Tilbúin til að bjóða Albönunum vinnu á Gló Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. október 2015 14:33 Solla til vinstri og Hasan, Alketa og börnin til hægri. mynd/solla og vísir/gva „Ég veit að þetta er harðduglegt fólk og ég er tilbúin að gera ýmislegt til að aðstoða þau,“ segir Sólveig Eiríksdóttir, yfirleitt kölluð Solla og kennd við Gló. Hún er tilbúin að bjóða albönsku hælisleitendunum, sem fjallað hefur verið um síðustu daga, vinnu á veitingastað sínum. Fjölskyldunni var tilkynnt fyrir skemmstu að hún fengi ekki hæli á Íslandi og yrði að öllum líkindum flutt úr landi til Albaníu á nýjan leik. Aðeins örfáum dögum áður höfðu börn þeirra hafið nám í íslenskum grunnskóla. „Þetta byrjaði eiginlega þannig að ég var að hjálpa mágkonu minni að taka til í geymslu hjá sér. Ég benti henni á að hún gæti sent dótið í Góða hirðinn,“ segir Solla. Mágkona hennar er ítölsk og hefur starfað sem ljósmyndari og hefur oft tekið myndir af fólki sem hefur farið halloka í samfélaginu. „Hún vildi endilega gefa það til flóttafólks hér á landi.“ Þær ræddu við prest innflytjenda, Toshiki Toma, sem vísaði þeim á fjölskyldu sem vantaði ýmsa hluti en það var einmitt þessi albanska fjölskylda. „Þegar ég ræddi við þau kom það upp að þau hefðu bæði starfað á veitingahúsi þannig ég sagði við þau að ég myndi aðstoða þau eftir fremsta megni.“Íslendingar geti gert miklu meira Í lok september var fjallað um mál fjölskyldunnar þar sem börn þeirra fengu ekki skólavist hér á landi. Málið vakti mikla athygli og fáum dögum síðar hófu þau nám við Laugalækjarskóla. „Fósturdóttir mín er einnig í þessum skóla og önnur dóttir Hasan og Alketu er með henni í árgangi. Um daginn var skemmtun í skólanum og þá kom hún í heimsókn til okkar og ég var svo hissa hvað þetta var lítið land. Þetta hlaut að vera teikn,“ segir Solla og hlær. „Þetta er alveg harðduglegt og fallegt fólk sem á ekki afturkvæmt til Albaníu. Þó það sé ekki stríð þar þá geta verið ýmsir aðrir hlutir sem gera það að verkum að þú verðir að yfirgefa heimili þitt,“ segir Solla. „Ég er tilbúinn að aðstoða þau með ýmislegt og ég hef klárlega vinnu fyrir þau hjá mér.“ Að mati Sollu geta Íslendingar gert talsvert meira í málefnum flóttamanna en þeir hafa gert. „Við getum einfaldlega ekki setið heima í stofu og fylgst með þessum hryllingi í beinni útsendingu og aðhafst ekkert. Við sjáum alveg hvernig er farið með fólk út í heimi.“ „Ég trúi ekki öðru en við viljum öll leggja okkar skerf til. Það er ekki hægt að bjarga öllum heiminum en margt smátt gerir eitt stórt,“ segir Solla. Á vefsíðunni change.org er farin af stað undirskrifasöfnun þar sem ákvörðun Útlendingastofnunar er mótmælt og skorað er á stjórnvöld að endurskoða afstöðu sína. Flóttamenn Tengdar fréttir Fjölskyldan fékk synjun um hæli Albönsk fjölskylda þarf að fara úr landi sem fyrst. Börnin eru nýbyrjuð í skóla í Laugarneshverfinu og eru alsæl. Foreldrarnir segjast ekki þurfa fjárhagsaðstoð, bara leyfi til að vinna og búa á Íslandi. 17. október 2015 07:00 Mikil reiði og sorg vegna niðurstöðu Útlendingastofnunar Mikill fjöldi fólks hefur tjáð sig á Facebook og sveiflast milli þess að vera sorgmætt vegna brottvikningar albönsku fjölskyldunnar og svo reitt Útlendingastofnun. 17. október 2015 13:22 Albönsku börnin komin í skóla: Mikil gleði fyrsta skóladaginn Faðir þriggja albanskra barna, sem hingað til hafa ekki fengið skólavist í íslenskum grunnskólum, segir daginn í dag afar ánægjulegan, en í morgun byrjuðu börn hans loksins í skólanum. Yngsti sonur hans segir skemmtilegast að læra stærfræði og leika sér við aðra krakka. 5. október 2015 20:14 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
„Ég veit að þetta er harðduglegt fólk og ég er tilbúin að gera ýmislegt til að aðstoða þau,“ segir Sólveig Eiríksdóttir, yfirleitt kölluð Solla og kennd við Gló. Hún er tilbúin að bjóða albönsku hælisleitendunum, sem fjallað hefur verið um síðustu daga, vinnu á veitingastað sínum. Fjölskyldunni var tilkynnt fyrir skemmstu að hún fengi ekki hæli á Íslandi og yrði að öllum líkindum flutt úr landi til Albaníu á nýjan leik. Aðeins örfáum dögum áður höfðu börn þeirra hafið nám í íslenskum grunnskóla. „Þetta byrjaði eiginlega þannig að ég var að hjálpa mágkonu minni að taka til í geymslu hjá sér. Ég benti henni á að hún gæti sent dótið í Góða hirðinn,“ segir Solla. Mágkona hennar er ítölsk og hefur starfað sem ljósmyndari og hefur oft tekið myndir af fólki sem hefur farið halloka í samfélaginu. „Hún vildi endilega gefa það til flóttafólks hér á landi.“ Þær ræddu við prest innflytjenda, Toshiki Toma, sem vísaði þeim á fjölskyldu sem vantaði ýmsa hluti en það var einmitt þessi albanska fjölskylda. „Þegar ég ræddi við þau kom það upp að þau hefðu bæði starfað á veitingahúsi þannig ég sagði við þau að ég myndi aðstoða þau eftir fremsta megni.“Íslendingar geti gert miklu meira Í lok september var fjallað um mál fjölskyldunnar þar sem börn þeirra fengu ekki skólavist hér á landi. Málið vakti mikla athygli og fáum dögum síðar hófu þau nám við Laugalækjarskóla. „Fósturdóttir mín er einnig í þessum skóla og önnur dóttir Hasan og Alketu er með henni í árgangi. Um daginn var skemmtun í skólanum og þá kom hún í heimsókn til okkar og ég var svo hissa hvað þetta var lítið land. Þetta hlaut að vera teikn,“ segir Solla og hlær. „Þetta er alveg harðduglegt og fallegt fólk sem á ekki afturkvæmt til Albaníu. Þó það sé ekki stríð þar þá geta verið ýmsir aðrir hlutir sem gera það að verkum að þú verðir að yfirgefa heimili þitt,“ segir Solla. „Ég er tilbúinn að aðstoða þau með ýmislegt og ég hef klárlega vinnu fyrir þau hjá mér.“ Að mati Sollu geta Íslendingar gert talsvert meira í málefnum flóttamanna en þeir hafa gert. „Við getum einfaldlega ekki setið heima í stofu og fylgst með þessum hryllingi í beinni útsendingu og aðhafst ekkert. Við sjáum alveg hvernig er farið með fólk út í heimi.“ „Ég trúi ekki öðru en við viljum öll leggja okkar skerf til. Það er ekki hægt að bjarga öllum heiminum en margt smátt gerir eitt stórt,“ segir Solla. Á vefsíðunni change.org er farin af stað undirskrifasöfnun þar sem ákvörðun Útlendingastofnunar er mótmælt og skorað er á stjórnvöld að endurskoða afstöðu sína.
Flóttamenn Tengdar fréttir Fjölskyldan fékk synjun um hæli Albönsk fjölskylda þarf að fara úr landi sem fyrst. Börnin eru nýbyrjuð í skóla í Laugarneshverfinu og eru alsæl. Foreldrarnir segjast ekki þurfa fjárhagsaðstoð, bara leyfi til að vinna og búa á Íslandi. 17. október 2015 07:00 Mikil reiði og sorg vegna niðurstöðu Útlendingastofnunar Mikill fjöldi fólks hefur tjáð sig á Facebook og sveiflast milli þess að vera sorgmætt vegna brottvikningar albönsku fjölskyldunnar og svo reitt Útlendingastofnun. 17. október 2015 13:22 Albönsku börnin komin í skóla: Mikil gleði fyrsta skóladaginn Faðir þriggja albanskra barna, sem hingað til hafa ekki fengið skólavist í íslenskum grunnskólum, segir daginn í dag afar ánægjulegan, en í morgun byrjuðu börn hans loksins í skólanum. Yngsti sonur hans segir skemmtilegast að læra stærfræði og leika sér við aðra krakka. 5. október 2015 20:14 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Fjölskyldan fékk synjun um hæli Albönsk fjölskylda þarf að fara úr landi sem fyrst. Börnin eru nýbyrjuð í skóla í Laugarneshverfinu og eru alsæl. Foreldrarnir segjast ekki þurfa fjárhagsaðstoð, bara leyfi til að vinna og búa á Íslandi. 17. október 2015 07:00
Mikil reiði og sorg vegna niðurstöðu Útlendingastofnunar Mikill fjöldi fólks hefur tjáð sig á Facebook og sveiflast milli þess að vera sorgmætt vegna brottvikningar albönsku fjölskyldunnar og svo reitt Útlendingastofnun. 17. október 2015 13:22
Albönsku börnin komin í skóla: Mikil gleði fyrsta skóladaginn Faðir þriggja albanskra barna, sem hingað til hafa ekki fengið skólavist í íslenskum grunnskólum, segir daginn í dag afar ánægjulegan, en í morgun byrjuðu börn hans loksins í skólanum. Yngsti sonur hans segir skemmtilegast að læra stærfræði og leika sér við aðra krakka. 5. október 2015 20:14