Í hinum frjálsari verkum er konan stundum innbyggð í fígúrurnar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. október 2015 10:45 "Hann gerði mynd af mér án þess að ég þyrfti að sitja fyrir,“ segir Birgitta standandi við listaverkið af henni sjálfri. Vísir/GVA Birgitta Spur opnar dyrnar inn í Listasafn Íslands, Sigurjónssafn, á Laugarnestanga þar sem sýningin Gyðjur hefur nýlega verið sett upp. Hún er ekkja myndhöggvarans Sigurjóns Ólafssonar. „Ég bý í húsinu sem hann Ragnar í Smára lét reisa handa okkur hér við hliðina. Það tilheyrir auðvitað safninu en einhvernsstaðar verða vondir að vera,“ segir hún glettnislega. Sýningarsalurinn er opinn gestum um helgar og Birgitta útskýrir merkingu þeirra listaverka sem þar blasa við. „Okkur sem tengjumst þessu safni datt í hug að gaman væri að setja upp sýningu með kvennaportrettum Sigurjóns í tilefni af 100 ára kosningaafmæli kvenna á Íslandi. Hann gerði ekki eins mörg portrett af konum og af körlum. Af yfir 200 portrettum Sigurjóns eru bara um tuttugu og fimm af konum. Á sýningunni eru átján en í hinum frjálsari verkum hans er konan stundum innbyggð í fígúrurnar svo við blöndum þeim saman við, þó þau séu meira abstrakt. Það er enginn vafi að Sigurjón hafði gaman af að vinna út frá konunni og kvenlíkamanum og viðhafði allskonar tilbrigði. Í kvenportettum hefur hann stundum verið að upphefja konuna í gyðjulíki, jafnvel þó portrettið sé af einhverri vissri, það er hluti af galdrinum. Sum verkin bera gyðjunöfn þannig okkur fannst tilhlýðilegt að sýningin bæri nafnið Gyðjur.“ Birgitta kveðst þekkja flestar konurnar í portrettunum. „Í sumum tilfellum var Sigurjón með ljósmyndir af konum og þær þekki ég ekki en hef kynnst öllum hinum.“ Spurð hvort hún hafi einhverntíma setið fyrir hjá honum svarar hún hlæjandi. „Hann gerði mynd af mér án þess að ég þyrfti að sitja fyrir. Hún er nú svolítið abstrakt enda hafði hann alveg frjálsar hendur við gerð hennar. Þetta var ekki pantað verk en hann gerði tilraunir með form og efni. Sýningin Gyðjur verður uppi við fram á vor en Sigurjónssafn verður lokað í desember og janúar. „Við opnum í kringum safnanótt aftur og höfum opið um helgar eftir það fram til vor. Kaffistofan verður opin á sama tíma.“ Bakar þú enn meðlætið sjálf. „Já, já, en þú þarft nú ekki að skrifa það.“ Mest lesið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Setur „Hafnarfjarðarhreysið“ á sölu eftir endurbætur Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Birgitta Spur opnar dyrnar inn í Listasafn Íslands, Sigurjónssafn, á Laugarnestanga þar sem sýningin Gyðjur hefur nýlega verið sett upp. Hún er ekkja myndhöggvarans Sigurjóns Ólafssonar. „Ég bý í húsinu sem hann Ragnar í Smára lét reisa handa okkur hér við hliðina. Það tilheyrir auðvitað safninu en einhvernsstaðar verða vondir að vera,“ segir hún glettnislega. Sýningarsalurinn er opinn gestum um helgar og Birgitta útskýrir merkingu þeirra listaverka sem þar blasa við. „Okkur sem tengjumst þessu safni datt í hug að gaman væri að setja upp sýningu með kvennaportrettum Sigurjóns í tilefni af 100 ára kosningaafmæli kvenna á Íslandi. Hann gerði ekki eins mörg portrett af konum og af körlum. Af yfir 200 portrettum Sigurjóns eru bara um tuttugu og fimm af konum. Á sýningunni eru átján en í hinum frjálsari verkum hans er konan stundum innbyggð í fígúrurnar svo við blöndum þeim saman við, þó þau séu meira abstrakt. Það er enginn vafi að Sigurjón hafði gaman af að vinna út frá konunni og kvenlíkamanum og viðhafði allskonar tilbrigði. Í kvenportettum hefur hann stundum verið að upphefja konuna í gyðjulíki, jafnvel þó portrettið sé af einhverri vissri, það er hluti af galdrinum. Sum verkin bera gyðjunöfn þannig okkur fannst tilhlýðilegt að sýningin bæri nafnið Gyðjur.“ Birgitta kveðst þekkja flestar konurnar í portrettunum. „Í sumum tilfellum var Sigurjón með ljósmyndir af konum og þær þekki ég ekki en hef kynnst öllum hinum.“ Spurð hvort hún hafi einhverntíma setið fyrir hjá honum svarar hún hlæjandi. „Hann gerði mynd af mér án þess að ég þyrfti að sitja fyrir. Hún er nú svolítið abstrakt enda hafði hann alveg frjálsar hendur við gerð hennar. Þetta var ekki pantað verk en hann gerði tilraunir með form og efni. Sýningin Gyðjur verður uppi við fram á vor en Sigurjónssafn verður lokað í desember og janúar. „Við opnum í kringum safnanótt aftur og höfum opið um helgar eftir það fram til vor. Kaffistofan verður opin á sama tíma.“ Bakar þú enn meðlætið sjálf. „Já, já, en þú þarft nú ekki að skrifa það.“
Mest lesið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Setur „Hafnarfjarðarhreysið“ á sölu eftir endurbætur Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira