Örbirgð upprætt? Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 24. október 2015 13:00 Þjóðir heims fagna 70 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna í dag. Örbirgð er óréttlát og henni þarf að útrýma. Það er einmitt höfuðmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Börn sem búa við sára fátækt ráða sjálf engu um stöðu sína. Bestu fréttir samtímans eru að nú dregur úr sárustu örbirgð. Kynslóðin sem núna vex úr grasi er sú fyrsta, sem horfir fram á að hugsanlega megi uppræta fátækt. Hagtölur gefa ófullkomna mynd. Framfarir sem tölur endurspegla eru þeim tíu af hundraði mannkyns, sem enn eru bjargarlaus sökum fátæktar, engin huggun. En tölurnar segja sögu. Í fyrsta skipti frá því hagmælingar hófust, búa innan við tíu prósent fólks við örbirgð samkvæmt tölum Alþjóðabankans. Það eru sjö hundruð milljónir, alltof há tala. En það er huggun harmi gegn að talan er fjórðungi lægri en 2012. Um aldamótin þurftu 1,7 milljarðar, 29 prósent fólks, að líða sára fátækt. Þá settu Sameinuðu þjóðirnar sér svokölluð Þúsaldarmarkmið, sem mörgum þóttu skýjaborgir. Eitt markmiðið var að fækka þeim, sem við sárasta örbirgð búa um helming fyrir árið 2015. Það hefur gengið eftir. Þeim sem þurfa að draga fram lífið fyrir minna en 1,8 dollara á dag hefur fækkað um meira en sextíu prósent frá aldamótum, þrátt fyrir fjölgun mannkyns. Leiðtogar heims hafa sett sér ný markmið, sem taka við af Þúsaldarmarkmiðunum. Þau eru enn háleitari. Eftir 15 ár á hvert einasta mannsbarn á jörðinni að hafa til hnífs og skeiðar – enginn á að ganga til náða með tóman maga. Það hljómar eins og draumórar. En í ljósi þess sem gerst hefur megum við alveg leyfa okkur að vera bjartsýn. Það er beinlínis rangt að heimur fari versnandi. Auðvitað eru blikur á lofti. Jákvæðu teiknin sem hagtölurnar endurspegla eiga sér fyrst og fremst rætur í Kína og á Indlandi. Í báðum löndum hefur verið fordæmalaus hagvöxtur. Sýn fræðimanna á framtíðina er misvísandi. Þolmörk náttúrunnar skipta mestu. Margir eiga bágt með að trúa að meðbyrinn haldi áfram. Í Afríku sunnan Sahara hefur þróunin verið hægari. Þar býr tæplega milljarður manna og um 340 milljónir eru enn sárafátæk, um helmingur þeirra sem eru í fátæktarfjötrum. Góðu fréttirnar eru, að álfan er strjálbýl og rík af náttúrugæðum. Jarðvegur er víða frjósamur og ótal tækifæri til betri lífskjara. Viðsjárvert pólitískt ástand stendur mörgum Afríkuþjóðum fyrir þrifum. Ýmis teikn eru um að það geti breyst. Menntun eykst og sjúkdómar, eins og malaría, eru á undanhaldi. Fleiri börn komast á legg og færri mæður deyja af barnsförum. Sameinuðu þjóðirnar geta ekki eignað sér viðsnúninginn nema að hluta. En Þúsaldarmarkmið þeirra voru engar skýjaborgir. Það eru bestu fréttir síðari ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun
Þjóðir heims fagna 70 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna í dag. Örbirgð er óréttlát og henni þarf að útrýma. Það er einmitt höfuðmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Börn sem búa við sára fátækt ráða sjálf engu um stöðu sína. Bestu fréttir samtímans eru að nú dregur úr sárustu örbirgð. Kynslóðin sem núna vex úr grasi er sú fyrsta, sem horfir fram á að hugsanlega megi uppræta fátækt. Hagtölur gefa ófullkomna mynd. Framfarir sem tölur endurspegla eru þeim tíu af hundraði mannkyns, sem enn eru bjargarlaus sökum fátæktar, engin huggun. En tölurnar segja sögu. Í fyrsta skipti frá því hagmælingar hófust, búa innan við tíu prósent fólks við örbirgð samkvæmt tölum Alþjóðabankans. Það eru sjö hundruð milljónir, alltof há tala. En það er huggun harmi gegn að talan er fjórðungi lægri en 2012. Um aldamótin þurftu 1,7 milljarðar, 29 prósent fólks, að líða sára fátækt. Þá settu Sameinuðu þjóðirnar sér svokölluð Þúsaldarmarkmið, sem mörgum þóttu skýjaborgir. Eitt markmiðið var að fækka þeim, sem við sárasta örbirgð búa um helming fyrir árið 2015. Það hefur gengið eftir. Þeim sem þurfa að draga fram lífið fyrir minna en 1,8 dollara á dag hefur fækkað um meira en sextíu prósent frá aldamótum, þrátt fyrir fjölgun mannkyns. Leiðtogar heims hafa sett sér ný markmið, sem taka við af Þúsaldarmarkmiðunum. Þau eru enn háleitari. Eftir 15 ár á hvert einasta mannsbarn á jörðinni að hafa til hnífs og skeiðar – enginn á að ganga til náða með tóman maga. Það hljómar eins og draumórar. En í ljósi þess sem gerst hefur megum við alveg leyfa okkur að vera bjartsýn. Það er beinlínis rangt að heimur fari versnandi. Auðvitað eru blikur á lofti. Jákvæðu teiknin sem hagtölurnar endurspegla eiga sér fyrst og fremst rætur í Kína og á Indlandi. Í báðum löndum hefur verið fordæmalaus hagvöxtur. Sýn fræðimanna á framtíðina er misvísandi. Þolmörk náttúrunnar skipta mestu. Margir eiga bágt með að trúa að meðbyrinn haldi áfram. Í Afríku sunnan Sahara hefur þróunin verið hægari. Þar býr tæplega milljarður manna og um 340 milljónir eru enn sárafátæk, um helmingur þeirra sem eru í fátæktarfjötrum. Góðu fréttirnar eru, að álfan er strjálbýl og rík af náttúrugæðum. Jarðvegur er víða frjósamur og ótal tækifæri til betri lífskjara. Viðsjárvert pólitískt ástand stendur mörgum Afríkuþjóðum fyrir þrifum. Ýmis teikn eru um að það geti breyst. Menntun eykst og sjúkdómar, eins og malaría, eru á undanhaldi. Fleiri börn komast á legg og færri mæður deyja af barnsförum. Sameinuðu þjóðirnar geta ekki eignað sér viðsnúninginn nema að hluta. En Þúsaldarmarkmið þeirra voru engar skýjaborgir. Það eru bestu fréttir síðari ára.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun