Lög sem sungin voru á íslenskum heimilum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 29. október 2015 10:15 "Við höfum verið að taka upp gamla sálma,“ segir Hugi sem hér er í miðjunni. Við hljóðfærið situr Kári Allansson og Pétur Húni er lengst til hægri. Vísir/GVA Okkur langar að leyfa þjóðinni að endurnýja kynnin við einn þátt íslenskrar tónlistarmenningar, sem er forsöngur sálma við harmoníumundirleik. Platan Kvöldbæn kom út í vor og nú fylgir platan Heilög jól í kjölfarið. Hún kemur vonandi út innan skamms, ég er að safna fyrir útgáfu hennar á Karolinafund.com,“ segir Hugi Jónsson baritónsöngvari. Hugi kveðst hafa sér til fulltingis tvo afbragðs fagmenn, Kára Allansson organista og Pétur Húna Björnsson, þjóðfræðing og söngvara. „Við höfum verið að taka upp gamla sálma og skiptum þeim upp í jóla- og aðventusálma og aðra. Á fyrri plötunni, Kvöldbæn, sem kom út í vor voru meðal annars passíusálmar og á jólaplötunni er ríflega helmingur sálmanna sunginn við gömul þjóðlög. Pétur Húni er einnig þjóðfræðingur svo verkefnið hefur góða rótfestu. Plötunum fylgir veglegur bæklingur bæði á íslensku og ensku. Í hann teiknar Júlíus Valdimarsson, grafískur hönnuður, allar myndir og er undir áhrifum frá gamalli tíð, kirkjum og torfbæjum.“ Meðal þess sem má finna á jóladiskinum eru hin hefðbundnu lög við sálmana Fögur er foldin, Hin fegursta rósin er fundin og Heims um ból, flestir aðrir sálmar eru sungnir við gömul lög sem má finna í tónlistarhandritinu Hymnodia Sacra og Grallaranum. „Hugmyndin er að birta það sem ég ímynda mér að sungið hafi verið á íslenskum heimilum frá um það bil 1800 til 1950. Þarna eru þrjú tvísöngslög við jólasálma, Pétur Húni syngur þau með mér. En það sem mér finnst einna áhugaverðast við diskinn er hljómurinn í harmoníumhljóðfærinu með öllum sínum sérkennum,“ segir Hugi og kveðst þar eiga við stigin hljóðfæri eins og eru í svo mörgum sveitakirkjum. Tónlist Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Okkur langar að leyfa þjóðinni að endurnýja kynnin við einn þátt íslenskrar tónlistarmenningar, sem er forsöngur sálma við harmoníumundirleik. Platan Kvöldbæn kom út í vor og nú fylgir platan Heilög jól í kjölfarið. Hún kemur vonandi út innan skamms, ég er að safna fyrir útgáfu hennar á Karolinafund.com,“ segir Hugi Jónsson baritónsöngvari. Hugi kveðst hafa sér til fulltingis tvo afbragðs fagmenn, Kára Allansson organista og Pétur Húna Björnsson, þjóðfræðing og söngvara. „Við höfum verið að taka upp gamla sálma og skiptum þeim upp í jóla- og aðventusálma og aðra. Á fyrri plötunni, Kvöldbæn, sem kom út í vor voru meðal annars passíusálmar og á jólaplötunni er ríflega helmingur sálmanna sunginn við gömul þjóðlög. Pétur Húni er einnig þjóðfræðingur svo verkefnið hefur góða rótfestu. Plötunum fylgir veglegur bæklingur bæði á íslensku og ensku. Í hann teiknar Júlíus Valdimarsson, grafískur hönnuður, allar myndir og er undir áhrifum frá gamalli tíð, kirkjum og torfbæjum.“ Meðal þess sem má finna á jóladiskinum eru hin hefðbundnu lög við sálmana Fögur er foldin, Hin fegursta rósin er fundin og Heims um ból, flestir aðrir sálmar eru sungnir við gömul lög sem má finna í tónlistarhandritinu Hymnodia Sacra og Grallaranum. „Hugmyndin er að birta það sem ég ímynda mér að sungið hafi verið á íslenskum heimilum frá um það bil 1800 til 1950. Þarna eru þrjú tvísöngslög við jólasálma, Pétur Húni syngur þau með mér. En það sem mér finnst einna áhugaverðast við diskinn er hljómurinn í harmoníumhljóðfærinu með öllum sínum sérkennum,“ segir Hugi og kveðst þar eiga við stigin hljóðfæri eins og eru í svo mörgum sveitakirkjum.
Tónlist Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“