Ólafía Þórunn komst á lokaúrtökumótið fyrir Evrópumótaröðina Kristinn Páll TEitsson skrifar 11. október 2015 06:00 Ólafía Þórunn. Vísir/DAníel Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr Golfklúbb Reykjavíkur, endaði í 14. sæti á stigalistanum á LETAS-mótaröðinni í golfi og fékk fyrir vikið þátttökurétt á lokaúrtökumótinu fyrir LET-mótaröðina. LETAS-mótaröðin er næst sterkasta atvinnumannamótaröð kvenna í Evrópu en 20 efstu kylfingarnir í lok hvers tímabils fá þátttökurétt á úrtökumótinu fyrir LET-mótaröðina, þá sterkustu í Evrópu. Ólafía lenti í 10-14. sæti á lokamótinu og tryggði sér með því þátttökurétt á mótinu en þetta var fyrsta tímabil Ólafíu á mótaröðinni. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni sem lenti í 8. sæti á lokamótinu á Englandi í gær endaði tímabilið í 23. sæti á stigalistanum. Kom fram á golf.is í gær að allar líkur eru á því að hún fái þátttökurétt á lokaúrtökumótinu þar sem fjórir af efstu 20 kylfingunum höfðu þegar tryggt sér sæti á lokaúrtökumótinu. Verða því að öllum líkindum tveir íslenskir kylfingar sem taka þátt í lokaúrtökumótinu fyrir LET-mótaröðina en aðeins einum íslenskum kylfingi hefur tekist að tryggja sér keppnisrétt á þessari sterkustu mótaröð Evrópu, Ólöfu Maríu Jónsdóttir úr Keili árið 2004. Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn efst eftir fyrsta daginn á lokamótinu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni eru í góðri stöðu eftir fyrsta keppnisdaginn á lokamóti tímabilsins á LETAS atvinnumótaröðinni í golfi. Ólafía lék á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari og er hún í efsta sæti. Valdís Þóra lék á pari vallar eða 72 höggum og er hún 10. til 14. sæti. 9. október 2015 12:34 Ólafía og Valdís meðal efstu kylfinga fyrir lokahringinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL , eru meðal efstu kylfinga fyrir lokahringinn á lokamóti LETAS-mótaraðarinnar sem fer fram í Englandi í dag. 10. október 2015 11:00 Valdís lauk leik í 8. sæti í Englandi Valdís náði 8. sæti á lokamóti LETAS-mótaraðarinnar í dag en hún lék á köflum frábært golf í dag. 10. október 2015 16:30 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr Golfklúbb Reykjavíkur, endaði í 14. sæti á stigalistanum á LETAS-mótaröðinni í golfi og fékk fyrir vikið þátttökurétt á lokaúrtökumótinu fyrir LET-mótaröðina. LETAS-mótaröðin er næst sterkasta atvinnumannamótaröð kvenna í Evrópu en 20 efstu kylfingarnir í lok hvers tímabils fá þátttökurétt á úrtökumótinu fyrir LET-mótaröðina, þá sterkustu í Evrópu. Ólafía lenti í 10-14. sæti á lokamótinu og tryggði sér með því þátttökurétt á mótinu en þetta var fyrsta tímabil Ólafíu á mótaröðinni. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni sem lenti í 8. sæti á lokamótinu á Englandi í gær endaði tímabilið í 23. sæti á stigalistanum. Kom fram á golf.is í gær að allar líkur eru á því að hún fái þátttökurétt á lokaúrtökumótinu þar sem fjórir af efstu 20 kylfingunum höfðu þegar tryggt sér sæti á lokaúrtökumótinu. Verða því að öllum líkindum tveir íslenskir kylfingar sem taka þátt í lokaúrtökumótinu fyrir LET-mótaröðina en aðeins einum íslenskum kylfingi hefur tekist að tryggja sér keppnisrétt á þessari sterkustu mótaröð Evrópu, Ólöfu Maríu Jónsdóttir úr Keili árið 2004.
Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn efst eftir fyrsta daginn á lokamótinu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni eru í góðri stöðu eftir fyrsta keppnisdaginn á lokamóti tímabilsins á LETAS atvinnumótaröðinni í golfi. Ólafía lék á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari og er hún í efsta sæti. Valdís Þóra lék á pari vallar eða 72 höggum og er hún 10. til 14. sæti. 9. október 2015 12:34 Ólafía og Valdís meðal efstu kylfinga fyrir lokahringinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL , eru meðal efstu kylfinga fyrir lokahringinn á lokamóti LETAS-mótaraðarinnar sem fer fram í Englandi í dag. 10. október 2015 11:00 Valdís lauk leik í 8. sæti í Englandi Valdís náði 8. sæti á lokamóti LETAS-mótaraðarinnar í dag en hún lék á köflum frábært golf í dag. 10. október 2015 16:30 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafía Þórunn efst eftir fyrsta daginn á lokamótinu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni eru í góðri stöðu eftir fyrsta keppnisdaginn á lokamóti tímabilsins á LETAS atvinnumótaröðinni í golfi. Ólafía lék á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari og er hún í efsta sæti. Valdís Þóra lék á pari vallar eða 72 höggum og er hún 10. til 14. sæti. 9. október 2015 12:34
Ólafía og Valdís meðal efstu kylfinga fyrir lokahringinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL , eru meðal efstu kylfinga fyrir lokahringinn á lokamóti LETAS-mótaraðarinnar sem fer fram í Englandi í dag. 10. október 2015 11:00
Valdís lauk leik í 8. sæti í Englandi Valdís náði 8. sæti á lokamóti LETAS-mótaraðarinnar í dag en hún lék á köflum frábært golf í dag. 10. október 2015 16:30