Aftur fagnar nýliði sigri á PGA-mótaröðinni eftir ótrúlegan lokahring 26. október 2015 07:30 Smylie hafði ríka ástæðu til þess að brosa í gær. Getty. Nýliðarnir eru að koma sterkir inn á PGA-mótaröðina í byrjun tímabils en Bandaríkjamaðurinn Smylie Kaufman sigraði á Shriners mótinu sem kláraðist í gær á ótrúlegan hátt. Kaufman sem var aðeins að leika í sínu fjórða móti á ferlinum á PGA-mótaröðinni lék lokahringinn á TPC Summerlin vellinum á 61 höggi eða tíu höggum undir pari. Hann fór upp um 27 sæti og beint upp í það fyrsta en samtals lék hann hringina fjóra á 16 höggum undir pari. Enginn annar náði að toppa það þrátt fyrir að sex kylfingar hafi endað á 15 höggum undir pari, og fetar því Kaufman í spor nýliðans Emiliano Grillo sem sigraði í sínu fyrsta móti á PGA-mótaröðinni um síðustu helgi. Kaufman vann upp níu högga forskot á lokahringnum sem verður að teljast ótrúlegt afrek en fyrir það fær hann rúmlega 130 milljónir króna í verðlaunafé og tveggja ára þátttökurétt á mótaröð þeirra bestu. Næsta mót á PGA-mótaröðinni er CIMB Classic sem fram fer í Kuala Lumpur í næstu viku en þar eru margir af bestu kylfingum heims skráðir til leiks. Golf Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Nýliðarnir eru að koma sterkir inn á PGA-mótaröðina í byrjun tímabils en Bandaríkjamaðurinn Smylie Kaufman sigraði á Shriners mótinu sem kláraðist í gær á ótrúlegan hátt. Kaufman sem var aðeins að leika í sínu fjórða móti á ferlinum á PGA-mótaröðinni lék lokahringinn á TPC Summerlin vellinum á 61 höggi eða tíu höggum undir pari. Hann fór upp um 27 sæti og beint upp í það fyrsta en samtals lék hann hringina fjóra á 16 höggum undir pari. Enginn annar náði að toppa það þrátt fyrir að sex kylfingar hafi endað á 15 höggum undir pari, og fetar því Kaufman í spor nýliðans Emiliano Grillo sem sigraði í sínu fyrsta móti á PGA-mótaröðinni um síðustu helgi. Kaufman vann upp níu högga forskot á lokahringnum sem verður að teljast ótrúlegt afrek en fyrir það fær hann rúmlega 130 milljónir króna í verðlaunafé og tveggja ára þátttökurétt á mótaröð þeirra bestu. Næsta mót á PGA-mótaröðinni er CIMB Classic sem fram fer í Kuala Lumpur í næstu viku en þar eru margir af bestu kylfingum heims skráðir til leiks.
Golf Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira