„Við söngvararnir hlæjum og skemmtum okkur konunglega allan daginn“ Magnús Guðmundsson skrifar 15. október 2015 11:30 Gissur Páll Gissurarson og Oddur Arnþór Jónsson í hlutverkum sínum. Hin vel þekkta gamanópera Rossinis Rakarinn frá Sevilla er haustverkefni Íslensku óperunnar í ár og verður frumsýning næsta laugardag í Eldborg Hörpu. Með titilhlutverkið, hlutverk rakarans Fígarós, fer baritónsöngvarinn Oddur Arnþór Jónsson sem var valinn Bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum í vor. Rakarinn frá Sevilla hefur notið vinsælda og velgengni í tæp 200 ár allt frá frumflutningi árið 1816 og Oddur segist vissulega vona að það verði nú ekki lát á þessum vinsældum nú þegar hann stígur á svið á laugardagskvöldið í hlutverki rakarans geðþekka. „Í grunninn er þetta einföld ástarsaga. Greifinn Almaviva fellur fyrir Rosinu og þráir ekkert heitar en að ná ástum hennar. En Rosina býr hjá verndara sínum Bartolo og hann ætlar að giftast henni á þessum degi sem óperan gerist á. Þannig að greifinn fær rakarann ráðagóða til liðs við sig til þess að bjarga málum og þeir þurfa að hafa hraðar hendur ef ekki á illa að fara. Rakarinn er svona gaur sem þarf að bjarga öllu, hann er algjör vængmaður eins og sagt er, enda með það eina markmið að koma greifanum og Rosinu saman.“Oddur Arnþór Jónsson fer með hlutverk Rakarans frá Sevilla í Íslensku Óperunni.Visir/ErnirOddur segist halda að það sem liggi að baki þessum tveggja alda vinsældum verksins sé einfaldlega fyrst og fremst samþætting einfaldrar og skemmtilegrar sögu og áheyrilegrar tónlistar. „Þetta bara passar allt svo vel saman og er fyndið og skemmtilegt. En fyrir þá sem hafa áhyggjur af kunnáttuleysi í ítölskunni má benda á að sýningin er textuð þannig að það þarf enginn að missa af neinu. Við reynum líka að gera allt skýrt og skemmtilegt þannig að fólk njóti sýningarinnar vel. En svo erum líka með alveg fádæma skemmtilegan hóp á sviðinu og það skiptir líka miklu máli. Það er afskaplega skemmtilegt að vinna með Gissuri Páli Gissurarsyni sem fer með hlutverk greifans. Gissur er svona gaur sem er bara ógeðslega fyndinn og skemmtilegur og við erum saman í búningsklefa og alltaf saman á sviðinu líka þannig að við erum bara brosandi hringinn allan liðlangan daginn.“ Oddur segir að þrátt fyrir öll þessi skemmtilegheit þá sé það ekkert endilega léttara verkefni að takast á við hlutverk á borð við rakarann en dramatískari hlutverk. „Mér finnst rosa gott að syngja dramatísk hlutverk og taka dramatíkina út þar. Það er reyndar mjög erfitt að syngja hlutverk rakarans, maður má kannski ekki segja svona, en þetta liggur mjög hátt svo þetta er ekkert sem maður gerir bara með vinstri. Núna í frumsýningarvikunni þarf maður aðeins að passa sig og svo fær maður frí á föstudagskvöldið til þess að vera vel hvíldur og ferskur á laugardagskvöldið.“ Tónlist Mest lesið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Setur „Hafnarfjarðarhreysið“ á sölu eftir endurbætur Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Hin vel þekkta gamanópera Rossinis Rakarinn frá Sevilla er haustverkefni Íslensku óperunnar í ár og verður frumsýning næsta laugardag í Eldborg Hörpu. Með titilhlutverkið, hlutverk rakarans Fígarós, fer baritónsöngvarinn Oddur Arnþór Jónsson sem var valinn Bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum í vor. Rakarinn frá Sevilla hefur notið vinsælda og velgengni í tæp 200 ár allt frá frumflutningi árið 1816 og Oddur segist vissulega vona að það verði nú ekki lát á þessum vinsældum nú þegar hann stígur á svið á laugardagskvöldið í hlutverki rakarans geðþekka. „Í grunninn er þetta einföld ástarsaga. Greifinn Almaviva fellur fyrir Rosinu og þráir ekkert heitar en að ná ástum hennar. En Rosina býr hjá verndara sínum Bartolo og hann ætlar að giftast henni á þessum degi sem óperan gerist á. Þannig að greifinn fær rakarann ráðagóða til liðs við sig til þess að bjarga málum og þeir þurfa að hafa hraðar hendur ef ekki á illa að fara. Rakarinn er svona gaur sem þarf að bjarga öllu, hann er algjör vængmaður eins og sagt er, enda með það eina markmið að koma greifanum og Rosinu saman.“Oddur Arnþór Jónsson fer með hlutverk Rakarans frá Sevilla í Íslensku Óperunni.Visir/ErnirOddur segist halda að það sem liggi að baki þessum tveggja alda vinsældum verksins sé einfaldlega fyrst og fremst samþætting einfaldrar og skemmtilegrar sögu og áheyrilegrar tónlistar. „Þetta bara passar allt svo vel saman og er fyndið og skemmtilegt. En fyrir þá sem hafa áhyggjur af kunnáttuleysi í ítölskunni má benda á að sýningin er textuð þannig að það þarf enginn að missa af neinu. Við reynum líka að gera allt skýrt og skemmtilegt þannig að fólk njóti sýningarinnar vel. En svo erum líka með alveg fádæma skemmtilegan hóp á sviðinu og það skiptir líka miklu máli. Það er afskaplega skemmtilegt að vinna með Gissuri Páli Gissurarsyni sem fer með hlutverk greifans. Gissur er svona gaur sem er bara ógeðslega fyndinn og skemmtilegur og við erum saman í búningsklefa og alltaf saman á sviðinu líka þannig að við erum bara brosandi hringinn allan liðlangan daginn.“ Oddur segir að þrátt fyrir öll þessi skemmtilegheit þá sé það ekkert endilega léttara verkefni að takast á við hlutverk á borð við rakarann en dramatískari hlutverk. „Mér finnst rosa gott að syngja dramatísk hlutverk og taka dramatíkina út þar. Það er reyndar mjög erfitt að syngja hlutverk rakarans, maður má kannski ekki segja svona, en þetta liggur mjög hátt svo þetta er ekkert sem maður gerir bara með vinstri. Núna í frumsýningarvikunni þarf maður aðeins að passa sig og svo fær maður frí á föstudagskvöldið til þess að vera vel hvíldur og ferskur á laugardagskvöldið.“
Tónlist Mest lesið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Setur „Hafnarfjarðarhreysið“ á sölu eftir endurbætur Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira