Þórður glímdi við áfengi og vímuefni: Mætti fullur á æfingu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. október 2015 17:53 Þórður Ingason. Vísir Þórður Ingason, markvörður Fjölnis, segir frá baráttu sinni við áfengis- og vímuefnaneyslu í ítarlegu viðtali við Fótbolta.net í dag. Þórður missti sæti sitt í byrjunarliði Fjölnis í byrjun september og var settur í agabann út tímabilið í Pepsi-deild karla. Ástæðan var ei nföld. „Ég mætti eiginlega fullur á æfingu,“ sagði Þórður sem hafði verið drukkinn tvö kvöld í röð og sofið í aðeins klukkutíma áður en hann mætti á æfinguna á laugardegi. „Ég man án gríns lítið eftir þessari æfingu,“ sagði Þórður sem missti sætið strax sætið sitt. Þetta var þó ekki einsdæmi því Þórður lýsir í viðtalinu hvernig hann hefur barist við bakkus undanfarin ár.Sjá einnig: Agabann Þórðar nær út tímabilið | Óvíst með framtíðina Meðal þess sem hann nefnir er sumarið 2010 þegar hann var varamarkvörður Lars Ivar Moldskred hjá KR. Þegar líða tók á tímabilið fór hann út á lífið um helgar þó svo að það væri verið að spila á sunnudögum. „Maður var þunnur á bekknum í leikjum og vonaði að þurfa ekki að koma inn á. Hann var alltaf að láta næstum því reka sig út af þessi Norðmaður í markinu. Ég hugsaði bara „fokk“ á bekknum og óttaðist að þurfa að koma inn á. Ég var bara 22 ára og þetta var of stórt fyrir mig.“ Hann segir að streitan og feluleikirnir hafi farið illa með sig í gegnum árin og þó svo að hann hafi getað hætt að neyta áfengis í skamman tíma var næsta fyllerí alltaf planð. Hann er nýkominn úr meðferð og þessi 27 ára markvörður ætlar að halda áfram í boltanum - hvort sem er að það verður hjá Fjölni eða í öðru liði. „Ég vonast eftir að fá tækifæri. Ég get sagt hvað sem er. Ég get sitið hér og logið öllum fjandanum en ég þarf að sýna þetta í verki. Þau lið sem hafa áhuga á mér sjá vonandi að ég er að gera eitthvað róttækt í mínum málum. Ég er mjög ánægður með sjálfan mig núna að hafa tekið þetta skref. Þetta er eitthvað sem ég vildi gera því ég nenni ekki þessari vanlíðan sem fylgir þessu. Ég vil komast í andlegt jafnvægi og segja skilið við hitt,” sagði Þórður. Viðtalið má lesa í heild sinni á Fótbolta.net. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira
Þórður Ingason, markvörður Fjölnis, segir frá baráttu sinni við áfengis- og vímuefnaneyslu í ítarlegu viðtali við Fótbolta.net í dag. Þórður missti sæti sitt í byrjunarliði Fjölnis í byrjun september og var settur í agabann út tímabilið í Pepsi-deild karla. Ástæðan var ei nföld. „Ég mætti eiginlega fullur á æfingu,“ sagði Þórður sem hafði verið drukkinn tvö kvöld í röð og sofið í aðeins klukkutíma áður en hann mætti á æfinguna á laugardegi. „Ég man án gríns lítið eftir þessari æfingu,“ sagði Þórður sem missti sætið strax sætið sitt. Þetta var þó ekki einsdæmi því Þórður lýsir í viðtalinu hvernig hann hefur barist við bakkus undanfarin ár.Sjá einnig: Agabann Þórðar nær út tímabilið | Óvíst með framtíðina Meðal þess sem hann nefnir er sumarið 2010 þegar hann var varamarkvörður Lars Ivar Moldskred hjá KR. Þegar líða tók á tímabilið fór hann út á lífið um helgar þó svo að það væri verið að spila á sunnudögum. „Maður var þunnur á bekknum í leikjum og vonaði að þurfa ekki að koma inn á. Hann var alltaf að láta næstum því reka sig út af þessi Norðmaður í markinu. Ég hugsaði bara „fokk“ á bekknum og óttaðist að þurfa að koma inn á. Ég var bara 22 ára og þetta var of stórt fyrir mig.“ Hann segir að streitan og feluleikirnir hafi farið illa með sig í gegnum árin og þó svo að hann hafi getað hætt að neyta áfengis í skamman tíma var næsta fyllerí alltaf planð. Hann er nýkominn úr meðferð og þessi 27 ára markvörður ætlar að halda áfram í boltanum - hvort sem er að það verður hjá Fjölni eða í öðru liði. „Ég vonast eftir að fá tækifæri. Ég get sagt hvað sem er. Ég get sitið hér og logið öllum fjandanum en ég þarf að sýna þetta í verki. Þau lið sem hafa áhuga á mér sjá vonandi að ég er að gera eitthvað róttækt í mínum málum. Ég er mjög ánægður með sjálfan mig núna að hafa tekið þetta skref. Þetta er eitthvað sem ég vildi gera því ég nenni ekki þessari vanlíðan sem fylgir þessu. Ég vil komast í andlegt jafnvægi og segja skilið við hitt,” sagði Þórður. Viðtalið má lesa í heild sinni á Fótbolta.net.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira