Nágrannakona hælisleitenda: Hræðilegt að þau megi ekki búa hér eins og ég og aðrir Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 17. október 2015 18:43 Vonbrigðin leyndu sér ekki. vísir/gva Kristín Þórunn Tómasdóttir prestur í Laugarneskirkju segir að það sé stutt síðan heilt samfélag setti í gírinn og bjó sig undir að taka á móti albönsku fjölskyldunni sem nú eigi að visa úr landi. Þess var krafist að börnin fengju að ganga í skóla. Þetta komi því eins og þruma úr heiðskíru lofti. Rætt var við hana og fjölskylduna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Viðbrögðin við fréttum af því að Útlendingastofnun hefði synjað beiðni albönsku fjölskyldunnar um hæli vakti sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum. Aleka Telati segir að þau hafi orðið fyrir djúpum vonbrigðum þegar þau fengu synjunina í hendur. Þau hafi ákveðið að áfrýja en eigi veika von um aðra niðurstöðu. Áfrýjunin tekur allt að tvo mánuði en þá verða þau flutt rakleiðis aftur til Albaníu. Hún segir að þau muni hins vegar reyna að komast hingað til lands aftur til að dvelja hér og vinna. Hér líki þeim vel og börnin þeirra hafi aldrei verið ánægðari. Petrit litli á níu ára afmæli í dag en hann hefur eignast marga vini í nýja skólanum og er farinn að æfa fótbolta. Laura og Janie eru 16 og 13 ára.Skólagangan verður ekki löng Fjölskyldan segist ekki eiga neina framtíð í Albaníu og börnin kvíða þess að vera flutt á brott. Þau leggja áherslu á að þau séu ekki að biðja um ölmusu, þau vilji vinna og greiða fyrir sig. Hasan er kokkur og húsamálari en hefur ekki atvinnu- og dvalarleyfi. Hann segist fyrst og fremst leyfi til að búa hér og vinna og sjá fyrir fjölskyldu sinni. Í sama streng tekur Laura dóttir hans. Fjölskyldan komst í fréttirnar fyrir þremur vikum þegar greint var frá því að börnin þeirra þrjú hefðu ekki fengið inni í skóla þrátt fyrir að hafa verið hér frá því í júní. Nú er ljóst að nýtilkomin skólaganga þeirra hér mun að öllum líkindum fá snöggan endi. Sigrún Þórarinsdóttir nágranni þeirra sagðist afar sleginn yfir þessum fréttum. Það væri hræðilegt að þau fengju ekki að búa hér og starfa rétt eins og hún sjálf. Flóttamenn Tengdar fréttir Fjölskyldan fékk synjun um hæli Albönsk fjölskylda þarf að fara úr landi sem fyrst. Börnin eru nýbyrjuð í skóla í Laugarneshverfinu og eru alsæl. Foreldrarnir segjast ekki þurfa fjárhagsaðstoð, bara leyfi til að vinna og búa á Íslandi. 17. október 2015 07:00 Mikil reiði og sorg vegna niðurstöðu Útlendingastofnunar Mikill fjöldi fólks hefur tjáð sig á Facebook og sveiflast milli þess að vera sorgmætt vegna brottvikningar albönsku fjölskyldunnar og svo reitt Útlendingastofnun. 17. október 2015 13:22 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Kristín Þórunn Tómasdóttir prestur í Laugarneskirkju segir að það sé stutt síðan heilt samfélag setti í gírinn og bjó sig undir að taka á móti albönsku fjölskyldunni sem nú eigi að visa úr landi. Þess var krafist að börnin fengju að ganga í skóla. Þetta komi því eins og þruma úr heiðskíru lofti. Rætt var við hana og fjölskylduna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Viðbrögðin við fréttum af því að Útlendingastofnun hefði synjað beiðni albönsku fjölskyldunnar um hæli vakti sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum. Aleka Telati segir að þau hafi orðið fyrir djúpum vonbrigðum þegar þau fengu synjunina í hendur. Þau hafi ákveðið að áfrýja en eigi veika von um aðra niðurstöðu. Áfrýjunin tekur allt að tvo mánuði en þá verða þau flutt rakleiðis aftur til Albaníu. Hún segir að þau muni hins vegar reyna að komast hingað til lands aftur til að dvelja hér og vinna. Hér líki þeim vel og börnin þeirra hafi aldrei verið ánægðari. Petrit litli á níu ára afmæli í dag en hann hefur eignast marga vini í nýja skólanum og er farinn að æfa fótbolta. Laura og Janie eru 16 og 13 ára.Skólagangan verður ekki löng Fjölskyldan segist ekki eiga neina framtíð í Albaníu og börnin kvíða þess að vera flutt á brott. Þau leggja áherslu á að þau séu ekki að biðja um ölmusu, þau vilji vinna og greiða fyrir sig. Hasan er kokkur og húsamálari en hefur ekki atvinnu- og dvalarleyfi. Hann segist fyrst og fremst leyfi til að búa hér og vinna og sjá fyrir fjölskyldu sinni. Í sama streng tekur Laura dóttir hans. Fjölskyldan komst í fréttirnar fyrir þremur vikum þegar greint var frá því að börnin þeirra þrjú hefðu ekki fengið inni í skóla þrátt fyrir að hafa verið hér frá því í júní. Nú er ljóst að nýtilkomin skólaganga þeirra hér mun að öllum líkindum fá snöggan endi. Sigrún Þórarinsdóttir nágranni þeirra sagðist afar sleginn yfir þessum fréttum. Það væri hræðilegt að þau fengju ekki að búa hér og starfa rétt eins og hún sjálf.
Flóttamenn Tengdar fréttir Fjölskyldan fékk synjun um hæli Albönsk fjölskylda þarf að fara úr landi sem fyrst. Börnin eru nýbyrjuð í skóla í Laugarneshverfinu og eru alsæl. Foreldrarnir segjast ekki þurfa fjárhagsaðstoð, bara leyfi til að vinna og búa á Íslandi. 17. október 2015 07:00 Mikil reiði og sorg vegna niðurstöðu Útlendingastofnunar Mikill fjöldi fólks hefur tjáð sig á Facebook og sveiflast milli þess að vera sorgmætt vegna brottvikningar albönsku fjölskyldunnar og svo reitt Útlendingastofnun. 17. október 2015 13:22 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Fjölskyldan fékk synjun um hæli Albönsk fjölskylda þarf að fara úr landi sem fyrst. Börnin eru nýbyrjuð í skóla í Laugarneshverfinu og eru alsæl. Foreldrarnir segjast ekki þurfa fjárhagsaðstoð, bara leyfi til að vinna og búa á Íslandi. 17. október 2015 07:00
Mikil reiði og sorg vegna niðurstöðu Útlendingastofnunar Mikill fjöldi fólks hefur tjáð sig á Facebook og sveiflast milli þess að vera sorgmætt vegna brottvikningar albönsku fjölskyldunnar og svo reitt Útlendingastofnun. 17. október 2015 13:22