Minnisvarði um illvirki Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 10. október 2015 15:30 „Það er mikill áhugi núna fyrir þeim atburðum sem áttu sér stað í Djúpinu fyrir 400 árum, nokkrar bækur hafa komið út á árinu og einhverjar bíómyndir eru í pípunum,“ segir Sigrún. Vísir/Vilhelm „Við vitum kannski aldrei nákvæmlega hvað gerðist vestur á fjörðum fyrir 400 árum. Engar heimildir eru um illvirki hvalveiðimanna frá Baskalandi þar en þegar þeir voru drepnir var það sagt vera fyrir glæpina sem þeir ættu eftir að fremja, meðal annars nauðganir,“ segir Sigrún Antonsdóttir, fornleifafræðingur og leiðsögumaður. Hún er aðalhöfundur texta á skilti því sem afhjúpað verður í Ögri við Ísafjarðardjúp í dag til að minnast víga sem Íslendingar unnu á skipreika Böskum árið 1615. Þau hafa hingað til verið kölluð Spánverjavígin. Sigrún segir atlöguna einkennilega í ljósi þess að hvalveiðimennirnir hafi verið búnir að dvelja hér við land allt sumarið 1615 og heimamenn keypt af þeim ódýrt hvalkjöt. Þegar þeir hafi verið að leggja af stað heim með fullfermi af lýsi hafi komið aftakaveður með hafísreki og brotið skip þeirra þrjú. „Danski kóngurinn gaf út tilskipun um að Íslendingar yrðu að koma Böskum af sér og allar aðferðir væru leyfilegar. Ari sýslumaður í Ögri tók því svo að þeir væru réttdræpir óbótamenn. Þeir bændur sem ekki kæmust í aðför að þeim yrðu að greiða sektir og allan skaða sem þessir menn mundu valda.“ Átján Baskar höfðu komist til Æðeyjar, meðal annars skipstjórinn Martin de Villafranca sem henti frá sér vopni og bað mönnum sínum griða. „Þau grið voru ekki haldin svo hann kastaði sér til sunds af kletti og synti frá eyjunni syngjandi fagran söng. Heimamenn reru á eftir og vógu hann og svo alla hina. Nokkrum dögum fyrr höfðu þrettán hlotið sömu örlög í Dýrafirði,“ lýsir Sigrún. Baskavinafélagið á Íslandi, Ögur ehf., Sýslumaðurinn á Vestfjörðum og Súðavíkurhreppur standa að gerð skiltisins. Sigrúnu er ljúft að leggja sitt af mörkum enda er hún hálfur Baski. „Faðir minn var frá San Sebastian og ég hef dvalið dálítið í þeirri fögru borg. Samkvæmt Íslendingabók er ég reyndar afkomandi Ara í Ögri líka. Enda er það svo að þegar ég er í Baskalandi reyni ég að fegra hlut Íslendinga í málinu en hér heima dreg ég taum Baska.“ Menning Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Við vitum kannski aldrei nákvæmlega hvað gerðist vestur á fjörðum fyrir 400 árum. Engar heimildir eru um illvirki hvalveiðimanna frá Baskalandi þar en þegar þeir voru drepnir var það sagt vera fyrir glæpina sem þeir ættu eftir að fremja, meðal annars nauðganir,“ segir Sigrún Antonsdóttir, fornleifafræðingur og leiðsögumaður. Hún er aðalhöfundur texta á skilti því sem afhjúpað verður í Ögri við Ísafjarðardjúp í dag til að minnast víga sem Íslendingar unnu á skipreika Böskum árið 1615. Þau hafa hingað til verið kölluð Spánverjavígin. Sigrún segir atlöguna einkennilega í ljósi þess að hvalveiðimennirnir hafi verið búnir að dvelja hér við land allt sumarið 1615 og heimamenn keypt af þeim ódýrt hvalkjöt. Þegar þeir hafi verið að leggja af stað heim með fullfermi af lýsi hafi komið aftakaveður með hafísreki og brotið skip þeirra þrjú. „Danski kóngurinn gaf út tilskipun um að Íslendingar yrðu að koma Böskum af sér og allar aðferðir væru leyfilegar. Ari sýslumaður í Ögri tók því svo að þeir væru réttdræpir óbótamenn. Þeir bændur sem ekki kæmust í aðför að þeim yrðu að greiða sektir og allan skaða sem þessir menn mundu valda.“ Átján Baskar höfðu komist til Æðeyjar, meðal annars skipstjórinn Martin de Villafranca sem henti frá sér vopni og bað mönnum sínum griða. „Þau grið voru ekki haldin svo hann kastaði sér til sunds af kletti og synti frá eyjunni syngjandi fagran söng. Heimamenn reru á eftir og vógu hann og svo alla hina. Nokkrum dögum fyrr höfðu þrettán hlotið sömu örlög í Dýrafirði,“ lýsir Sigrún. Baskavinafélagið á Íslandi, Ögur ehf., Sýslumaðurinn á Vestfjörðum og Súðavíkurhreppur standa að gerð skiltisins. Sigrúnu er ljúft að leggja sitt af mörkum enda er hún hálfur Baski. „Faðir minn var frá San Sebastian og ég hef dvalið dálítið í þeirri fögru borg. Samkvæmt Íslendingabók er ég reyndar afkomandi Ara í Ögri líka. Enda er það svo að þegar ég er í Baskalandi reyni ég að fegra hlut Íslendinga í málinu en hér heima dreg ég taum Baska.“
Menning Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira