Microsoft hefur forskotið á ný Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 11. október 2015 15:00 Satya Nadella, forstjóri Microsoft, kynnti helstu nýjungar Microsoft í New York í vikunni. Mynd/Getty Flugeldasýning Microsoft á Manhattan í vikunni var endanleg staðfesting á nýjum áherslum fyrirtækisins. Tæknirisinn, sem áður fyrr var þekktur sem þokkalega fært og verulega umsvifamikið hugbúnaðarfyrirtæki, hefur á síðustu árum endurskilgreint sig í augum fjárfesta, neytenda og hluthafa sem raftækjaframleiðandi í heimsklassa. Microsoft kynnti fjölbreytta línu snjalltækja á þriðjudaginn. Þar á meðal nýja vörulínu Lumia-snjallsímanna með 20 megapixla myndavél með þreföldu LED flassi og 5.2 LED snertiskjá, ásamt Microsoft Band, armbandi sem fylgist með hreyfingu og öðrum daglegum athöfnum. Microsoft Band og Lumia-línan berjast um völd á markaði sem Apple, Samsung og fleiri tæknifyrirtæki hafa traust yfirráð yfir og munu mæta erfiðri samkeppni. Frumsýning Lumia-línunnar og Microsoft Band var í raun hálfgerð neðanmálsgrein í kynningu Microsoft, enda hafði fyrirtækið augnablikum áður komið út úr skápnum sem einn framsæknasti snjalltækjaframleiðandi veraldar.Microsoft nær forskotinu Tvennt ber að nefna. Annars vegar Surface Pro 4 spjaldtölvuna og Surface Book, fyrstu fartölvu Microsoft. Surface Pro 4 byggir á sömu áherslum og vöktu athygli með fyrstu Surface-línunni árið 2012. Pro 4 er þynnri, léttari og öflugri en forverar hennar. Microsoft fullyrðir að spjaldtölvan sé 50% hraðvirkari en MacBook Air en þar leikur nýr örgjörvi Intel stórt hlutverk. Surface Book stal þó senunni. Þetta er fyrsta fartölva Microsoft, sem er merkileg staðreynd. Fyrir nokkrum árum náði tilraunastarfsemi Microsoft í tækjabúnaði til lyklaborða, tölvumúsa og Xbox. Annars er það nánast móðgun við Microsoft að kalla Surface Book fartölvu enda hefur fyrirtækið verið fremst í flokki þegar kemur að sameiningu spjaldtölvunnar og fartölvunnar. Surface Book og Surface Pro 4 eru í grunninn afar áþekk tæki. Bæði státa þau af verulega öflugum snertiskjá sem virkar með griffli (e. stylus) og bæði eru hönnuð til að nota með sérhönnuðu lyklaborði. Með Surface Book gengur Microsoft lengra í hönnun sinni og hugmyndafræði. Lyklaborðið og skjárinn/spjaldtölvan eru í raun sama tækið.Verkfræðilegt listaverk Ralf Groene, sem leiðir hönnunarteymi Surface-vörulínunnar hjá Microsoft, sagði á kynningunni að öfugt við fyrri útgáfur Surface þá væri Surface Book fyrst og fremst hugsuð sem fartölva sem hægt væri að breyta í spjaldtölvu. Í framkvæmd útheimtir þessi hugmynd meiri vinnsluhraða, betri rafhlöðu ásamt öðru og það í sama ramma og neytendur samþykkja sem ásættanlega stærð á spjaldtölvu. Lausnin fólst í löm sem dregst saman og út þegar fartölvan opnast og lokast. Miðað við kynningu Microsoft er lömin eins konar bandvefur sem tengir lyklaborðið og spjaldtölvuna saman í eina heild. Þannig er hægt að sveigja snertiskjáinn 360 gráður og jafnvel losa skjáinn af og festa öfugt á lyklaborðið svo hægt sé að nýta öflugan tækjabúnaðinn sem leynist undir tökkunum. Því má leiða líkur að því að vinnslukrafturinn sé minni þegar spjaldtölvan er ekki tengd lyklaborðinu en um leið verði ending rafhlöðunnar betri.Að brúa bilið „Þessi vegamót sem við stöndum stundum á, þessi áskorun að velja á milli fartölvu og spjaldtölvu. Kannist þið við það?“ spurði Panay á sviði á þriðjudaginn. „Það er úr sögunni.“ Þetta er snjöll lausn á flóknu verkfræðilegu vandamáli. Tvö tæki með ólíka getu sameinast í einni öflugri fartölvu. Lásinn sem heldur lyklaborðinu og spjaldtölvunni saman eru síðan engin venjuleg klemma, heldur rafræn taug sem sendir skilaboð um að aðskilja íhluti skjásins og lyklaborðsins þegar ýtt er á takka. Microsoft ætlar sér stóra hluti með nýrri vörulínu og Panay og Groene, ásamt Satya Nadella, framkvæmdastjóra Microsoft, eru óhræddir við að bera tækin saman við það besta sem Apple hefur fram að færa.Manneskjan óhagganleg breyta Nadella hefur innleitt nýja og nútímalegri stefnumótun hjá Microsoft. Og það var þörf á nýjungum. Windows, sem var eitt sinn notað í 90% allra tölvutækja en er nú að finna í 11% tækja, hefur þurft að lúta í lægra haldi í miskunnarlausri samkeppni við Apple, Google og fleiri. Nadella hefur nálgast vandamálið með því að fagna breytingum annars vegar og hins vegar með því að taka áhættu með innreið á nýja markaði. „Tækin koma og fara og þróast, en þú hverfur ekki. Vegferð tölvunnar hefur kennt okkur einfalda lexíu: Það tæki er ekki til sem verður miðpunktur að eilífu,“ sagði Nadella á kynningu Microsoft. „Þessi miðpunktur ert þú. Þannig þurfa gögnin þín, stillingar og smáforrit að fylgja þér og vera til staðar á því tæki sem hentar þér hverju sinni.“ Tækni Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Flugeldasýning Microsoft á Manhattan í vikunni var endanleg staðfesting á nýjum áherslum fyrirtækisins. Tæknirisinn, sem áður fyrr var þekktur sem þokkalega fært og verulega umsvifamikið hugbúnaðarfyrirtæki, hefur á síðustu árum endurskilgreint sig í augum fjárfesta, neytenda og hluthafa sem raftækjaframleiðandi í heimsklassa. Microsoft kynnti fjölbreytta línu snjalltækja á þriðjudaginn. Þar á meðal nýja vörulínu Lumia-snjallsímanna með 20 megapixla myndavél með þreföldu LED flassi og 5.2 LED snertiskjá, ásamt Microsoft Band, armbandi sem fylgist með hreyfingu og öðrum daglegum athöfnum. Microsoft Band og Lumia-línan berjast um völd á markaði sem Apple, Samsung og fleiri tæknifyrirtæki hafa traust yfirráð yfir og munu mæta erfiðri samkeppni. Frumsýning Lumia-línunnar og Microsoft Band var í raun hálfgerð neðanmálsgrein í kynningu Microsoft, enda hafði fyrirtækið augnablikum áður komið út úr skápnum sem einn framsæknasti snjalltækjaframleiðandi veraldar.Microsoft nær forskotinu Tvennt ber að nefna. Annars vegar Surface Pro 4 spjaldtölvuna og Surface Book, fyrstu fartölvu Microsoft. Surface Pro 4 byggir á sömu áherslum og vöktu athygli með fyrstu Surface-línunni árið 2012. Pro 4 er þynnri, léttari og öflugri en forverar hennar. Microsoft fullyrðir að spjaldtölvan sé 50% hraðvirkari en MacBook Air en þar leikur nýr örgjörvi Intel stórt hlutverk. Surface Book stal þó senunni. Þetta er fyrsta fartölva Microsoft, sem er merkileg staðreynd. Fyrir nokkrum árum náði tilraunastarfsemi Microsoft í tækjabúnaði til lyklaborða, tölvumúsa og Xbox. Annars er það nánast móðgun við Microsoft að kalla Surface Book fartölvu enda hefur fyrirtækið verið fremst í flokki þegar kemur að sameiningu spjaldtölvunnar og fartölvunnar. Surface Book og Surface Pro 4 eru í grunninn afar áþekk tæki. Bæði státa þau af verulega öflugum snertiskjá sem virkar með griffli (e. stylus) og bæði eru hönnuð til að nota með sérhönnuðu lyklaborði. Með Surface Book gengur Microsoft lengra í hönnun sinni og hugmyndafræði. Lyklaborðið og skjárinn/spjaldtölvan eru í raun sama tækið.Verkfræðilegt listaverk Ralf Groene, sem leiðir hönnunarteymi Surface-vörulínunnar hjá Microsoft, sagði á kynningunni að öfugt við fyrri útgáfur Surface þá væri Surface Book fyrst og fremst hugsuð sem fartölva sem hægt væri að breyta í spjaldtölvu. Í framkvæmd útheimtir þessi hugmynd meiri vinnsluhraða, betri rafhlöðu ásamt öðru og það í sama ramma og neytendur samþykkja sem ásættanlega stærð á spjaldtölvu. Lausnin fólst í löm sem dregst saman og út þegar fartölvan opnast og lokast. Miðað við kynningu Microsoft er lömin eins konar bandvefur sem tengir lyklaborðið og spjaldtölvuna saman í eina heild. Þannig er hægt að sveigja snertiskjáinn 360 gráður og jafnvel losa skjáinn af og festa öfugt á lyklaborðið svo hægt sé að nýta öflugan tækjabúnaðinn sem leynist undir tökkunum. Því má leiða líkur að því að vinnslukrafturinn sé minni þegar spjaldtölvan er ekki tengd lyklaborðinu en um leið verði ending rafhlöðunnar betri.Að brúa bilið „Þessi vegamót sem við stöndum stundum á, þessi áskorun að velja á milli fartölvu og spjaldtölvu. Kannist þið við það?“ spurði Panay á sviði á þriðjudaginn. „Það er úr sögunni.“ Þetta er snjöll lausn á flóknu verkfræðilegu vandamáli. Tvö tæki með ólíka getu sameinast í einni öflugri fartölvu. Lásinn sem heldur lyklaborðinu og spjaldtölvunni saman eru síðan engin venjuleg klemma, heldur rafræn taug sem sendir skilaboð um að aðskilja íhluti skjásins og lyklaborðsins þegar ýtt er á takka. Microsoft ætlar sér stóra hluti með nýrri vörulínu og Panay og Groene, ásamt Satya Nadella, framkvæmdastjóra Microsoft, eru óhræddir við að bera tækin saman við það besta sem Apple hefur fram að færa.Manneskjan óhagganleg breyta Nadella hefur innleitt nýja og nútímalegri stefnumótun hjá Microsoft. Og það var þörf á nýjungum. Windows, sem var eitt sinn notað í 90% allra tölvutækja en er nú að finna í 11% tækja, hefur þurft að lúta í lægra haldi í miskunnarlausri samkeppni við Apple, Google og fleiri. Nadella hefur nálgast vandamálið með því að fagna breytingum annars vegar og hins vegar með því að taka áhættu með innreið á nýja markaði. „Tækin koma og fara og þróast, en þú hverfur ekki. Vegferð tölvunnar hefur kennt okkur einfalda lexíu: Það tæki er ekki til sem verður miðpunktur að eilífu,“ sagði Nadella á kynningu Microsoft. „Þessi miðpunktur ert þú. Þannig þurfa gögnin þín, stillingar og smáforrit að fylgja þér og vera til staðar á því tæki sem hentar þér hverju sinni.“
Tækni Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira