Umskiptin með ólíkindum Magnús Guðmundsson skrifar 13. október 2015 11:15 Jón Sigurðsson píanóleikari Næstu tónleikar í tónleikaröðinni Klassík í Vatnsmýrinni verða haldnir miðvikudaginn 14. október kl. 20 í Norræna húsinu. Þar mun Jón Sigurðson píanóleikari ráðast í að flytja heila dagskrá með píanóverkum eftir Alexander Scriabin. Jón segir að tónlist þessa merka tónskálds hafi lengi leitað á hann. „Þetta er alveg tónlist sem tekur á að flytja en þetta hefur verið svona mitt verkefni í gegnum árin og Scriabin hefur alltaf sótt á mig. Svo langaði mig til þess að gera pínulítið meira en venjulega á þessu ári en nú eru 100 ár liðin frá dauða þessa merka rússneska tónskálds.“ Jón mun leika tólf prelúdíur, tvær sónötur, fjögur ljóð, Mazurka og Vers la flamme eftir Scriabin. Framan af samdi Scriabin eingöngu verk í síðrómantískum stíl en með árunum fór hann að fjarlægjast hið hefðbundna tónmál. Ferundarhljómar, sem komu mikið til í stað þríunda, áttu að færa hlustandann upp á æðra tilverustig. „Það sem gerir Scriabin svo einstakan í heimi tónskáldanna eru þessu gríðarlegu umskipti sem verða á hans tónlistarhugmyndum á ferlinum. Mér finnst það vera meiri breytingar en eru til dæmis á milli höfunda á klassíska tímanum. Þannig er til að mynda meiri munur á milli hans fyrstu og síðustu verka en á sér stað hjá Beethoven, Mozart og Haydn svo dæmi sé tekið. Þessi gríðarlega endurnýjun sem hann Scriabin fer í gegnum á sínum ferli er í raun alveg með ólíkindum.“ Jón segir að til þess að ná yfirliti yfir höfundarverk tónskálds á borð við Scriabin þurfi vissulega að koma nokkuð víða við. „Ég byrja á verkum sem hann samdi þegar hann var svona liðlega tvítugur og ég enda á verkum sem voru samin um 1914. Þannig að ég reyni svona að stikla á þessu höfundarverki.“ Þegar um svo mikla breidd höfundarverks er að ræða þá má velta því fyrir sér hversu aðgengilegir tónleikarnir verða fyrir þá sem hafa kannski ekki enn mikla reynslu af því að hlusta á klassíska tónlist en Jón segir að fólk þurfi ekkert að hafa mikla áhyggjur af því. „Fyrstu verkin eru afskaplega aðgengileg en ég vil ekki fullyrða of mikið um seinni hlutann því Scriabin breytir svo miklu. En með réttu hugarfari þá og ef maður veit eftir hverju á að hlusta þá er þetta svolítið eins og góð slökunartónlist. Og erum við ekki öll alltaf að reyna að slaka á?“ Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Næstu tónleikar í tónleikaröðinni Klassík í Vatnsmýrinni verða haldnir miðvikudaginn 14. október kl. 20 í Norræna húsinu. Þar mun Jón Sigurðson píanóleikari ráðast í að flytja heila dagskrá með píanóverkum eftir Alexander Scriabin. Jón segir að tónlist þessa merka tónskálds hafi lengi leitað á hann. „Þetta er alveg tónlist sem tekur á að flytja en þetta hefur verið svona mitt verkefni í gegnum árin og Scriabin hefur alltaf sótt á mig. Svo langaði mig til þess að gera pínulítið meira en venjulega á þessu ári en nú eru 100 ár liðin frá dauða þessa merka rússneska tónskálds.“ Jón mun leika tólf prelúdíur, tvær sónötur, fjögur ljóð, Mazurka og Vers la flamme eftir Scriabin. Framan af samdi Scriabin eingöngu verk í síðrómantískum stíl en með árunum fór hann að fjarlægjast hið hefðbundna tónmál. Ferundarhljómar, sem komu mikið til í stað þríunda, áttu að færa hlustandann upp á æðra tilverustig. „Það sem gerir Scriabin svo einstakan í heimi tónskáldanna eru þessu gríðarlegu umskipti sem verða á hans tónlistarhugmyndum á ferlinum. Mér finnst það vera meiri breytingar en eru til dæmis á milli höfunda á klassíska tímanum. Þannig er til að mynda meiri munur á milli hans fyrstu og síðustu verka en á sér stað hjá Beethoven, Mozart og Haydn svo dæmi sé tekið. Þessi gríðarlega endurnýjun sem hann Scriabin fer í gegnum á sínum ferli er í raun alveg með ólíkindum.“ Jón segir að til þess að ná yfirliti yfir höfundarverk tónskálds á borð við Scriabin þurfi vissulega að koma nokkuð víða við. „Ég byrja á verkum sem hann samdi þegar hann var svona liðlega tvítugur og ég enda á verkum sem voru samin um 1914. Þannig að ég reyni svona að stikla á þessu höfundarverki.“ Þegar um svo mikla breidd höfundarverks er að ræða þá má velta því fyrir sér hversu aðgengilegir tónleikarnir verða fyrir þá sem hafa kannski ekki enn mikla reynslu af því að hlusta á klassíska tónlist en Jón segir að fólk þurfi ekkert að hafa mikla áhyggjur af því. „Fyrstu verkin eru afskaplega aðgengileg en ég vil ekki fullyrða of mikið um seinni hlutann því Scriabin breytir svo miklu. En með réttu hugarfari þá og ef maður veit eftir hverju á að hlusta þá er þetta svolítið eins og góð slökunartónlist. Og erum við ekki öll alltaf að reyna að slaka á?“
Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira