Ég veit ekki hvort var á undan, eggið eða hænan Magnús Guðmundsson skrifar 10. október 2015 10:30 Sigurður Árni Sigurðsson við eitt verka sinna á sýningunni VARP sem opnar í dag í Hverfisgallerí. Visir/Vilhelm Sigurður Árni Sigurðsson á að baki glæsilegan feril í myndlistinni en í verkum sínum hefur hann oft velt upp spurningum um hlutverk fyrirmynda eða forma á myndfletinum og vægi forgrunns og bakgrunns. Í sumum verkum Sigurðar Árna er jafnvel að finna skugga þessara fyrirmynda sem eru ekki til staðar í myndinni sjálfri. Sigurður Árni hefur í gegnum tíðina fengist við ýmsa miðla þó svo málverkið sé hans aðalmiðill. En á sýningunni VARP kemur hann enn á óvart með nýjum verkum og ferskri nálgun á mörkum málverks og skúlptúrs. „Ég var með tvær sýningar í Frakklandi, og önnur var býsna stór og á safni, en þar var ég einvörðungu að sýna málverk og teikningar. Það getur verið að það sé hluti af ástæðum þess að ég sýni núna þessi verk í Hverfisgalleríi. Þetta eru verk sem ég vil bara kalla málverk en þau eru engu að síður ekki olía á striga heldur eru efnistökin önnur. Þetta er soldið öðruvísi en ég hef verið að gera en samt sem áður algjörlega eðlilegt framhald. Ég held að ég hafi drifið í að gera þessi verk núna, eftir að þau höfðu legið lengi í undirmeðvitundinni, eftir að ég var búinn að vera með þessar tvær sýningar á klassískum málverkum.Sigurður Árni SigurðssonBakgrunnsvandamálið Þó svo ég vilji kalla þetta málverk þá er þetta útskorið ál og ég áttaði mig ekki á því fyrr en ég fór að vinna þessi verk að það hefur verið einhver árátta hjá mér í gegnum tíðina að taka form úr málverkunum mínum og gera þau þrívíð. Ástæðan fyrir því er, sem ég er alltaf að skynja betur og betur, þetta endalausa vandamál með bakgrunninn. Bakgrunninn í málverki. Þetta hef ég verið að fara í gegnum í mínum fyrri verkum eins og t.d. í trjágörðunum mínum, kúlutrén, sem ég endaði með að gera í módel og eins er með hluta af útilistaverkum sem ég hef gert. Þar eru hlutir sem hafa sprottið beint út úr málverkinu. Hlutir sem krefjast þess af mér á endanum að vera raungerðir.Ein hugmynd í marga miðla Þess vegna lít ég á þessi verk sem ég er að sýna núna sem málverk. Þetta er framhald af því sem hefur gerst áður eins og þegar trjágarðarnir urðu að módelum eða þegar ég fór að gera glerverk út frá hugmyndum sem voru búnar að vera að gerjast í málverki. En svo veit maður aldrei alveg hvort var á undan, eggið eða hænan því þetta er allt eitt endalaust samtal.“ Þrátt fyrir þessa þróun í verkum Sigurðar Árna snýr hann þó alltaf aftur að striganum. Hann segir að þetta sé í raun þróun. „Ég sé þetta frekar þannig að það sem ég vinn með utan strigans bakkar upp hugmyndirnar. Ég er alltaf að sannreyna þær hugmyndir sem ég er að velta áfram á undan mér og þess vegna fer sú hugmynd kannski í gegnum fleiri en einn eða jafnvel tvo miðla. Það eru engin skilaboð fólgin í miðlinum hverju sinni heldur er ég fyrst og fremst að takast á við form og vídd. Ég er núna að vinna með ál og það er engin dýpri meining í því efnisvali. Samt veit ég að ál er iðnaðarvara og þar að auki þá er það pólýhúðað svo efnið er algjörlega dautt sem slíkt. En ég vel álið, umfram t.d. við sem myndi fela í sér ákveðna áferð sem ég vil ekki, svo ég leita bara uppi efni sem þjóna hugmyndinni hverju sinni. Á endanum er þetta leikur með formið og þar sem þetta er orðið þrívítt þá myndast bein tenging við birtu hvort sem það er rafmagnsljós eða dagsbirta. Þannig eru til að mynda útilistaverkin mín.“Eitt af verkum Sigurðar Árna á sýningunni VARP. Fréttablaðið/VilhelmNábýlið við náttúruna Í verkum Sigurðar Árna er oft að finna sterka skírskotun í náttúruna, til að mynda í litum og formi. Það leiðir hugann að því hvort náttúruhringnum sé lokið með efnisvali á borð við álið. „Ég nota reyndar sexhyrninginn mikið í því sem ég er að gera núna og það er eitt af grunnformum náttúrunnar. Þannig að náttúran er enn til staðar. En hún er ómeðvituð í mínum verkum og þannig hefur það alltaf verið. Íslenskir listamenn finna þetta þegar þeir fara út í heim. Útlendingar telja sig alltaf sjá náttúrutengingu í öllu sem við gerum. Ég held að þetta sé rétt hjá þeim vegna þess að þó svo við séum komin inn í tuttugustu og fyrstu öldina þá lifum við í svo miklu nábýli við náttúruna að þessi ómeðvitaða náttúrutenging er alltaf til staðar. Þetta er hluti af okkur, hluti af því sem við erum og það finnst mér fallegt.“ Myndlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Sigurður Árni Sigurðsson á að baki glæsilegan feril í myndlistinni en í verkum sínum hefur hann oft velt upp spurningum um hlutverk fyrirmynda eða forma á myndfletinum og vægi forgrunns og bakgrunns. Í sumum verkum Sigurðar Árna er jafnvel að finna skugga þessara fyrirmynda sem eru ekki til staðar í myndinni sjálfri. Sigurður Árni hefur í gegnum tíðina fengist við ýmsa miðla þó svo málverkið sé hans aðalmiðill. En á sýningunni VARP kemur hann enn á óvart með nýjum verkum og ferskri nálgun á mörkum málverks og skúlptúrs. „Ég var með tvær sýningar í Frakklandi, og önnur var býsna stór og á safni, en þar var ég einvörðungu að sýna málverk og teikningar. Það getur verið að það sé hluti af ástæðum þess að ég sýni núna þessi verk í Hverfisgalleríi. Þetta eru verk sem ég vil bara kalla málverk en þau eru engu að síður ekki olía á striga heldur eru efnistökin önnur. Þetta er soldið öðruvísi en ég hef verið að gera en samt sem áður algjörlega eðlilegt framhald. Ég held að ég hafi drifið í að gera þessi verk núna, eftir að þau höfðu legið lengi í undirmeðvitundinni, eftir að ég var búinn að vera með þessar tvær sýningar á klassískum málverkum.Sigurður Árni SigurðssonBakgrunnsvandamálið Þó svo ég vilji kalla þetta málverk þá er þetta útskorið ál og ég áttaði mig ekki á því fyrr en ég fór að vinna þessi verk að það hefur verið einhver árátta hjá mér í gegnum tíðina að taka form úr málverkunum mínum og gera þau þrívíð. Ástæðan fyrir því er, sem ég er alltaf að skynja betur og betur, þetta endalausa vandamál með bakgrunninn. Bakgrunninn í málverki. Þetta hef ég verið að fara í gegnum í mínum fyrri verkum eins og t.d. í trjágörðunum mínum, kúlutrén, sem ég endaði með að gera í módel og eins er með hluta af útilistaverkum sem ég hef gert. Þar eru hlutir sem hafa sprottið beint út úr málverkinu. Hlutir sem krefjast þess af mér á endanum að vera raungerðir.Ein hugmynd í marga miðla Þess vegna lít ég á þessi verk sem ég er að sýna núna sem málverk. Þetta er framhald af því sem hefur gerst áður eins og þegar trjágarðarnir urðu að módelum eða þegar ég fór að gera glerverk út frá hugmyndum sem voru búnar að vera að gerjast í málverki. En svo veit maður aldrei alveg hvort var á undan, eggið eða hænan því þetta er allt eitt endalaust samtal.“ Þrátt fyrir þessa þróun í verkum Sigurðar Árna snýr hann þó alltaf aftur að striganum. Hann segir að þetta sé í raun þróun. „Ég sé þetta frekar þannig að það sem ég vinn með utan strigans bakkar upp hugmyndirnar. Ég er alltaf að sannreyna þær hugmyndir sem ég er að velta áfram á undan mér og þess vegna fer sú hugmynd kannski í gegnum fleiri en einn eða jafnvel tvo miðla. Það eru engin skilaboð fólgin í miðlinum hverju sinni heldur er ég fyrst og fremst að takast á við form og vídd. Ég er núna að vinna með ál og það er engin dýpri meining í því efnisvali. Samt veit ég að ál er iðnaðarvara og þar að auki þá er það pólýhúðað svo efnið er algjörlega dautt sem slíkt. En ég vel álið, umfram t.d. við sem myndi fela í sér ákveðna áferð sem ég vil ekki, svo ég leita bara uppi efni sem þjóna hugmyndinni hverju sinni. Á endanum er þetta leikur með formið og þar sem þetta er orðið þrívítt þá myndast bein tenging við birtu hvort sem það er rafmagnsljós eða dagsbirta. Þannig eru til að mynda útilistaverkin mín.“Eitt af verkum Sigurðar Árna á sýningunni VARP. Fréttablaðið/VilhelmNábýlið við náttúruna Í verkum Sigurðar Árna er oft að finna sterka skírskotun í náttúruna, til að mynda í litum og formi. Það leiðir hugann að því hvort náttúruhringnum sé lokið með efnisvali á borð við álið. „Ég nota reyndar sexhyrninginn mikið í því sem ég er að gera núna og það er eitt af grunnformum náttúrunnar. Þannig að náttúran er enn til staðar. En hún er ómeðvituð í mínum verkum og þannig hefur það alltaf verið. Íslenskir listamenn finna þetta þegar þeir fara út í heim. Útlendingar telja sig alltaf sjá náttúrutengingu í öllu sem við gerum. Ég held að þetta sé rétt hjá þeim vegna þess að þó svo við séum komin inn í tuttugustu og fyrstu öldina þá lifum við í svo miklu nábýli við náttúruna að þessi ómeðvitaða náttúrutenging er alltaf til staðar. Þetta er hluti af okkur, hluti af því sem við erum og það finnst mér fallegt.“
Myndlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira