Tywin Lannister selur Mustanginn Finnur Thorlacius skrifar 26. október 2015 10:47 Klassískur Mustang, árgerð 1967, verður ekki lengur í eigu Charles Dance. Autoblog Leikarinn Charles Dance er einna þekktastur fyrir að leika hinn miskunnarlausa Tywin Lannister í Game of Thrones þáttaröðinni. Hann virðist einnig hafa ágætan smekk fyrir bílum, ekki síst af eldri gerð þeirra. Hann hefur átt þennan Ford Mustang blæjubíl frá árinu 2002, en bíllinn er af árgerð 1967. Nú hefur Dance hinsvegar ákveðið að selja gripinn á Classic Car uppboðinu í Bretlandi. Þessi Mustang hans Charles Dance hefur ekki aðeins verið uppá punt í eigu leikarans því hann notaði bílinn sem sitt helsta farartæki frá 2002 til 2013, en þá fór bíllinn í allsherjar yfirhalningu. Er hann nú sem nýr og meðal annars með upptekna V8, 289 kúbiktommu vél. Búist er við því að Mustanginn fari á 25-30.000 bresk pund á uppboðinu, eða 5 til 6 milljónir króna. Game of Thrones Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent
Leikarinn Charles Dance er einna þekktastur fyrir að leika hinn miskunnarlausa Tywin Lannister í Game of Thrones þáttaröðinni. Hann virðist einnig hafa ágætan smekk fyrir bílum, ekki síst af eldri gerð þeirra. Hann hefur átt þennan Ford Mustang blæjubíl frá árinu 2002, en bíllinn er af árgerð 1967. Nú hefur Dance hinsvegar ákveðið að selja gripinn á Classic Car uppboðinu í Bretlandi. Þessi Mustang hans Charles Dance hefur ekki aðeins verið uppá punt í eigu leikarans því hann notaði bílinn sem sitt helsta farartæki frá 2002 til 2013, en þá fór bíllinn í allsherjar yfirhalningu. Er hann nú sem nýr og meðal annars með upptekna V8, 289 kúbiktommu vél. Búist er við því að Mustanginn fari á 25-30.000 bresk pund á uppboðinu, eða 5 til 6 milljónir króna.
Game of Thrones Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent