnum við. Það er svo margt í samtímanum sem er erfitt að skilja. Grimmdin og mannvonskan.“ Bergur tekur undir það en bendir á að sýningin er ekki sögusýning heldur lifandi leikhús í leit að svörum. „Við erum að reyna að kreista safa úr skoðunum okkar og hugmyndum um heiminn.“
Gríman Leikhús Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira