Elskan er sterk eins og dauðinn Jóna Sen skrifar 24. október 2015 16:15 Systurnar í Karmelklaustrinu Visir/GVA Mér bárust nýlega tveir geisladiskar með söng nunnanna í klaustrinu í Hafnarfirði. Ég setti annan þeirra á fóninn og lagðist svo upp í sófa til að hlusta. Eftir nokkra stund stóð ég aftur upp til að gá hvort ég hefði óvart sett vitlausan disk í tækið. Var ég kannski að spila einn af magadansdiskunum sem konan mín er gjörn að hlusta á? Þetta gat bara ekki verið. Samt var byrjunin trúarleg. Hún samanstóð af sveimkenndum bakgrunni, og karlmaður las tilvitnun í Ljóðaljóðin í Gamla testamentinu. En svo hætti hann og líflegur trommutaktur tók við. Taktinum óx ásmegin og undurfagrar kvenraddir duttu inn. Stemningin var glaðleg og ástríðufull. Þetta andrúmsloft kom á óvart. Maður ímyndar sér jú að geisladiskur með nunnum sem eyða öllum deginum í trúariðkanir sé alvarlegur og þrunginn andakt. En það er fullt af ástríðum í Ljóðaljóðunum. Tilvitnunin sem hér um ræðir hljómar á þessa leið: „Því elskan er sterk eins og dauðinn, ástríðan hörð eins og hel. Blossar hennar eru eldblossar, logi hennar brennandi. Mikið vatn getur ekki slökkt elskuna og árstraumar ekki drekkt henni.“ Nú má ekki misskilja. Það er ekki verið að yrkja um ást karls og konu hér, heldur um ást á Guði og ást hans á okkar. Þessi tilfinningaríka stemning er allsráðandi á báðum diskunum. Það er hún sem gerir tónlistarflutninginn svo sannfærandi. Tæknilega séð eru diskarnir auk þess prýðilegir. Söngurinn er skreyttur hljóðfæraleik sem nunnurnar sjá um. Þær spila á píanó, hljómborð, þverflautu, gítar og slagverk. Þar á meðal eru þessar dásamlegu trommur sem minnst var á hér áðan. Hljóðfæraleikurinn skapar lifandi umgjörð og söngurinn er tær og vandaður. Systurnar hafa útsett lögin sjálfar af frumleika og smekkvísi.Margra alda gömul regla Nunnurnar kallast Karmelsystur. Regla þeirra er margra alda gömul, líklegast stofnuð á 12. öld í kjölfar krossferðanna. Hún varð til í samfélagi einsetumanna á Karmelfjalli, þar sem nú er norður-Ísrael. Þaðan kemur nafnið. Karmelreglan barst nokkru síðar til Evrópu. Af ýmsum ástæðum hnignaði reglunni, eldmóðurinn dvínaði og það var ekki fyrr en með tilkomu heilagrar Teresu af Avila (1515-1582) og heilögum Jóhannesi af Krossi (1542-1591) að reglan varð aftur að því sem henni var ætlað að vera í upphafi. Í ár eru fimm hundruð ár síðan Teresa fæddist. Hún var tilfinningarík kona, rétt eins og Karmelsystur, ef marka má geisladiskana þeirra. Þar sem þær líta á sig sem andlegar dætur Teresu, skulum við kynnast henni betur.Innri togstreita Teresa fæddist í Avila á Spáni. Hún átti erfiða æsku. Móðir hennar elskaði rómantískar skáldsögur. En faðir hennar var svo strangur og trúrækinn að móðirin þurfti að fela bækurnar fyrir honum. Teresa lenti á milli þeirra. Pabbi hennar skipaði henni að segja alltaf satt, en mamma hennar grátbændi hana um að kjafta ekki frá því að hún væri að lesa ástarsögur. Þetta skapaði mikla togstreitu í sálarlífi Teresu. Henni leið eins og hún gerði ekki neitt rétt. Sem unglingur var Teresa baldin. Hún hugsaði bara um stráka og fín föt. Á endanum gafst faðir hennar upp og sendi hana í klaustur. Það var ekki óalgengt á þeim tíma. Alls konar konur leituðu athvarfs í klaustrum, hvort