Sport

Þormóður nálgast Ríó

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þormóður er hér annar frá hægri með verðlaunin sín í Glasgow.
Þormóður er hér annar frá hægri með verðlaunin sín í Glasgow. mynd/júdósambandið
Júdókappinn Þormóður Jónsson fékk bronsverðlaun á móti í Glasgow á dögunum og það gaf honum mikilvæga punkta í keppninni um sæti á ÓL í Ríó.

Mótið heitir European Judo Open og er eitt af mótaröðunum sem gefur punkta á heimslistann. Þormóði veitti ekki af punktum eftir að hafa misst af síðustu mótum vegna meiðsla.

Þormóður lagði Bretann Andrew Melbourne í glímunni um bronsið en Þormóður keppir í þungavigt.

Þormóður var í 141. sæti á heimslistanum fyrir mótið en hoppaði upp í 96. sæti með þessum fína árangri í Glasgow. Hann nálgast því takmark sitt að komast á Ólympíuleikana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×