Rennsli úr eystri Skaftárkatli í Vatnajökli hefur aukist hratt í nótt og fer flóðs að gæta í byggð í Skaftárdal undir hádegi, að mati vísindamanna.
Rennsli við Sveinstind, þar sem efsti mælir vatnamælinga Veðurstofunnar er, var orðið 130 rúmmetrar á sekúndu um miðnætti en var komið upp í 200 rúmmetra á sjötta tímanum í morgun.
Vatnshæðin hafði hækkað um 60 sentímetra á þessu tímabili, eða úr 2,3 metrum upp í 2,9 metra. Vatnamælingamenn eru á vettvangi og fylgjast grannt með framvindu hlaupsins.
Flóðs fer að gæta í byggð í Skaftárdal undir hádegi
Tengdar fréttir
Hlaupið hugsanlega vatnsmeira nú en áður
Flóðaðstæður munu ríkja við bakka Skaftár næstu daga, en mögulegt er að Skaftá flæði yfir vegi sem liggja nærri árbökkum.
Skaftárhlaup: Streymi úr eystri Skaftárkatli eykst hratt
Hlaupvatnið rennur ennþá undir vestanverðum Vatnajökli að öllum líkindum í átt að farvegi Skaftár þar sem búist er við að fyrstu merki um flóð sjáist á fimmtudagsmorgunn.
„Höfum beðið eftir þessu í mörg ár“
Líklega er um dæmigert hlaup að ræða.
Langt hlé gæti þýtt að hlaupið verði stórt
Skaftárhlaup er hafið. Fimm ár eru liðin frá síðasta hlaupi í Eystri-Skaftárkatli.