Menning

Hlustaðu á frábæran flutning Víkings Heiðars á Tchaikovsky fyrsta í Belfast

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Víkingur Heiðar var í fjórða sinn valinn flytjandi ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum í ár. Nú fyrir flutning á fyrsta píanókonserti Beethovens með Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Víkingur Heiðar var í fjórða sinn valinn flytjandi ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum í ár. Nú fyrir flutning á fyrsta píanókonserti Beethovens með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Vísir/GVA
Píanistinn Víkingur Heiðar Ólafsson fór á kostum ásamt Ulster sinfóníuhljómsveitinni í Belfast á Norður-Írlandi í gærkvöldi. Víkingur Heiðar, sem er búsettur í Berlín, var í essinu sínu í flutningi á píanókonsert númer eitt eftir Pyotr Tchaikovsky en konsertinn er afar krefjandi og einn þekktasti píanókonsert allra tíma.

Fagnaðarlátunum ætlaði seint að linna að loknum flutningi Víkings Heiðars. Fór svo að hann spilaði aukalag, Samtal fuglanna eftir Jean Philippe Rameau Le rappel , fyrir gesti sem fögnuðu vel að því loknu. 

Um föstudagstónleika hljómsveitarinnar var að ræða og aðalhljómsveitastjórinn Rafael Payare hélt á sprotanum. Tónleikarnir voru í beinni útsendingu í útvarpi og vef BBC. 

Auk píanókonsertsins var Sinfónía númer níu eftir Shostakovich á dagskrá ásamt verkum eftir Schnittke og Smetana. Flutningur Víkings Heiðars hefst eftir rúma ellefu og hálfa mínútu í spilaranum á vefsíðu BBC. Smellið hér.

Að neðan má sjá þegar Víkingur Heiðar flutti Ave Maria eftir Sigvalda Kaldalóns á opnunartónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu árið 2011. Víkingur sagði að lagið væri eins konar blessun fyrir tónlistarhúsið.




Tengdar fréttir

Með frjálsan taum

Davíð Þór Jónsson píanisti og Pekka Kuustisto fiðluleikari ætla að spinna tónlist af fingrum fram í Kaldalóni í Hörpu í kvöld og treysta vinaböndin.

Förum úr kassanum og út á brúnina

Tónlistarhátíðin Reykjavík Midsummer Music verður haldin í fjórða sinn í Hörpu og nágrenni dagana 18.-21. júní. Hátíðin, sem lýtur listrænni stjórn Víkings Heiðars Ólafssonar píanóleikara er einn skemmtilegasti viðburður tónleikaársins og sérstaklega fjölbreytt.

Víkingur og Brahms

Vinafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands lofar fræðandi og skemmtilegri stund með Víkingi Heiðari Ólafssyni í kvöld í Norðurljósasal Hörpu klukkan 20.

Upphefð að fá að spila með Philip Glass

Víkingur Heiðar leikur ásamt Maki Namekawa með hinum heimsþekkta píanóleikara Philip Glass sem frumflytur eigin etýður í Hörpu á morgun. Viðburðurinn er í tónleikaröðinni Heimspíanistar í Hörpu.

Það þarf ekki meirapróf til að hafa skoðun á klassískri tónlist

Halla Oddný Magnúsdóttir lauk nýverið framleiðslu Útúrdúrs, fimm þátta seríu um klassíska tónlist sem hóf göngu sína um síðustu helgi. Innblásturinn kom víða að, meðal annars frá firrtum yfirstéttarkarli og BBC, sjónvarpsstöð sem biðst ekki afsökunar á því að vera ríkismiðill.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×