Ber takta á borð stórstjarna Guðrún Ansnes skrifar 26. október 2015 09:00 Orri Gunnlaugsson hefur verið mikill tónlistarmaður allt frá blautu barnsbeini og er meðal annars með fjögur stigspróf í barítón. Vísir/AntonBrink „Ég lenti eiginlega óvart í þessu og nú er eitthvað að gerast,“ segir Orri Gunnlaugsson tölvutónlistarmaður, sem nýlega fékk þær fréttir að A & R hjá Roc Nation hefði hrifist af töktunum sem hann semur. Um ræðir gríðarstórt fyrirtæki innan tónlistarsenunnar vestan hafs og hefur til að mynda Jay Z, Rihanna, Rita Ora, Shakira og Kanye West á sínum snærum, svo tækifærið er ansi stórt. „Í grunninn þýðir þetta að ég á möguleika á að takturinn minn rati í lag hjá einhverjum þessara stjarna,“ útskýrir Orri, en segist þó ekki gera sér of miklar vonir en sannarlega sé hann kominn skrefinu nær. „Bransinn virkar þannig að minn maður fer með taktana mína til Roc Nation, þar sem tónlistarmennirnir hafa aðgang að þeim. Þar með er takturinn kominn í pottinn, og ég einu skrefi nær stjörnunum,“ útskýrir Orri og skellir upp úr. „Í framhaldinu heyrir einhver þessara tónlistarmanna taktinn minn, fílar hann og vill kannski nota í næsta lag. Þá fengi ég mögulega að hitta viðkomandi og vinna með taktinn og þess háttar. Ætli það megi ekki segja að ég sé eins og fiskur í stórri tjörn, en ekki lengur síli.“ Aðspurður um hvernig standi á að hann sé í þessum sporum segir Orri að maður að nafni Dereck Faulkner, fyrrverandi NFL-leikmaður hjá Philadelphia Eagles, hafi haft samband við sig í fyrra eftir að hafa rekist á tónlistarsíðu Orra. „Hann hefur lagt boltann á hilluna og einbeitir sér að því að koma listamönnum á framfæri. Þetta er ekkert risafyrirtæki en hann hefur verulega góð tengsl, sem öllu skiptir. Við tókum Skype-fund og úr varð að ég skrifaði undir samning við hann,“ segir Orri sem stefnir á að halda utan í byrjun næsta árs og hitta hópinn. Orri er einstaklega hógvær og nálgast þessa nýtilkomnu velgengi af gætni. „Ég fór út í þetta af einskærri tilviljun, en ég gleymdi að velja mér valfag fyrir vorönn annars árs þegar ég var í Menntaskólanum við Sund. Þannig að ég var bara settur í eitthvað, og það var tölvutónlist,“ útskýrir hann. „Ég kolféll svo fyrir þessu og hef eytt síðustu þremur árum í að fikra mig áfram og prófa.“ Nú stundar Orri nám við Háskóla Íslands og nemur þar viðskiptafræði. Hann skýtur ekki fyrir það loku að blanda saman viðskiptafræðinni og tölvutónlistinni. „Ég gæti alveg séð fyrir mér að koma fleiri tónlistarmönnum á framfæri, en ætli tíminn verði ekki að leiða þetta allt saman í ljós,“ segir hann alsæll að lokum. Hægt er að hlusta á tónlist Orra á síðunni hans hér. Tónlist Tengdar fréttir Jay Z bar vitni í Big Pimpin-málinu Gleymdi því að hann ætti Tidal. 16. október 2015 15:02 Heimsmeistari semur við rappara Jérome Boateng er fyrsti fótboltamaðurinn á mála hjá umboðsskrifstofu Jay-Z. 30. júní 2015 08:00 Mest lesið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Fleiri fréttir Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Sjá meira
„Ég lenti eiginlega óvart í þessu og nú er eitthvað að gerast,“ segir Orri Gunnlaugsson tölvutónlistarmaður, sem nýlega fékk þær fréttir að A & R hjá Roc Nation hefði hrifist af töktunum sem hann semur. Um ræðir gríðarstórt fyrirtæki innan tónlistarsenunnar vestan hafs og hefur til að mynda Jay Z, Rihanna, Rita Ora, Shakira og Kanye West á sínum snærum, svo tækifærið er ansi stórt. „Í grunninn þýðir þetta að ég á möguleika á að takturinn minn rati í lag hjá einhverjum þessara stjarna,“ útskýrir Orri, en segist þó ekki gera sér of miklar vonir en sannarlega sé hann kominn skrefinu nær. „Bransinn virkar þannig að minn maður fer með taktana mína til Roc Nation, þar sem tónlistarmennirnir hafa aðgang að þeim. Þar með er takturinn kominn í pottinn, og ég einu skrefi nær stjörnunum,“ útskýrir Orri og skellir upp úr. „Í framhaldinu heyrir einhver þessara tónlistarmanna taktinn minn, fílar hann og vill kannski nota í næsta lag. Þá fengi ég mögulega að hitta viðkomandi og vinna með taktinn og þess háttar. Ætli það megi ekki segja að ég sé eins og fiskur í stórri tjörn, en ekki lengur síli.“ Aðspurður um hvernig standi á að hann sé í þessum sporum segir Orri að maður að nafni Dereck Faulkner, fyrrverandi NFL-leikmaður hjá Philadelphia Eagles, hafi haft samband við sig í fyrra eftir að hafa rekist á tónlistarsíðu Orra. „Hann hefur lagt boltann á hilluna og einbeitir sér að því að koma listamönnum á framfæri. Þetta er ekkert risafyrirtæki en hann hefur verulega góð tengsl, sem öllu skiptir. Við tókum Skype-fund og úr varð að ég skrifaði undir samning við hann,“ segir Orri sem stefnir á að halda utan í byrjun næsta árs og hitta hópinn. Orri er einstaklega hógvær og nálgast þessa nýtilkomnu velgengi af gætni. „Ég fór út í þetta af einskærri tilviljun, en ég gleymdi að velja mér valfag fyrir vorönn annars árs þegar ég var í Menntaskólanum við Sund. Þannig að ég var bara settur í eitthvað, og það var tölvutónlist,“ útskýrir hann. „Ég kolféll svo fyrir þessu og hef eytt síðustu þremur árum í að fikra mig áfram og prófa.“ Nú stundar Orri nám við Háskóla Íslands og nemur þar viðskiptafræði. Hann skýtur ekki fyrir það loku að blanda saman viðskiptafræðinni og tölvutónlistinni. „Ég gæti alveg séð fyrir mér að koma fleiri tónlistarmönnum á framfæri, en ætli tíminn verði ekki að leiða þetta allt saman í ljós,“ segir hann alsæll að lokum. Hægt er að hlusta á tónlist Orra á síðunni hans hér.
Tónlist Tengdar fréttir Jay Z bar vitni í Big Pimpin-málinu Gleymdi því að hann ætti Tidal. 16. október 2015 15:02 Heimsmeistari semur við rappara Jérome Boateng er fyrsti fótboltamaðurinn á mála hjá umboðsskrifstofu Jay-Z. 30. júní 2015 08:00 Mest lesið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Fleiri fréttir Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Sjá meira
Heimsmeistari semur við rappara Jérome Boateng er fyrsti fótboltamaðurinn á mála hjá umboðsskrifstofu Jay-Z. 30. júní 2015 08:00