Laxveiðisumarið það fjórða besta Svavar Hávarðsson skrifar 12. október 2015 09:00 Langá á Mýrum kristallar sveifluna í laxveiði á milli ára – í fyrrasumar veiddust 595 laxar en í sumar urðu þeir 2.616. vísir/gva Bráðabirgðatölur yfir stangveiði á laxi sumarið 2015 sýna að alls veiddust um 74.000 laxar. Veiði var rúmlega tvöfalt meiri en laxveiðin var 2014. Í heild var fjöldi stangveiddra laxa 2015 sú fjórða mesta frá upphafi og um 55% yfir langtímameðaltali áranna 1974-2014, segir í frétt frá Veiðimálastofnun. Til að fá samanburð við fyrri ár lagði Veiðimálastofnun mat á hver laxveiðin hefði orðið ef engu hefði verið sleppt aftur og veiði úr sleppingum gönguseiða var einnig frá dregin. Sú niðurstaða leiðir í ljós að stangveiði á laxi 2015 hefði verið um 51.820 laxar, sem er litlu hærra en var árin 2008 og 2009 en lægra en metveiðin frá 1978 þegar afli í stangveiði var alls 52.597 laxar. Aukning varð í laxveiði í öllum landshlutum en mest þó á Norðurlandi vestra og Vestfjörðum þar sem veiði varð sú mesta frá upphafi skráninga. Má geta þess að Blanda og Miðfjarðará slógu báðar sín met – og met yfir veiði úr sjálfbærum ám – og voru samanlagðar lokatölur þeirra tveggja tæplega 11.000 laxar. Mest lesið Ný vötn í Veiðikortinu Veiði Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Ellefu milljónir úr Veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna Veiði Gengið með Langá og Haukadalsá Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði Flott opnun í Brunná og Sandá Veiði
Bráðabirgðatölur yfir stangveiði á laxi sumarið 2015 sýna að alls veiddust um 74.000 laxar. Veiði var rúmlega tvöfalt meiri en laxveiðin var 2014. Í heild var fjöldi stangveiddra laxa 2015 sú fjórða mesta frá upphafi og um 55% yfir langtímameðaltali áranna 1974-2014, segir í frétt frá Veiðimálastofnun. Til að fá samanburð við fyrri ár lagði Veiðimálastofnun mat á hver laxveiðin hefði orðið ef engu hefði verið sleppt aftur og veiði úr sleppingum gönguseiða var einnig frá dregin. Sú niðurstaða leiðir í ljós að stangveiði á laxi 2015 hefði verið um 51.820 laxar, sem er litlu hærra en var árin 2008 og 2009 en lægra en metveiðin frá 1978 þegar afli í stangveiði var alls 52.597 laxar. Aukning varð í laxveiði í öllum landshlutum en mest þó á Norðurlandi vestra og Vestfjörðum þar sem veiði varð sú mesta frá upphafi skráninga. Má geta þess að Blanda og Miðfjarðará slógu báðar sín met – og met yfir veiði úr sjálfbærum ám – og voru samanlagðar lokatölur þeirra tveggja tæplega 11.000 laxar.
Mest lesið Ný vötn í Veiðikortinu Veiði Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Ellefu milljónir úr Veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna Veiði Gengið með Langá og Haukadalsá Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði Flott opnun í Brunná og Sandá Veiði