sem þær voru trúaðar eða ekki. Þetta skapaði órólegt andrúmsloft og fyrir bragðið var ekki eins mikið næði til tilbeiðslu og íhugunar og æskilegt þótti. Agann vantaði. En einmitt þess vegna líkaði Teresu ekki svo illa í klaustrinu. Lífið þar var ekki eins strangt og hjá föður hennar! Þegar tími var kominn til að velja á milli hjónabands og klausturlífs valdi Teresa það síðarnefnda. Það var samt ekki auðveld ákvörðun. Hún hafði horft upp á hjónaband foreldra sinna, sem var ekki góð fyrirmynd. En líf í klaustri virtist ekki spennandi. Á endanum valdi hún klaustrið vegna togstreitunnar sem minnst var á hér að ofan. Henni fannst hún fyrst og fremst vera aumur syndari og sem slík best geymd í klaustri.Líktist engu hér á jörð Teresa háði mikla baráttu innra með sér árum saman. Bænalíf hennar var hálfkák allt þar til eftir fertugt. Sjúkdómar spiluðu þar inn í. Loks var það prestur sem hvatti hana til að taka sér tak. Þá byrjaði hún bænaiðkun af alvöru og náði í framhaldinu gífurlegum árangri. Það skilaði sér í andlegri reynslu sem hún skrifaði um og lýsti af vísindalegri nákvæmni. Samkvæmt henni voru þetta stórkostlegar upplifanir sem líktust engu hér á jörð – náið vitundarsamband við Almættið, hvorki meira né minna. Hvað er átt við hér? Erfitt er að svara því, en vísa má í myndmál Teresu sem er að finna í bók hennar, Borgin hið innra. Þar líkir hún mannssálinni við kastala úr risastórum demanti. Í kastalanum eru sjö vistarverur. Guð er að finna í þeirri innstu. Venjulega er vitund mannsins í þeirri ystu, og stundum ekki einu sinni þar. Með því að komast innar í sálinni, með bænaiðkun og réttu hugarfari, nálgast maður Guðdóminn. Það er æðsta hamingja sem hægt er að hlotnast. Þessi eining við Almættið er það sem Karmelsystur í dag leita að í trúariðkunum sínum. Segja má að söngurinn þeirra fjalli um þessa viðleitni, beint eða óbeint. Til eru alls konar hugleiðsluaðferðir eins og flestir kannast við. Sú hugleiðsla sem Teresa ástundaði, og Karmelsystur með henni, var samræða sem fram fór í huganum, þögul samvera sálarinnar með Jesú Kristi. Í bæklingnum sem fylgir öðrum geisladiskinum hér til umfjöllunar er þetta útlistað nánar. Þar er sagt að í slíkri hugleiðslu sé horft „í þögn með hjartanu á auglit Drottins, sem er kærleikurinn sjálfur“.Fyrsti kvenkyns kirkjufræðarinn Eins og áður sagði skrifaði Teresa bækur um upplifanir sínar og um andlega iðkun almennt. Þær eru með merkustu trúfærðiritum kaþólsku kirkjunnar. Teresa var líka fyrsta konan sem var tekin í hóp kirkjufræðara. Slíkir einstaklingar hafa með framlagi sínu öðrum fremur dýpkað skilning manna á ritningu og guðfræði. Svona eldheit bænaiðkun og hugleiðsla eins og Teresa ritaði um er ekki bara fyrir nunnur. Lítill hópur kaþólskra leikmanna hittist í klaustrinu í Hafnarfirði einu sinni í mánuði yfir vetrartímann til að lesa saman rit Teresu og annarra kirkjufræðara, og til að læra um hugleiðslu eins og Karmelsystur ástunda hana. Höfuðrit Teresu eru til á íslensku í þýðingu Jóns Rafns Jóhannessonar og fást í búðinni í klaustrinu. Þar er líka hægt að kaupa geisladiskana. Fyrir þá sem vilja hafa eitthvað viðeigandi á fóninum nú þegar jólin taka að nálgast, þá mæli ég með þessum diskum. Þar er andi Teresu og víma kærleikans í öllu sínu