Hælisleitendur gista í leikrýminu Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 13. október 2015 07:00 Móttökustöðin er lokað úrræði, til verndar þeim sem sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi. Þar búa nú svo margir að leiksvæði barna í húsinu er nýtt sem íbúð. vísir/Anton Í móttökustöð fyrir hælisleitendur í Bæjarhrauni í Hafnarfirði gista fjölskyldur í rými sem var annars hugsað sem sameiginleg stofa þar sem börn geta leikið sér. Það er vegna fjölda hælisleitenda á landinu sem rýmið er nýtt sem íbúð að sögn Skúla Á. Sigurðssonar, verkefnisstjóra hælissviðs hjá Útlendingastofnun. „Útlendingastofnun sinnir fyrst og fremst grunnþörfum hælisleitenda, þ.e. húsnæði, mat, hvers konar heilbrigðisþjónustu, o.s.frv. Rauði krossinn hefur tekið við þar sem því sleppir, til dæmis með leikfanga- og fatagjöfum, félagsstarfi, viðburðum og ýmsum stuðningi. Í húsnæðinu er gert ráð fyrir sameiginlegri stofu fyrir íbúa þar sem börn geta leikið sér en vegna fjölda hælisleitenda á landinu er það rými eins og er nýtt til íbúðar. Ekkert sjónvarp er í húsnæðinu eins og sakir standa.“Í móttökustöðuna fá engir að koma nema þeir sem þar búa, starfsfólk Rauða krossins og Útlendingastofnunar.vísir/antonFjölskyldur, barnafólk og einstæðar konur eru á einni hæð í Hafnarfirðinum og einhleypir karlar á annarri. Ekki er gengt milli hæðanna. Á gangi fyrir karla er sjónvarp og sameiginlegt rými, en ekki á fjölskyldugangi. „Móttökuteymi Útlendingastofnunar hefur óskað eftir því við Rauða krossinn að útveguð verði leikföng fyrir börnin sem búa á vegum stofnunarinnar í Hafnarfirði,“ segir Skúli um aðstæður í húsinu. Hann segir mannþröngina í Bæjarhrauni vera vegna aukins fjölda hælisumsókna sem hafa borist frá því í sumar. Í ágúst og september sóttu 110 manns um hæli í þessum tveimur mánuðum. Það sem af er árinu hafa 218 manns sótt um hæli og búist er við allt að 350 hælisleitendum á árinu. Aðstæður í móttökustöðinni eru annars ágætar, að sögn hælisleitanda sem gistir þar núna. Sólahringsvakt frá Securitas er á staðnum og þá er einn starfsmaður Útlendingastofnunar með viðveru í húsnæðinu. Þar er jafnframt viðtalsherbergi sem Útlendingastofnun notar fyrir vikulega viðtalstíma. Þráðlaust net er komið upp í húsinu sem íbúarnir eru þakklátir fyrir, það auðveldar þeim að leita sér upplýsinga og vinna að umsókn um alþjóðlega vernd á Íslandi. Flóttamenn Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Sjá meira
Í móttökustöð fyrir hælisleitendur í Bæjarhrauni í Hafnarfirði gista fjölskyldur í rými sem var annars hugsað sem sameiginleg stofa þar sem börn geta leikið sér. Það er vegna fjölda hælisleitenda á landinu sem rýmið er nýtt sem íbúð að sögn Skúla Á. Sigurðssonar, verkefnisstjóra hælissviðs hjá Útlendingastofnun. „Útlendingastofnun sinnir fyrst og fremst grunnþörfum hælisleitenda, þ.e. húsnæði, mat, hvers konar heilbrigðisþjónustu, o.s.frv. Rauði krossinn hefur tekið við þar sem því sleppir, til dæmis með leikfanga- og fatagjöfum, félagsstarfi, viðburðum og ýmsum stuðningi. Í húsnæðinu er gert ráð fyrir sameiginlegri stofu fyrir íbúa þar sem börn geta leikið sér en vegna fjölda hælisleitenda á landinu er það rými eins og er nýtt til íbúðar. Ekkert sjónvarp er í húsnæðinu eins og sakir standa.“Í móttökustöðuna fá engir að koma nema þeir sem þar búa, starfsfólk Rauða krossins og Útlendingastofnunar.vísir/antonFjölskyldur, barnafólk og einstæðar konur eru á einni hæð í Hafnarfirðinum og einhleypir karlar á annarri. Ekki er gengt milli hæðanna. Á gangi fyrir karla er sjónvarp og sameiginlegt rými, en ekki á fjölskyldugangi. „Móttökuteymi Útlendingastofnunar hefur óskað eftir því við Rauða krossinn að útveguð verði leikföng fyrir börnin sem búa á vegum stofnunarinnar í Hafnarfirði,“ segir Skúli um aðstæður í húsinu. Hann segir mannþröngina í Bæjarhrauni vera vegna aukins fjölda hælisumsókna sem hafa borist frá því í sumar. Í ágúst og september sóttu 110 manns um hæli í þessum tveimur mánuðum. Það sem af er árinu hafa 218 manns sótt um hæli og búist er við allt að 350 hælisleitendum á árinu. Aðstæður í móttökustöðinni eru annars ágætar, að sögn hælisleitanda sem gistir þar núna. Sólahringsvakt frá Securitas er á staðnum og þá er einn starfsmaður Útlendingastofnunar með viðveru í húsnæðinu. Þar er jafnframt viðtalsherbergi sem Útlendingastofnun notar fyrir vikulega viðtalstíma. Þráðlaust net er komið upp í húsinu sem íbúarnir eru þakklátir fyrir, það auðveldar þeim að leita sér upplýsinga og vinna að umsókn um alþjóðlega vernd á Íslandi.
Flóttamenn Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Sjá meira