Ólafía og Valdís meðal efstu kylfinga fyrir lokahringinn Kristinn Páll Teitsso skrifar 10. október 2015 11:00 Ólafía slær hér inn á flötina. Vísir/Daníel Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur og Valdís Þóra Jónsdóttir úr golfklúbbnum Leyni, eru meðal efstu kylfinga fyrir lokahringinn á lokamóti LETAS-mótaraðarinnar sem fer fram í Englandi í dag. LETAS-mótaröðin er sú næst sterkasta í Evrópu en þetta er fyrsta tímabil Ólafíu á mótaröðinni en Valdís tekur þátt annað árið í röð eftir að hafa endað í 38. sæti á síðasta ári. Ólafía lék fyrsta hring mótsins vel og lauk leik á fjórum höggum undir pari en hún náði sér ekki jafn vel á strik í gær og lék á tveimur höggum yfir pari. Náði hún aðeins tveimur fuglum á hringnum en fjórum skollum og er í 8-9. sæti á tveimur höggum undir pari, sjö höggum á eftir Natalia Escuriola. Spilamennska Valdísar í gær var sveiflukennd þrátt fyrir að leika á pari en hún fékk sex fugla, tvo skolla og tvo tvöfalda skolla á hringnum. Hefur Valdís leikið báða hringina á pari en hún hefur alls krækt í ellefu fugla á fyrstu tveimur hringjunum og er í 11. sæti að tveimur hringjum loknum. Mótið er lokamót LETAS-mótaraðarinnar en Ólafía er í 16. sæti stigalistans eftir góða frammistöðu í Portúgal um síðustu helgi. Valdís er í 25. sæti eftir að hafa misst af niðurskurðinum í Portúgal en 20. efstu kylfingarnir fara beint inn á lokaúrtökumótið fyrir LET-Evrópumótaröðina, þá sterkustu í Evrópu. Aðeins einni íslenskri konu hefur tekist að komast á LET-Evrópumótaröðinni en það var Ólöf María Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Keili árið 2004. Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn efst eftir fyrsta daginn á lokamótinu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni eru í góðri stöðu eftir fyrsta keppnisdaginn á lokamóti tímabilsins á LETAS atvinnumótaröðinni í golfi. Ólafía lék á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari og er hún í efsta sæti. Valdís Þóra lék á pari vallar eða 72 höggum og er hún 10. til 14. sæti. 9. október 2015 12:34 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur og Valdís Þóra Jónsdóttir úr golfklúbbnum Leyni, eru meðal efstu kylfinga fyrir lokahringinn á lokamóti LETAS-mótaraðarinnar sem fer fram í Englandi í dag. LETAS-mótaröðin er sú næst sterkasta í Evrópu en þetta er fyrsta tímabil Ólafíu á mótaröðinni en Valdís tekur þátt annað árið í röð eftir að hafa endað í 38. sæti á síðasta ári. Ólafía lék fyrsta hring mótsins vel og lauk leik á fjórum höggum undir pari en hún náði sér ekki jafn vel á strik í gær og lék á tveimur höggum yfir pari. Náði hún aðeins tveimur fuglum á hringnum en fjórum skollum og er í 8-9. sæti á tveimur höggum undir pari, sjö höggum á eftir Natalia Escuriola. Spilamennska Valdísar í gær var sveiflukennd þrátt fyrir að leika á pari en hún fékk sex fugla, tvo skolla og tvo tvöfalda skolla á hringnum. Hefur Valdís leikið báða hringina á pari en hún hefur alls krækt í ellefu fugla á fyrstu tveimur hringjunum og er í 11. sæti að tveimur hringjum loknum. Mótið er lokamót LETAS-mótaraðarinnar en Ólafía er í 16. sæti stigalistans eftir góða frammistöðu í Portúgal um síðustu helgi. Valdís er í 25. sæti eftir að hafa misst af niðurskurðinum í Portúgal en 20. efstu kylfingarnir fara beint inn á lokaúrtökumótið fyrir LET-Evrópumótaröðina, þá sterkustu í Evrópu. Aðeins einni íslenskri konu hefur tekist að komast á LET-Evrópumótaröðinni en það var Ólöf María Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Keili árið 2004.
Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn efst eftir fyrsta daginn á lokamótinu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni eru í góðri stöðu eftir fyrsta keppnisdaginn á lokamóti tímabilsins á LETAS atvinnumótaröðinni í golfi. Ólafía lék á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari og er hún í efsta sæti. Valdís Þóra lék á pari vallar eða 72 höggum og er hún 10. til 14. sæti. 9. október 2015 12:34 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafía Þórunn efst eftir fyrsta daginn á lokamótinu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni eru í góðri stöðu eftir fyrsta keppnisdaginn á lokamóti tímabilsins á LETAS atvinnumótaröðinni í golfi. Ólafía lék á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari og er hún í efsta sæti. Valdís Þóra lék á pari vallar eða 72 höggum og er hún 10. til 14. sæti. 9. október 2015 12:34