Eru þrjú ár í næsta Íslandsmeistaratitil hjá FH-ingum? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2015 09:30 Jón Rúnar Halldórsson býður Gunnar Nielsen velkominn í FH. Vísir/Stefán Þetta verður í þriðja skiptið á sex árum sem FH-ingar skipta um markvörð hjá Íslandsmeistaraliði sínu en þeir gerðu það einnig eftir Íslandsmeistaratitlana 2009 og 2012. Í báðum tilfellum þurftu nýju markverðirnir að bíða í þrjú ár eftir að vinna Íslandsmeistaratitilinn með FH-liðinu. Það er einnig þannig að það lið sem hefur skipt um aðalmarkvörð undanfarin þrjú tímabil hefur misst Íslandsmeistaratitilinn sumarið eftir. Það gerðist hjá Stjörnunni 2014 (Ingvar Jónsson fór í norskt lið), KR 2013 (Hannes Þór Halldórsson fór í norskt lið) og FH 2012 (Gunnleifur Gunnleifsson fór í Breiðablik). Samkvæmt þessum hefðum eru ekki miklar líkur á því að FH-ingar verji Íslandsmeistaratitilinn sumarið 2016 þótt það sé erfitt að veðja á móti þessum magnaða leikmannahópi Hafnarfjarðarliðsins.Íslandsmeistarar 2009 - markmannsskipti - unnu næst 2012 Daði Lárusson var búinn að vera aðalmarkvörður FH-liðsins í meira en áratug og þáttakandi í fyrstu fimm Íslandsmeistaratitlum félagsins. FH-ingar keyptu landsliðsmarkvörðinn Gunnleif Gunnleifsson af HK eftir tímabilið og Daði Lárusson var leystur undan samningi. Daði samdi síðan við hitt Hafnarfjarðarliðið og spilaði með Haukum í Pepsi-deild karla 2010. Á fyrstu tveimur tímabilum Gunnleifs með FH endaði liðið í 2. sæti (2010 og 2011) en FH varð síðan Íslandsmeistari haustið 2012.Íslandsmeistarar 2012 - markmannsskipti - unnu næst 2015 Gunnleifur Gunnleifsson varð Íslandsmeistari á sínu þriðja ári með FH þar sem hann hélt tíu sinnum hreinu og fékk á sig 1,0 mark að meðaltali í leik. Gunnleifur gerði ekki nýjan samning við Hafnarfjarðarliðið heldur samdi frekar til þriggja ára við Breiðablik. Daði Lárusson sneri aftur til FH eftir þriggja ára dvöl hjá nágrönnunum en Heimir Guðjónsson veðjaði á varamarkvörð Gunnleifs, Róbert Örn Óskarsson. Á fyrstu tveimur tímabilum Róberts Arnar sem aðalmarkvarðar FH endaði liðið í 2. sæti (2013 og 2014) en FH varð síðan Íslandsmeistari í ár.Íslandsmeistarar 2015 - markmannsskipti - vinna næst 2018? Róbert Örn Óskarsson varð Íslandsmeistari á sínu þriðja ári sem aðalmarkvörður FH þar sem hann hélt fimm sinnum hreinu og fékk á sig 1,2 mörk að meðaltali í leik. FH samdi í gær við færeyska landsliðsmarkvörðinn Gunnar Nielsen sem lék með Stjörnunni í sumar. Gunnar Nielsen mætir reynslunni ríkari næsta sumar en það verður annað sumarið í röð þar sem hann ver mark liðs í titilvörn. Saga síðustu ára segir hins vegar að hann verði ekki Íslandsmeistari fyrr en sumarið 2018. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Doumbia og Davíð Þór framlengja við FH Miðvörðurinn öflugi og fyrirliðinn verða áfram hjá Íslandsmeisturunum. 28. október 2015 13:29 Gunnar: Gaman hjá Stjörnunni en FH er stærsta félagið á Íslandi Gunnar Nielsen hlakkar til að berjast um Íslandsmeistaratitilinn með FH. 28. október 2015 13:51 Gunnar Nielsen genginn í raðir FH Færeyski landsliðsmarkvörðurinn ver mark Íslandsmeistaranna í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. 28. október 2015 13:15 Gunnar: Samkeppni er öllum holl Gunnar Nielsen segist vera klár í samkeppni við Róbert Örn Óskarsson um markvarðarstöðuna hjá FH. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið og segist skilja við Stjörnuna í góðu. "Þetta var bara ákvörðun sem knattspyrn 29. október 2015 06:00 Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Þetta verður í þriðja skiptið á sex árum sem FH-ingar skipta um markvörð hjá Íslandsmeistaraliði sínu en þeir gerðu það einnig eftir Íslandsmeistaratitlana 2009 og 2012. Í báðum tilfellum þurftu nýju markverðirnir að bíða í þrjú ár eftir að vinna Íslandsmeistaratitilinn með FH-liðinu. Það er einnig þannig að það lið sem hefur skipt um aðalmarkvörð undanfarin þrjú tímabil hefur misst Íslandsmeistaratitilinn sumarið eftir. Það gerðist hjá Stjörnunni 2014 (Ingvar Jónsson fór í norskt lið), KR 2013 (Hannes Þór Halldórsson fór í norskt lið) og FH 2012 (Gunnleifur Gunnleifsson fór í Breiðablik). Samkvæmt þessum hefðum eru ekki miklar líkur á því að FH-ingar verji Íslandsmeistaratitilinn sumarið 2016 þótt það sé erfitt að veðja á móti þessum magnaða leikmannahópi Hafnarfjarðarliðsins.Íslandsmeistarar 2009 - markmannsskipti - unnu næst 2012 Daði Lárusson var búinn að vera aðalmarkvörður FH-liðsins í meira en áratug og þáttakandi í fyrstu fimm Íslandsmeistaratitlum félagsins. FH-ingar keyptu landsliðsmarkvörðinn Gunnleif Gunnleifsson af HK eftir tímabilið og Daði Lárusson var leystur undan samningi. Daði samdi síðan við hitt Hafnarfjarðarliðið og spilaði með Haukum í Pepsi-deild karla 2010. Á fyrstu tveimur tímabilum Gunnleifs með FH endaði liðið í 2. sæti (2010 og 2011) en FH varð síðan Íslandsmeistari haustið 2012.Íslandsmeistarar 2012 - markmannsskipti - unnu næst 2015 Gunnleifur Gunnleifsson varð Íslandsmeistari á sínu þriðja ári með FH þar sem hann hélt tíu sinnum hreinu og fékk á sig 1,0 mark að meðaltali í leik. Gunnleifur gerði ekki nýjan samning við Hafnarfjarðarliðið heldur samdi frekar til þriggja ára við Breiðablik. Daði Lárusson sneri aftur til FH eftir þriggja ára dvöl hjá nágrönnunum en Heimir Guðjónsson veðjaði á varamarkvörð Gunnleifs, Róbert Örn Óskarsson. Á fyrstu tveimur tímabilum Róberts Arnar sem aðalmarkvarðar FH endaði liðið í 2. sæti (2013 og 2014) en FH varð síðan Íslandsmeistari í ár.Íslandsmeistarar 2015 - markmannsskipti - vinna næst 2018? Róbert Örn Óskarsson varð Íslandsmeistari á sínu þriðja ári sem aðalmarkvörður FH þar sem hann hélt fimm sinnum hreinu og fékk á sig 1,2 mörk að meðaltali í leik. FH samdi í gær við færeyska landsliðsmarkvörðinn Gunnar Nielsen sem lék með Stjörnunni í sumar. Gunnar Nielsen mætir reynslunni ríkari næsta sumar en það verður annað sumarið í röð þar sem hann ver mark liðs í titilvörn. Saga síðustu ára segir hins vegar að hann verði ekki Íslandsmeistari fyrr en sumarið 2018.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Doumbia og Davíð Þór framlengja við FH Miðvörðurinn öflugi og fyrirliðinn verða áfram hjá Íslandsmeisturunum. 28. október 2015 13:29 Gunnar: Gaman hjá Stjörnunni en FH er stærsta félagið á Íslandi Gunnar Nielsen hlakkar til að berjast um Íslandsmeistaratitilinn með FH. 28. október 2015 13:51 Gunnar Nielsen genginn í raðir FH Færeyski landsliðsmarkvörðurinn ver mark Íslandsmeistaranna í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. 28. október 2015 13:15 Gunnar: Samkeppni er öllum holl Gunnar Nielsen segist vera klár í samkeppni við Róbert Örn Óskarsson um markvarðarstöðuna hjá FH. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið og segist skilja við Stjörnuna í góðu. "Þetta var bara ákvörðun sem knattspyrn 29. október 2015 06:00 Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Doumbia og Davíð Þór framlengja við FH Miðvörðurinn öflugi og fyrirliðinn verða áfram hjá Íslandsmeisturunum. 28. október 2015 13:29
Gunnar: Gaman hjá Stjörnunni en FH er stærsta félagið á Íslandi Gunnar Nielsen hlakkar til að berjast um Íslandsmeistaratitilinn með FH. 28. október 2015 13:51
Gunnar Nielsen genginn í raðir FH Færeyski landsliðsmarkvörðurinn ver mark Íslandsmeistaranna í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. 28. október 2015 13:15
Gunnar: Samkeppni er öllum holl Gunnar Nielsen segist vera klár í samkeppni við Róbert Örn Óskarsson um markvarðarstöðuna hjá FH. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið og segist skilja við Stjörnuna í góðu. "Þetta var bara ákvörðun sem knattspyrn 29. október 2015 06:00