veldi. Tónlist Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Mér bárust nýlega tveir geisladiskar með söng nunnanna í klaustrinu í Hafnarfirði. Ég setti annan þeirra á fóninn og lagðist svo upp í sófa til að hlusta. Eftir nokkra stund stóð ég aftur upp til að gá hvort ég hefði óvart sett vitlausan disk í tækið. Var ég kannski að spila einn af magadansdiskunum sem konan mín er gjörn að hlusta á? Þetta gat bara ekki verið. Samt var byrjunin trúarleg. Hún samanstóð af sveimkenndum bakgrunni, og karlmaður las tilvitnun í Ljóðaljóðin í Gamla testamentinu. En svo hætti hann og líflegur trommutaktur tók við. Taktinum óx ásmegin og undurfagrar kvenraddir duttu inn. Stemningin var glaðleg og ástríðufull. Þetta andrúmsloft kom á óvart. Maður ímyndar sér jú að geisladiskur með nunnum sem eyða öllum deginum í trúariðkanir sé alvarlegur og þrunginn andakt. En það er fullt af ástríðum í Ljóðaljóðunum. Tilvitnunin sem hér um ræðir hljómar á þessa leið: „Því elskan er sterk eins og dauðinn, ástríðan hörð eins og hel. Blossar hennar eru eldblossar, logi hennar brennandi. Mikið vatn getur ekki slökkt elskuna og árstraumar ekki drekkt henni.“ Nú má ekki misskilja. Það er ekki verið að yrkja um ást karls og konu hér, heldur um ást á Guði og ást hans á okkar. Þessi tilfinningaríka stemning er allsráðandi á báðum diskunum. Það er hún sem gerir tónlistarflutninginn svo sannfærandi. Tæknilega séð eru diskarnir auk þess prýðilegir. Söngurinn er skreyttur hljóðfæraleik sem nunnurnar sjá um. Þær spila á píanó, hljómborð, þverflautu, gítar og slagverk. Þar á meðal eru þessar dásamlegu trommur sem minnst var á hér áðan. Hljóðfæraleikurinn skapar lifandi umgjörð og söngurinn er tær og vandaður. Systurnar hafa útsett lögin sjálfar af frumleika og smekkvísi.Margra alda gömul regla Nunnurnar kallast Karmelsystur. Regla þeirra er margra alda gömul, líklegast stofnuð á 12. öld í kjölfar krossferðanna. Hún varð til í samfélagi einsetumanna á Karmelfjalli, þar sem nú er norður-Ísrael. Þaðan kemur nafnið. Karmelreglan barst nokkru síðar til Evrópu. Af ýmsum ástæðum hnignaði reglunni, eldmóðurinn dvínaði og það var ekki fyrr en með tilkomu heilagrar Teresu af Avila (1515-1582) og heilögum Jóhannesi af Krossi (1542-1591) að reglan varð aftur að því sem henni var ætlað að vera í upphafi. Í ár eru fimm hundruð ár síðan Teresa fæddist. Hún var tilfinningarík kona, rétt eins og Karmelsystur, ef marka má geisladiskana þeirra. Þar sem þær líta á sig sem andlegar dætur Teresu, skulum við kynnast henni betur.Innri togstreita Teresa fæddist í Avila á Spáni. Hún átti erfiða æsku. Móðir hennar elskaði rómantískar skáldsögur. En faðir hennar var svo strangur og trúrækinn að móðirin þurfti að fela bækurnar fyrir honum. Teresa lenti á milli þeirra. Pabbi hennar skipaði henni að segja alltaf satt, en mamma hennar grátbændi hana um að kjafta ekki frá því að hún væri að lesa ástarsögur. Þetta skapaði mikla togstreitu í sálarlífi Teresu. Henni leið eins og hún gerði ekki neitt rétt. Sem unglingur var Teresa baldin. Hún hugsaði bara um stráka og fín föt. Á endanum gafst faðir hennar upp og sendi hana í klaustur. Það var ekki óalgengt á þeim tíma. Alls konar konur leituðu athvarfs í klaustrum, hvort sem þær voru trúaðar eða ekki. Þetta skapaði órólegt andrúmsloft og fyrir bragðið var ekki eins mikið næði til tilbeiðslu og íhugunar og æskilegt þótti. Agann vantaði. En einmitt þess vegna líkaði Teresu ekki svo illa í klaustrinu. Lífið þar var ekki eins strangt og hjá föður hennar! Þegar tími var kominn til að velja á milli hjónabands og klausturlífs valdi Teresa það síðarnefnda. Það var samt ekki auðveld ákvörðun. Hún hafði horft upp á hjónaband foreldra sinna, sem var ekki góð fyrirmynd. En líf í klaustri virtist ekki spennandi. Á endanum valdi hún klaustrið vegna togstreitunnar sem minnst var á hér að ofan. Henni fannst hún fyrst og fremst vera aumur syndari og sem slík best geymd í klaustri.Líktist engu hér á jörð Teresa háði mikla baráttu innra með sér árum saman. Bænalíf hennar var hálfkák allt þar til eftir fertugt. Sjúkdómar spiluðu þar inn í. Loks var það prestur sem hvatti hana til að taka sér tak. Þá byrjaði hún bænaiðkun af alvöru og náði í framhaldinu gífurlegum árangri. Það skilaði sér í andlegri reynslu sem hún skrifaði um og lýsti af vísindalegri nákvæmni. Samkvæmt henni voru þetta stórkostlegar upplifanir sem líktust engu hér á jörð – náið vitundarsamband við Almættið, hvorki meira né minna. Hvað er átt við hér? Erfitt er að svara því, en vísa má í myndmál Teresu sem er að finna í bók hennar, Borgin hið innra. Þar líkir hún mannssálinni við kastala úr risastórum demanti. Í kastalanum eru sjö vistarverur. Guð er að finna í þeirri innstu. Venjulega er vitund mannsins í þeirri ystu, og stundum ekki einu sinni þar. Með því að komast innar í sálinni, með bænaiðkun og réttu hugarfari, nálgast maður Guðdóminn. Það er æðsta hamingja sem hægt er að hlotnast. Þessi eining við Almættið er það sem Karmelsystur í dag leita að í trúariðkunum sínum. Segja má að söngurinn þeirra fjalli um þessa viðleitni, beint eða óbeint. Til eru alls konar hugleiðsluaðferðir eins og flestir kannast við. Sú hugleiðsla sem Teresa ástundaði, og Karmelsystur með henni, var samræða sem fram fór í huganum, þögul samvera sálarinnar með Jesú Kristi. Í bæklingnum sem fylgir öðrum geisladiskinum hér til umfjöllunar er þetta útlistað nánar. Þar er sagt að í slíkri hugleiðslu sé horft „í þögn með hjartanu á auglit Drottins, sem er kærleikurinn sjálfur“.Fyrsti kvenkyns kirkjufræðarinn Eins og áður sagði skrifaði Teresa bækur um upplifanir sínar og um andlega iðkun almennt. Þær eru með merkustu trúfærðiritum kaþólsku kirkjunnar. Teresa var líka fyrsta konan sem var tekin í hóp kirkjufræðara. Slíkir einstaklingar hafa með framlagi sínu öðrum fremur dýpkað skilning manna á ritningu og guðfræði. Svona eldheit bænaiðkun og hugleiðsla eins og Teresa ritaði um er ekki bara fyrir nunnur. Lítill hópur kaþólskra leikmanna hittist í klaustrinu í Hafnarfirði einu sinni í mánuði yfir vetrartímann til að lesa saman rit Teresu og annarra kirkjufræðara, og til að læra um hugleiðslu eins og Karmelsystur ástunda hana. Höfuðrit Teresu eru til á íslensku í þýðingu Jóns Rafns Jóhannessonar og fást í búðinni í klaustrinu. Þar er líka hægt að kaupa geisladiskana. Fyrir þá sem vilja hafa eitthvað viðeigandi á fóninum nú þegar jólin taka að nálgast, þá mæli ég með þessum diskum. Þar er andi Teresu og víma kærleikans í öllu sínu veldi.
Tónlist Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira