Menning

Sýna í Tallinn

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Verk Helga Þorgils Friðjónssonar, Blue Music frá 2005.
Verk Helga Þorgils Friðjónssonar, Blue Music frá 2005.
Hópur íslenskra myndlistarmanna á verk á sýningu sem nýlega var opnuð í KUM; Samtímalistasafninu í Tallinn í Eistlandi.

Sýningin nefnist SAGA – Þegar myndir tala. Þau sem eiga þar verk eru Björk, Dieter Roth, Erró, Gabríela Friðriksdóttir, Helgi Þorgils Friðjónsson, Hrafnkell Sigurðsson, Hulda Hákon, Jóhannes S. Kjarval, Kristleifur Björnsson, Ólafur Elíasson, Ólöf Nordal, Ósk Vilhjálmsdóttir & Anna Hallin, Ragnar Kjartansson, Sigurður Guðmundsson, Steingrímur Eyfjörð og Þórður Ben Sveinsson.

Verkin á sýningunni eru valin af safnstjóra Listasafns Íslands, Halldóri Birni Runólfssyni, og þýskum sýningarstjóra, Norbert Weber, og á valið að endurspegla þá sýn á íslenska menningu sem hið glögga gestsauga getur veitt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×