Tywin Lannister selur Mustanginn Finnur Thorlacius skrifar 26. október 2015 10:47 Klassískur Mustang, árgerð 1967, verður ekki lengur í eigu Charles Dance. Autoblog Leikarinn Charles Dance er einna þekktastur fyrir að leika hinn miskunnarlausa Tywin Lannister í Game of Thrones þáttaröðinni. Hann virðist einnig hafa ágætan smekk fyrir bílum, ekki síst af eldri gerð þeirra. Hann hefur átt þennan Ford Mustang blæjubíl frá árinu 2002, en bíllinn er af árgerð 1967. Nú hefur Dance hinsvegar ákveðið að selja gripinn á Classic Car uppboðinu í Bretlandi. Þessi Mustang hans Charles Dance hefur ekki aðeins verið uppá punt í eigu leikarans því hann notaði bílinn sem sitt helsta farartæki frá 2002 til 2013, en þá fór bíllinn í allsherjar yfirhalningu. Er hann nú sem nýr og meðal annars með upptekna V8, 289 kúbiktommu vél. Búist er við því að Mustanginn fari á 25-30.000 bresk pund á uppboðinu, eða 5 til 6 milljónir króna. Game of Thrones Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent
Leikarinn Charles Dance er einna þekktastur fyrir að leika hinn miskunnarlausa Tywin Lannister í Game of Thrones þáttaröðinni. Hann virðist einnig hafa ágætan smekk fyrir bílum, ekki síst af eldri gerð þeirra. Hann hefur átt þennan Ford Mustang blæjubíl frá árinu 2002, en bíllinn er af árgerð 1967. Nú hefur Dance hinsvegar ákveðið að selja gripinn á Classic Car uppboðinu í Bretlandi. Þessi Mustang hans Charles Dance hefur ekki aðeins verið uppá punt í eigu leikarans því hann notaði bílinn sem sitt helsta farartæki frá 2002 til 2013, en þá fór bíllinn í allsherjar yfirhalningu. Er hann nú sem nýr og meðal annars með upptekna V8, 289 kúbiktommu vél. Búist er við því að Mustanginn fari á 25-30.000 bresk pund á uppboðinu, eða 5 til 6 milljónir króna.
Game of Thrones Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent