Volkswagen tekið af umhverfislista Dow Jones Finnur Thorlacius skrifar 1. október 2015 09:45 Hlutabréf í Volkswagen hafa fallið um 41%. Til er listi hjá Dow Jones yfir þau 10% fyrirtækja sem talin eru leiðandi í umhverfislegu tilliti í hverri atvinnugrein og á þeim lista hefur Volkswagen verið undanfarið. Nú hefur S&P Dow Jones Indices LLC og RobecoSAM tekið Volkswagen af þessum lista eftir dísilvélasvindl fyrirtækisins. Þar með er Volkswagen ekki lengur talið meðal fyrirtækja sem leiða umhverfisvæna stefnu í bíliðnaði. Hlutabréf í Volkswagen stóð í nærri 164 evrum á hlut fyrir tilkynningu EPA í Bandaríkjunum, en standa nú í 97,75 evrum. Það er hrun sem nemur um 41% á hlutabréfum í Volkswagen. Það þýðir að virði hlutbréfanna hefur fallið um 3.940 milljarða króna frá 18. september og vart er til dæmi um annað eins hrun. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent
Til er listi hjá Dow Jones yfir þau 10% fyrirtækja sem talin eru leiðandi í umhverfislegu tilliti í hverri atvinnugrein og á þeim lista hefur Volkswagen verið undanfarið. Nú hefur S&P Dow Jones Indices LLC og RobecoSAM tekið Volkswagen af þessum lista eftir dísilvélasvindl fyrirtækisins. Þar með er Volkswagen ekki lengur talið meðal fyrirtækja sem leiða umhverfisvæna stefnu í bíliðnaði. Hlutabréf í Volkswagen stóð í nærri 164 evrum á hlut fyrir tilkynningu EPA í Bandaríkjunum, en standa nú í 97,75 evrum. Það er hrun sem nemur um 41% á hlutabréfum í Volkswagen. Það þýðir að virði hlutbréfanna hefur fallið um 3.940 milljarða króna frá 18. september og vart er til dæmi um annað eins hrun.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent