Ég trúi á góðmennsku, heiðarleika og tryggð Magnús Guðmundsson skrifar 1. október 2015 12:00 Hjónin Vladimir Ashkenazy og Þórunn Jóhannsdóttir hafa átt stóran þátt í að byggja upp íslenskt tónlistarlíf. Visir/GVA Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld mun Vladimir Ashkenazy halda um tónsprotann. Á efnisskránni eru fimmta sinfónía og Luonnotarer Sibeliusar ásamt annarri sinfóníu Johannesar Brahms. Einsöngvari í Luonnotarer er Þóra Einarsdóttir sópran. Vladimir Ashkenazy og Sinfóníuhljómsveit Íslands eiga sér langa og farsæla sögu sem er flestum íslenskum tónlistarunnendum vel kunn. En Ashkenazy segir að hljómsveitin sé firnasterk um þessar mundir og að Þóra sé ljómandi góð svo tónleikagestir geti vissulega leyft sér að hlakka til kvöldsins. „Við erum að takast á við Sibelius í tilefni af 150. ártíð þessa magnaða tónskálds sem er vissulega sérstaklega mikilvægt fyrir norrænt tónlistarlíf. En ég nýt þess ákaflega mikið að vinna með Sinfóníuhljómsveitinni og Þóru en hún er að takast á við sértaklega erfitt og krefjandi verk en stendur sig með miklum sóma.“Viðhorfið mikilvægt Ashkenazy segir að hljómsveitin hafi svo sannarlega vaxið og dafnað á þeim tíma frá því að hann vann fyrst með henni, enda hafi mikið vatn runnið til sjávar síðan. „Það hefur mikið af ungu og hæfileikaríku fólki gengið til liðs við Sinfóníuna og gæðin eru orðin afar mikil. Á tónleikunum sem ég stjórnaði hjá sveitinni á síðasta vetri var hún algjörlega fyrsta flokks. Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur í raun alltaf verið góð en ég hef fylgst vel með henni frá því ég kom hingað fyrst. Ég tók eftir því að þegar Sinfóníuhljómsveitin fór að ferðast aðeins um heiminn þá var það eitt af því sem efldi hana smátt og smátt. Þjóðin hefur vaxið og hljómsveitin hefur svo sannarlega vaxið og dafnað með henni. Viðhorfið í þessari hljómsveit er svo frábært þar sem hver einn og einasti gefur sig í verkefnið. Þetta er sveit sem leggur sig fram og tjáir eitthvað, spilar ekki bara í gegnum nóturnar. Þetta viðhorf er lykillinn að þessum miklu gæðum sveitarinnar.“Visir/GVAListahátíðin og Harpa Vladimir Ashkenazy var einn af upphafsmönnum Listahátíðar í Reykjavík á sínum tíma og sú hátíð markar ákveðið upphaf að því að fá hingað listamenn í heimsklassa og það hefur átt ríkulegan þátt í að þroska íslenskt listalíf. „Ég á vini í tónlistarlífinu víða um heim og þess vegna fannst mér tilvalið að fara í það verkefni og fékk hingað fjölmarga frábæra listamenn. Það gleður mig óskaplega mikið að hafa komið að því og að fólk hafi getað upplifað þessa list hérna en ekki alltaf þurft að fara í út í heim til þess að njóta þess besta. Harpa er líka gríðarlegt framfaraskref fyrir tónlistarlífið á Íslandi. Ég minnist þess að ég var staddur hérna með Fílharmóníusveitina á Listahátíðinni i Reykjavík árið 1984 og við vorum með tónleika í Laugardalshöllinni. Hljómburðurinn var auðvitað skelfilegur, enda er það íþróttahöll en ekki tónlistarhús, en því miður var ekki um annað að velja og ég sagði hljómsveitinni það. Martin Jones, fyrsta fiðla sem leiddi sveitina, sagði mér að hann vildi fá að tala við hljómsveitina svo ég gekk afsíðis á meðan. Jones bar þá hugmynd undir sveitina að halda sérstaka tónleika í London að viðstaddri konungsfjölskyldunni, til styrktar byggingu tónlistarhúss á Íslandi. Hann bað mig um að stjórna sem ég auðvitað samþykkti strax. Í upphafi næsta árs voru þessir styrktartónleikar haldnir í London og Vigdís Finnbogadóttir kom á tónleikana og það er alveg einstaklega hlýleg og vel gerð kona. Þetta var upphafið að þessu ævintýri sem Harpa er. Þetta hús hefur breytt svo miklu. Harpa er einfaldlega eitt af bestu tónlistarhúsum í Evrópu, jafnvel í heiminum. Hljómburðurinn er dásamlegur og húsið fallegt. Þetta er mikið afrek hjá íslensku þjóðinni.Fulltrúi þjóðarinnar Það er mikilvægt fyrir þjóðina að fylgja þessu eftir. Það þarf að gæta þess vel að hlúa að aðstæðum og möguleikum unga fólksins. Eins og staðan er þá held ég að staðan varðandi yngri börnin sé ágæt en að það vanti meiri stuðning við unglingana. Þessu þarf hið opinbera að breyta. Auðvitað kostar það peninga en við verðum að horfa til lengri tíma – horfa til uppskerunnar. Þessa dagana er ég að plana tónleikaferð með Sinfóníuhljómsveit Íslands til Japans og mögulega fleiri landa. Umboðsmaður minn, Jasper Parrott, er að vinna að þessu og þetta er nánast frágengið. Það er svo stórkostlegt að þessi litla þjóð eigi svo góða sinfóníuhljómsveit að hún sé í raun öfundarefni margra stórra þjóða. Þessu er tekið eftir og við getum ekki hundsað hversu frábær hljómsvetin er og stjórnvöld geta ekki hundsað þessa staðreynd. Núna förum við í tónleikaferð til Japans og stundum fer sveitin víðar og er alls staðar vel tekið. Þetta er ekki sjálfgefið og það þarf ekki að kosta svo miklu til að skapa unga fólkinu þær aðstæður að það geti tekið við keflinu og það skilar sér margfalt til baka. Stjórnvöld verða að leggja sitt af mörkum og sinna þessu því Sinfóníuhljómsveit Íslands er fulltrúi þjóðarinnar hvert sem hún fer og hvar sem hún kemur fram bæði hér heima og heiman. Þetta er mikilvægt og hvað sem ég get gert til þess að leggja mitt af mörkum geri ég með glöðu geði. Enda er samband mitt við Ísland alveg sérstakt. Ég hef verið giftur íslenskri konu í 54 ár og við eigum stóra fjölskyldu svo ég get í raun ekki lýst því hvaða þýðingu Ísland hefur fyrir mér.“Visir/GVAGildi í lífinu Ashkenazy hefur á orði að þrátt fyrir þessi sterku tengsl við Ísland séu rætur hans vissulega rússneskar og að hann sem maður sé vissulega mótaður af æsku sinni og uppeldi. „Faðir minn var píanisti en móðir mín var leikkona. Hann var gyðingur en hún Rússi og ég telst því ekki vera gyðingur, til þess þarf móðirin að vera gyðingur. En mér er alveg sama. Ég er Rússi og ég er kristinn eins og hún var. Þegar ég var átta ára gamall, árið 1945, lét móðir mín skíra mig í rússneskri kirkju, fjörutíu kílómetrum fyrir utan Moskvu en Sovétveldið var ekki hrifið af trúnni og því kaus hún að vera með þetta fyrir utan borgina . Ég man vel eftir kirkjunni, það er svo magnað hvað maður man, ég man eftir unga prestinum og ég man að móðursystir mín Galina var þarna og hún er enn á lífi. Ég var mjög hamingjusamur. Þetta er mér mikilvægt en þýðir ekki endilega að ég sé trúaður maður í hefðbundnum skilningi. Ég trúi á ákveðin gildi í lífinu. Ég trúi á góðmennsku við annað fólk og ég trúi á heiðarleika og tryggð. Ég trúi á þessi grunngildi; góðmennsku, heiðarleika, tryggð og að eltast ekki við veraldleg gæði heldur sækjast eftir þeim andlegu. Það er mín trú. Ég hef í raun ekki áhuga á að velta því fyrir mér hvort það er til eitthvert yfirnáttúrulegt afl því ég trúi á þessi gildi og reyni að lifa mínu lífi samkvæmt því. Það er svo mikið af trúuðu fólki sem fer reglulega kirkju, segist trúa mikið á almættið en svo gengur það út úr kirkjunni og gerir skelfilega hluti. Það er betra að trúa frekar á gildin – heiðarleika, gæsku og tryggð – og reyna að lifa samkvæmt því.“ Tónlist Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld mun Vladimir Ashkenazy halda um tónsprotann. Á efnisskránni eru fimmta sinfónía og Luonnotarer Sibeliusar ásamt annarri sinfóníu Johannesar Brahms. Einsöngvari í Luonnotarer er Þóra Einarsdóttir sópran. Vladimir Ashkenazy og Sinfóníuhljómsveit Íslands eiga sér langa og farsæla sögu sem er flestum íslenskum tónlistarunnendum vel kunn. En Ashkenazy segir að hljómsveitin sé firnasterk um þessar mundir og að Þóra sé ljómandi góð svo tónleikagestir geti vissulega leyft sér að hlakka til kvöldsins. „Við erum að takast á við Sibelius í tilefni af 150. ártíð þessa magnaða tónskálds sem er vissulega sérstaklega mikilvægt fyrir norrænt tónlistarlíf. En ég nýt þess ákaflega mikið að vinna með Sinfóníuhljómsveitinni og Þóru en hún er að takast á við sértaklega erfitt og krefjandi verk en stendur sig með miklum sóma.“Viðhorfið mikilvægt Ashkenazy segir að hljómsveitin hafi svo sannarlega vaxið og dafnað á þeim tíma frá því að hann vann fyrst með henni, enda hafi mikið vatn runnið til sjávar síðan. „Það hefur mikið af ungu og hæfileikaríku fólki gengið til liðs við Sinfóníuna og gæðin eru orðin afar mikil. Á tónleikunum sem ég stjórnaði hjá sveitinni á síðasta vetri var hún algjörlega fyrsta flokks. Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur í raun alltaf verið góð en ég hef fylgst vel með henni frá því ég kom hingað fyrst. Ég tók eftir því að þegar Sinfóníuhljómsveitin fór að ferðast aðeins um heiminn þá var það eitt af því sem efldi hana smátt og smátt. Þjóðin hefur vaxið og hljómsveitin hefur svo sannarlega vaxið og dafnað með henni. Viðhorfið í þessari hljómsveit er svo frábært þar sem hver einn og einasti gefur sig í verkefnið. Þetta er sveit sem leggur sig fram og tjáir eitthvað, spilar ekki bara í gegnum nóturnar. Þetta viðhorf er lykillinn að þessum miklu gæðum sveitarinnar.“Visir/GVAListahátíðin og Harpa Vladimir Ashkenazy var einn af upphafsmönnum Listahátíðar í Reykjavík á sínum tíma og sú hátíð markar ákveðið upphaf að því að fá hingað listamenn í heimsklassa og það hefur átt ríkulegan þátt í að þroska íslenskt listalíf. „Ég á vini í tónlistarlífinu víða um heim og þess vegna fannst mér tilvalið að fara í það verkefni og fékk hingað fjölmarga frábæra listamenn. Það gleður mig óskaplega mikið að hafa komið að því og að fólk hafi getað upplifað þessa list hérna en ekki alltaf þurft að fara í út í heim til þess að njóta þess besta. Harpa er líka gríðarlegt framfaraskref fyrir tónlistarlífið á Íslandi. Ég minnist þess að ég var staddur hérna með Fílharmóníusveitina á Listahátíðinni i Reykjavík árið 1984 og við vorum með tónleika í Laugardalshöllinni. Hljómburðurinn var auðvitað skelfilegur, enda er það íþróttahöll en ekki tónlistarhús, en því miður var ekki um annað að velja og ég sagði hljómsveitinni það. Martin Jones, fyrsta fiðla sem leiddi sveitina, sagði mér að hann vildi fá að tala við hljómsveitina svo ég gekk afsíðis á meðan. Jones bar þá hugmynd undir sveitina að halda sérstaka tónleika í London að viðstaddri konungsfjölskyldunni, til styrktar byggingu tónlistarhúss á Íslandi. Hann bað mig um að stjórna sem ég auðvitað samþykkti strax. Í upphafi næsta árs voru þessir styrktartónleikar haldnir í London og Vigdís Finnbogadóttir kom á tónleikana og það er alveg einstaklega hlýleg og vel gerð kona. Þetta var upphafið að þessu ævintýri sem Harpa er. Þetta hús hefur breytt svo miklu. Harpa er einfaldlega eitt af bestu tónlistarhúsum í Evrópu, jafnvel í heiminum. Hljómburðurinn er dásamlegur og húsið fallegt. Þetta er mikið afrek hjá íslensku þjóðinni.Fulltrúi þjóðarinnar Það er mikilvægt fyrir þjóðina að fylgja þessu eftir. Það þarf að gæta þess vel að hlúa að aðstæðum og möguleikum unga fólksins. Eins og staðan er þá held ég að staðan varðandi yngri börnin sé ágæt en að það vanti meiri stuðning við unglingana. Þessu þarf hið opinbera að breyta. Auðvitað kostar það peninga en við verðum að horfa til lengri tíma – horfa til uppskerunnar. Þessa dagana er ég að plana tónleikaferð með Sinfóníuhljómsveit Íslands til Japans og mögulega fleiri landa. Umboðsmaður minn, Jasper Parrott, er að vinna að þessu og þetta er nánast frágengið. Það er svo stórkostlegt að þessi litla þjóð eigi svo góða sinfóníuhljómsveit að hún sé í raun öfundarefni margra stórra þjóða. Þessu er tekið eftir og við getum ekki hundsað hversu frábær hljómsvetin er og stjórnvöld geta ekki hundsað þessa staðreynd. Núna förum við í tónleikaferð til Japans og stundum fer sveitin víðar og er alls staðar vel tekið. Þetta er ekki sjálfgefið og það þarf ekki að kosta svo miklu til að skapa unga fólkinu þær aðstæður að það geti tekið við keflinu og það skilar sér margfalt til baka. Stjórnvöld verða að leggja sitt af mörkum og sinna þessu því Sinfóníuhljómsveit Íslands er fulltrúi þjóðarinnar hvert sem hún fer og hvar sem hún kemur fram bæði hér heima og heiman. Þetta er mikilvægt og hvað sem ég get gert til þess að leggja mitt af mörkum geri ég með glöðu geði. Enda er samband mitt við Ísland alveg sérstakt. Ég hef verið giftur íslenskri konu í 54 ár og við eigum stóra fjölskyldu svo ég get í raun ekki lýst því hvaða þýðingu Ísland hefur fyrir mér.“Visir/GVAGildi í lífinu Ashkenazy hefur á orði að þrátt fyrir þessi sterku tengsl við Ísland séu rætur hans vissulega rússneskar og að hann sem maður sé vissulega mótaður af æsku sinni og uppeldi. „Faðir minn var píanisti en móðir mín var leikkona. Hann var gyðingur en hún Rússi og ég telst því ekki vera gyðingur, til þess þarf móðirin að vera gyðingur. En mér er alveg sama. Ég er Rússi og ég er kristinn eins og hún var. Þegar ég var átta ára gamall, árið 1945, lét móðir mín skíra mig í rússneskri kirkju, fjörutíu kílómetrum fyrir utan Moskvu en Sovétveldið var ekki hrifið af trúnni og því kaus hún að vera með þetta fyrir utan borgina . Ég man vel eftir kirkjunni, það er svo magnað hvað maður man, ég man eftir unga prestinum og ég man að móðursystir mín Galina var þarna og hún er enn á lífi. Ég var mjög hamingjusamur. Þetta er mér mikilvægt en þýðir ekki endilega að ég sé trúaður maður í hefðbundnum skilningi. Ég trúi á ákveðin gildi í lífinu. Ég trúi á góðmennsku við annað fólk og ég trúi á heiðarleika og tryggð. Ég trúi á þessi grunngildi; góðmennsku, heiðarleika, tryggð og að eltast ekki við veraldleg gæði heldur sækjast eftir þeim andlegu. Það er mín trú. Ég hef í raun ekki áhuga á að velta því fyrir mér hvort það er til eitthvert yfirnáttúrulegt afl því ég trúi á þessi gildi og reyni að lifa mínu lífi samkvæmt því. Það er svo mikið af trúuðu fólki sem fer reglulega kirkju, segist trúa mikið á almættið en svo gengur það út úr kirkjunni og gerir skelfilega hluti. Það er betra að trúa frekar á gildin – heiðarleika, gæsku og tryggð – og reyna að lifa samkvæmt því.“
Tónlist Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira