Innlent

Ólafur Ragnar: Ísland að verða Sviss norðurslóða

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson forseti
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Vísir/Anton

„Okkur er að takast að gera Ísland að Sviss Norðurslóða,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson forseti um mikilvægi Arctic Circle ráðstefnunnar fyrir Ísland. Með ráðstefnunni hafi tekist að gera Ísland að umræðuvettvangi um málefni Norðurslóða.



Ólafur segir að Arctic Circle ráðstefnan sé stærsti alþjóðlegi vettvangur Norðurslóða þar sem saman komi fulltrúar vísinda, stjórnmála og atvinnulífs. Þessi ráðstefna hefur að mati Ólafs Ragnars skapað Íslandi ákveðna sérstöðu.



„Með Arctic Cirle er okkur að takast það að allar þessar þjóðir samþykki að þetta litla land, Ísland, verði einskonar þorpstorg samræðu á þessu svæði. Okkur er treyst og við erum ekki grunuð um annarleg sjónarmið.“



Ólafur Ragnar var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×