Scott Piercy leiðir eftir 18 holur í Malasíu 29. október 2015 15:30 Piercy á fyrsta hring í nótt. Getty. CIMB Classic hófst í nótt en PGA-mótaröðin stoppar við í Kuala Lumpur um helgina. Bandaríkjamaðurinn Scott Piercy lék manna best á fyrsta hring og kom inn á 62 höggum eða tíu undir pari. Hann er með þriggja högga forystu á næsta mann sem er Japaninn Hideki Matsuyama á sjö undir en nokkrir kylfingar deila þriðja sætinu á sex undir, meðal annars Keegan Bradley. Nokkur stór nöfn gerðu sér ferð til Malasíu um helgina en þar má helst nefna fyrrum besta kylfing heims, Adam Scott, sem lék á 68 höggum eða fjórum undir. Þá kom Sergio Garcia inn á tveimur höggum undir, einu betra en Henrik Stenson sem er á einu höggi undir pari. CIMB Classic er ekki eina stóra mót helgarinnar en einn stærsti viðburður ársins á Evrópumótaröðinni fer einnig fram, Turkish Airlines Open. Það mót verður í beinni útsendingu alla helgina á Golfstöðinni en útsendingartíma má nálgast hér. Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
CIMB Classic hófst í nótt en PGA-mótaröðin stoppar við í Kuala Lumpur um helgina. Bandaríkjamaðurinn Scott Piercy lék manna best á fyrsta hring og kom inn á 62 höggum eða tíu undir pari. Hann er með þriggja högga forystu á næsta mann sem er Japaninn Hideki Matsuyama á sjö undir en nokkrir kylfingar deila þriðja sætinu á sex undir, meðal annars Keegan Bradley. Nokkur stór nöfn gerðu sér ferð til Malasíu um helgina en þar má helst nefna fyrrum besta kylfing heims, Adam Scott, sem lék á 68 höggum eða fjórum undir. Þá kom Sergio Garcia inn á tveimur höggum undir, einu betra en Henrik Stenson sem er á einu höggi undir pari. CIMB Classic er ekki eina stóra mót helgarinnar en einn stærsti viðburður ársins á Evrópumótaröðinni fer einnig fram, Turkish Airlines Open. Það mót verður í beinni útsendingu alla helgina á Golfstöðinni en útsendingartíma má nálgast hér.
Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira